Freyr - 01.09.1990, Page 22
Pétur Þór Jónasson, ráðunautur,
Búnaðarfélagi Islands
Þróun í heyöflun á árunum
1981-1989
Miklar breytingar hafa orðið í heyverkun hér á landi síðustu ár. Par velditr mestu að
fjölmargir bœndur verka orðiðfóður í rúllum, þó að í mismiklum mœli sé. Um langtskeið
hafa bœndur verið hvattir til aukinnar votheysverkunar, einkum sunnan- og vestanlands.
Heldur hefur votheysverkun sótt á þó að mörgum hafi þótt miða hœgt.
Eðlilega hafa margir velt því fyrir
sér að undanförnu hvaða áhrif
rúlluverkunin hafi haft á þessa þró-
un. Upplýsingar um umfang þess-
arar heyverkunar hafa hins vegar
verið nokkuð óljósar.
Eftirfarandi samantekt er gerð í
því skyni að varpa nokkru Ijósi á
þróunina i heyöflun síðustu ár og
þá gífurlegu aukningu sem hefur
orðið í votheysverkun eftir til-
komu rúllutækninnar. Pessi sam-
antekt byggir á upplýsingum úr
Pétur Pór Jótiasson.
forðagæsluskýrslum. Forðagæslu-
skýrslur greina frá heyforða (bæði
uppskeru og fyrningum) í rúm-
metrum ásamt áætluðu fóðurgildi
(fóðureiningum í rúmmetra). Hér
eru einungis notaðar upplýsingar
forðagæslumanna um uppskeru,
en fyrningum sleppt.
Frá og með árinu 1986 hafa vot-
verkaðar rúllur verið skráðar undir
sérstakan lið. Fyrir þann tíma var
þess getið á skýrslunum, ef um var
að ræða rúllur. Hér á landi var fyrst
verkað í rúllum svo að einhverju
næmi sumarið 1983. Verkað var í
fáeinum rúllum í Nesi í Reykholts-
dal haustið 1982. Gögn úr forða-
gæsluskýrslum eru til á tölvutæku
formi f.o.m. árinu 1981 og tekur
þessi samantekt því yfir það tíma-
bil.
Þróunin á landinu í heild.
í 1. töflu má lesa hve mikið af
heyforðanum í landinu öllu var
verkað í þurrhey annars vegar og í
vothey hins vegar. Þriðji dálkurinn
er þurrheysígildi alls, sem hér er
kallað heildargróffóður, en hann
gefur gleggri mynd af mun í upp-
skeru milli ára en fyrri dálkarnir.
Rúmmetri votheys reiknast sem
ígildi tveggja rúmmetra af þurr-
heyi. Síðasti dálkurinn sýnir hlut-
deild votheys í heildargróffóðri
630 Freyr
17. SEPTEMBER 1990