Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1990, Page 20

Freyr - 01.09.1990, Page 20
Árgarður og Hlégarður - nemendagarðar Búvísindadeildar, teknir í notkun 1987. Bygging garðanna stórbœtti aðstöðu búvísindanemanna á Hvanneyri (Ljósm.: Bjarni Guðmundsson). úr 42% í 72%. Hlutfall stúdenta í sveitamannahópnum er ögn lægra en í hópnum, sem kom úr þéttbýli (52% á móti 60%). Nokkrir nem- endur (tæp 5%) höfðu áður hafið háskólanám (m.a. í líffræði), sem þeir hurfu frá á ýmsum stigum. Frekara nám. Kannað var, hve margir höfðu far- ið í viðbótarnám að loknu prófi frá deildinni. Er þá talið allt nám, sem staðið hefur tvö misseri eða leng- ur. Töldust 28% nemenda hafa lagt slíkt nám fyrir sig, - liðlega tveir þriðju höfðu lokið því með einhvers konar iokaprófum þar af þrír (5%) með doktorsprófi. Nú er ekki réttmætt að telja hópinn frá 1989 með í þessum útreikningi, þar eð nemendum úr honum hefur vart gefist tími til að hefja framhalds- nám, hvað þá Ijúka því. Fellum við þann hóp út, verður hlutur kandi- data með framhaldsmenntun 33%. Af sveitamannahópnum voru það 24%, sem bætt höfðu við sig námi, en 36% af hinum. Hluta- munurinn á milli hópanna skýrist af því, hve margir úr fyrrnefnda hópnum hafa horfið til búskapar að námi loknu, eins og síðar verður vikið að. Við hvað starfa þeir? Búvísindanámið er fyrst og fremst sérfræðinám í þágu landbúnaðar- ins. Því var athugað hvaða störf brautskráðir nemendur höfðu val- ið sér. Störfin voru flokkuð í sex flokka. Var miðað við aðalstarf eins og af því fréttist í októbermán- uði 1989. Skiptust nemendur þannig eftir störfum, sjá mynd 1. Ekki verður annað sagt en nem- endur Búvísindadeildar nýtist landbúnaðinum vel, því að um það bil 90% þeirra nemenda, sem komu til starfa á tímabilinu 1975- 1989, eru nú í þjónustu hans með einum eða öðrum hætti. Skoða má skiptingu í stærstu starfshópunum eftir útskriftaraldri nemenda: Yngri Eldri hópur hópur (1975-1981) (1983-1989) Bændur 16% 50% Ráðunautar 38% 21% 37,30% 25,40% ■ Bændur IH Ráðunautar ffl Kenn. og ranns.menn □ Við önnur sérfr.störf ii Við nám m Ekki við landbúnað Skipting nemenda frá Búvísindadeild 1975-1989 eftir störfum. Allurþorriþeirra er nú að störfum íþága landbúnaðar- ins. 628 Freyr 17. SEPTEMBER 1990

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.