Freyr - 01.09.1990, Síða 19
Brottfall nemendafrá námi við Búvisindadeild er lítið og mun minna en gerist i
sambœrilegu háskólanámi. Myndin er úr nemendagarði á Hvanneyri (Ijósm.:
Gísli Sverrisson).
Nemendurfrá deildinni og helstu
störf þeirra.
Undanfarna mánuði hefur verið
unnið að því að endurskoða námið
við Búvísindadeild. Meðal annars
hefur verið reynt að greina fram-
tíðarþörf fyrir nám af þessu tagi og
rætt um það, hvernig náminu beri
að haga svo að uppfylla megi þess-
ar þarfir.
Ollum „framleiðendum" er það
hagsmunamál að vita um afdrif
afurða sinna, hvort og þá hvernig
markaðurinn tekur við henni. Út
frá því er metið hvort markmiði
„fyrirtækisins" er náð eða hvort
breyta þurfi til á einhvern veg. Að
sínu leyti er Búvísindadeild fram-
leiðandi sérmenntaðra starfskrafta
(búfræðikandidata) fyrir landbún-
aðinn. Fyrir framtíðarskipulag
náms og kennsluhátta við deildina
er gagnlegt að kanna hver var bak-
grunnur nemenda hennar, hvað
um þá hefur orðið, hvaða störf
tóku þeir sér fyrir hendur o.s.frv. í
þessu skyni var gerð dálítil athug-
un á nemendahópum, sem hófu
nám við Búvísindadeild á árunum
1972-1986, og áttu því að útskrifast
1975-1989. Samtals eru það átta
námshópar. Verður nú sagt frá
helstu niðurstöðum athugunarinn-
ar.
Innritun - brottfall nemenda.
Sá háttur hefur verið hafður á allt
frá stofnun deildarinnar að taka
nýnema aðeins inn annað hvert ár.
Á tímabilinu, sem könnunin nær
til, hafa að jafnaði 10-11 nýnemar
verið skráðir til náms í hverjum
hópi. Af þeim hafa að meðaltali 8-
9 lokið burtfararprófi. Brottfall
nemenda er mjög lítið, sé borið
miðað við annað háskólanám -
aðeins tæp 20%.
Til samanburðar má nefna, að
nýleg könnun á brottfalli nemenda
við ýmsar deildir Háskóla íslands
sýndi, að þar var það að meðaltali
47%. í Verkfræði- og raunvísinda-
deild, sem helst má bera Búvís-
indadeildina saman við, var brott-
fallið minna - um 42%. Hér verður
að hafa í huga, að inntökuskilyrði í
Búvísindadeild eru fremur ströng,
og skipan námsins þannig, að nem-
endur ráða hraða sínum síður en í
ntörgu öðru háskólanámi.
Svo til allir, sem hurfu frá námi í
Búvísindadeild, gerðu það á eða
að loknu fyrsta námsári. Meginá-
stæða brottfallsins er sú, að nem-
endur náðu ekki tilskilinni fram-
haldseinkunn, en nokkrir tóku til
við annað nám, svo sem búvísinda-
nám erlendis, eða annað háskóla-
nám innanlands.
Uppruni nemenda - kyn -
fjölsky I d u hag ir.
Um það bil 63% nemendanna voru
skráðir til heimilis í sveit, er þeir
hófu nám sitt við Búvísindadeild.
Hlutfall sveitamannanna var held-
ur hærra á fyrri helmingi tímabils-
ins (1975 til 1981) - 66% á móti
59% á seinni helmingi þess (1983
til 1989).
Meðalhlutfall stúlkna er 16%.
Hefur það hækkað verulega; var
5% framan af tímabilinu en 31% á
síðari hluta þess. í síðasta
námshópnum (þeim er braut-
skráðist 1989) náðu stúlkurnar
meirihluta í fyrsta sinn í sögu Bú-
vísindadeildar.
Svo er að sjá, að hlutur stúlkn-
anna hafi vaxið heldur hraðar í
nemendahópi Búvísindadeildar en
Bændadeildar skólans. Þessi þró-
un er þekkt úr erlendum landbún-
aðarháskólum, þar sem stúlkurnar
hasla sér í vaxandi mæli völl á sviði
búvísindanna.
Nemendum í sambúð af einu
eða öðru tagi hefur fjölgað á tíma-
bilinu, sem könnunin nær til, - úr
hér um bil 18% í 28%. Þetta end-
urspeglar almenna samfélagsþró-
un. Með tilkomu nemendagarð-
anna á Hvanneyri batnaði einnig
aðstaða fjölskyldufólks til náms
við Búvísindadeild.
Undirbúningsmenntun-
stúdentspróf- búfræðipróf.
Inntökuskilyrði í Búvísindadeild
eru búfræðipróf ineð fyrstu ein-
kunn og stúdentspróf eða jafngildi
þess í mikilvægum grunngreinum.
Um 94% nemenda, sem í Búvís-
indadeild komu á athugunartíma-
bilinu, voru búfræðingar frá
Hvanneyrarskóla, en 6% frá Hóla-
skóla. Ekki var um að ræða nem-
endur með búfræðipróf frá erlend-
um búnaðarskólum.
Af nemendunum höfðu 55%
stúdentspróf eða verulegan hluta
framhaldsskólanáms að baki, er
þeir hófu námið. Hlutfall þeirra
hefur hækkað mjög með árunum, -
17, SEPTEMBER 1990
Freyr 627