Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1990, Qupperneq 13

Freyr - 01.09.1990, Qupperneq 13
Hólmgeir Björnsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Landbúnaður við breytt veðurfar Frá námsstefnu um gróðurhúsaáhrif og veðurfarsbreytingar af mannavöldum, 17.jan. 1990. Pað er kunnara en frá þurfi að segja, að hinn grœni gróður er undirstaða alls lífs á jörðinni. Sólarljósið ersá orkugjafi, sem eröllum öðrum mikilvœgari. Einn mikilvœgasti þáttur þeirrar þróunar, sem hefur orðið á undanförnum áratugum, er aukin virkjun sólarorkunnar til framleiðslu matvœla og hráefnis til iðnaðar. Pessi virkjun hefur náðst með aukinni þekkingu, tcekni og framförum í rœktun. Hólmgeir Björnsson. Það, sem þarf til að virkja sólar- ljósið, er * jarðvegur og næring, * vatn, * nytjagróður, sem er aðlagað- ur loftslagi og jarðvegi, * ræktunarþekking og -tækni. Alvarlegastar þeirra afleiðinga, sem meiriháttar loftslagsbreyting- ar geta valdið, eru að skilyrði til ræktunar í sumum helstu landbún- aðarhéruðum heimsins raskist verulega. Einkum óttast menn uppskerubrest vegna þurrka, en einnig getur þurft að breyta ræktun verulega vegna þess að sá gróður, 17. SEPTEMBER 1990 sem nú er ræktaður, verður ekki lengur aðlagaður ræktunarskilyrð- um. Ef skilyrði til ræktunarversna, kemur það strax í ljós, það verður uppskerubrestur. Oðru máli gegn- ir, ef skilyrði batna, þá getur liðið nokkur tími, áður en menn hafa lag á að færa sér það í nyt. Heyfengur, þe. hkg/ha 80 -| 60- 40- Hér á við sem oftar að aukin þekking og viðbúnaður ætti að geta stuðlað að réttum viðbrögð- um, þegar breytinganna verður vart. Því var það, að Alþjóða- kerfisfræðistofnunin í Austurríki (IIASA) gekkst fyrir verkefni til að meta áhrif loftslagsbreytinga á ■ / ■. ■ ______- ■. i *. ■ 20- ■ Lel&rétt uppekera --- Reiknufi uppekera 0 i------------1------------1------------1------------1-----------1 0 1 2 3 4 6 Hiti, °C, september - júní 1. mynd. Samband grassprettu og hita í langtímatilraunum tilraunastöðvanna 1951-1983. Pegar tekið hefur verið tillit til þess, að tilraunirnar voru slegnar á misjöfnum tíma og ýmist einslegnar eða tvíslegnar, fæst að hver gráða (sept. - júní) auki uppskeru um 735 kg þurrefnis á hektara. (Hólmgeir Björnsson og Áslaug Helgadóttir 1988). Freyr 621 Grasspretta og hiti

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.