Freyr - 01.09.1990, Side 18
Frá Hvanneyri. Með Framhaldsdeildinniþar var stofnað tilfyrsta innlenda háskólanámsins utan Reykjavíkur árið 1947
(Ljósm.: Gísli S verrisson).
Bjarni Guðmundsson,
Hvanneyri
Búvísindadeildin á Hvanneyri I
Nemendurog störf að námi loknu
Flestum mun kunnugt að við Hvanneyrarskóla er starfrœkt búvísindadeild. Deildin er
„vísindaleg frœðslu- og rannsóknastofnun á sviði landbúnaðar“ og á hún að veita
„vísindalega fræðslu í búfrœði og undirstöðugreinum hennar,“ svo að vitnað sé til
búfrœðslulaga nr. 55/1978, en eftir þeim starfar deildin.
Næstelsti innlendi háskólinn!
Búvísindadeildin rekur sögu sína
til haustsins 1947, er stofnað var til
framhaldsnáms fyrir búfræðinga á
Hvanneyri. Framhaldsdeildin,
eins og hún var löngunt nefnd,
varð fyrst og fremst til fyrir fram-
sýni og dugnað Guðmundar Jóns-
sonar, þáverandi skólastjóra þar.
Með búfræðslulögunum frá 1978
var háskólastig deildarinnar form-
lega staðfest.
Lengi vel efuðust ýmsir um eða
litu fram hjá því að þarna væri um
að ræða háskólanám í búfræði, svo
sem oft hefur gerst á bernskuárum
hliðstæðra stofnana. Nemendur
frá deildinni réðust þegar til starfa
við fræðslu, leiðbeiningar og síðar
rannsóknir í þágu landbúnaðarins,
svo sem nám þeirra stóð til. Hefur
hlutur þeirra við miðlun þekkingar
til bænda og í faglegri framvindu
landbúnaðarins orðið mikill, og
hafa þeir með störfum sínum borið
búvísindanáminu vitni.
626 Freyr
17, SEPTEMBER 1990