Freyr - 01.09.1990, Blaðsíða 16
flutningi matvæla milli heimshluta.
Hvert land eða landsvæði verður
að tryggja eigin fæðuöflun. Þær
þjóðir, sem treysta að verulegu
leyti á heimsverslun til að sinna
frumþörfum sínum fyrir fæðu, geta
lent í meiri erfiðleikum en aðrar, ef
uppskerubrestur verður.
Ég tel einnig ástæðu til að víkja
að því, að loftslagsbreytingar
munu ekki síður hafa áhrif á nátt-
úruleg vistkerfi en á landbúnað.
Víða getur skort skilyrði til þess að
þau aðlagist ört. Þannig er t.d.
spáð stórfelldum skógardauða.
Reyndar er aðlögun skógræktar
sérstaklega erfið, vegna þess hve
tré eru lengi að vaxa. I Bretlandi er
þegar farið að vara við því að gróð-
ursetja sitkagreni, vegna þess að
það muni ekki þrffast í hlýrra lofts-
lagi.
Aukinn koltvísýringurí
andrúmslofti.
í því sem á undan er komið,
hefur eingöngu verið tekið tillit til
áhrifa, sem breytingar á veðurfari
geta haft. Hins vegar getur breytt
samsetning andrúmslofts einnig
haft bein áhrif. Fyrst og fremst er
það aukning koltvísýrings, sem
gæti aukið sprettu. Við þekkjum
vel, að í gróðurhúsum er koltvísýr-
ingi bætt í loftið til að auka vöxt.
Samkvæmt lífeðlisfræðilegum
rannsóknum eykst tillífun með
auknum styrk koltvísýrings. Margt
bendir þó til. að aðrir þættir tak-
marki víða vöxt, svo að þessi áhrif
komi ekki beint fram.
Um þetta mætti hafa langt mál,
og sömuleiðis það, á hvern hátt
búskapur hefur áhrif á myndun
eða eyðingu þeirra efna í andrúms-
lofti, sem valda gróðurhúsaáhrif-
unum (meðferð mýra, sinu-
brennsla, búfjárhald), en það væri
efni í annað erindi.
Góðir fundarmenn!
Ég hef nú stiklað á stóru um
mikið efni og fæstu gert nokkur
skil að gagni. Ég nefndi í upphafi
nokkra þætti, sem þarf til virkjunar
okkar jarðarbúa á sólarljósinu til
matvælaöflunar. Þótt gróðurhúsa-
áhrifin komi fram, verður sólar-
ljósið lítt breytt, breytingar á
skýjafari verða vart svo miklar að
skipti sköpum. Jarðvegur verður
sömuleiðis hinn sami. Hins vegar
eru mörg svæði viðkvæm fyrir
breytingum á vatnsbúskap. Þá
mun tilflutningur á ræktunarbelt-
um valda því, að víða getur vantað
aðlagaðan nytjagróður, og nauð-
synlega ræktunarþekkingu getur
skort, þar sem nýir möguleikar
opnast. Nærtækt dæmi er að hugsa
til þess, ef skyndilega verður unnt
að rækta bygg víða hér á landi. Þá
mun koma að góðu gagni sú
reynsla, sem þegar er fengin af
byggrækt. Nú eru liðlega 6 áratugir
frá því byggrækt hófst að nýju í
tilraunaskyni. Hún hefur þó lítt
náð fótfestu fyrr en hin síðustu ár.
Sumpart er það merki þess, að
ákveðin ræktunarmenning hefur
fest rætur, þótt breytingar á mark-
aðsskilyrðum hafi e.t.v. ráðið
meiru. Miklu máli skiptir, að
markvisst er unnið að kynbótum á
byggi, þótt í smáum stfl sé. Þessar
kynbætur eru dæmi um rannsókn-
ir, sem geta búið í haginn fyrir þær
breytingar, sem spáð hefur verið.
Það er erfitt að spá. Ég fylli
flokk þeirra, sem telja hæpið að
spá miklu um gróðurhúsaáhrifin
umfram það að slá því föstu, að
miklar breytingar eru að verða á
meginþáttum í umhverfi okkar og
þær hljóta að valda breytingum á
landbúnaði um heim allan. Hætt er
við, að þær birtist sem skyndilegur
uppskerubrestur með meðfylgj-
andi hallæri. Þótt hallæri séu stað-
bundin, geta þau haft áhrif um
heim allan. Hin jákvæðari áhrif
loftslagsbreytinga munu skila sér
smátt og smátt, og því má búast
við, að hin neikvæðu yfirgnæfi
fyrst, hvað sem síðar verður.
Hvað Island varðar spái ég því,
að hagnýting lands til ræktunar,
bæði landbúnaðar og skógræktar,
muni verða mun mikilvægari þátt-
ur í tilveru þjóðarinnar en nú er,
jafnvel þótt svo fari, sem vel getur
verið, að hin beinu áhrif gangi hér
hjá garði. Rétt er að minna á, að
óvíða munu vera svo víðáttumikil
óræktuð en ræktanleg landssvæði
sem hér á landi.
Það skiptir mestu að mannlífið sé gott.
Frh. afbls. 620.
Frumkvæði heimamanna hefur
hins vegar verið sáralítið og svart-
sýnin er kannski þröskuldurinn.
Teljið þið það gróið viðhorf hér?
Já, og hvernig má annað vera eins
og saga þessarar sveitar hefur verið
undanfarna áratugi. Hafísárin í lok
sjöunda áratugarins tóku sinn toll
af íbúatölunni, kvótakerfið sýnir
sennilega sínar verstu hliðar þar
sem sauðfjárbúskapur er næstum
624 Freyr
eina lifibrauðið og núna eru menn í
sárum eftir refaævintýrið og verða
það næstu ár.
Utanaðkomandi aðstæður hafa
mikið breyst síðan við komum
hingað, hér er kominn sjálfvirkur
sími, rafmagnið hangir inni flesta
daga ársins og póstferðum hefur
fjölgað. Það er einna helst að sam-
göngumálin, mál málanna á svona
stað, þróist hægt.
Það sem annars skiptir mestu
máli um búsetu úti á landi hvort
sem það er hér eða annars staðar,
er að mannlífið sé gott, að fólk
langi til að eiga heima þar sem það
býr og að sveitin verði ekki ein-
hvers konar verbúð. Þetta hefur
víða verið vanrækt. að stuðla að
mannlífi sem er skemmtilegt og
auðgandi fyrir íbúana þó að at-
vinnan sé náttúrulega undirstaðan.
M.E.
17, SEPTEMBER 1990