Freyr - 01.09.1990, Qupperneq 23
reiknað út frá magntölum (vh% =
2*vh/2*vh+þh). Eins og sjá má
hefur vothey aukist jafnt og þétt og
árin 1988 og 1989 verður stóraukn-
ing og er komið í 485 þús. rúm-
metra, sem er liðlega fjórðungur
heyaflans eða 26,2%. Ég hef kosið
að reikna hlutdeild votheys út frá
magntölum, en einnig er hægt að
reikna út frá áætluðum fjölda fóð-
ureininga (sjá töflur í sviga), en
reynsla mín er að það gefi mjög
líka niðurstöðu. Þá má benda á
það að mat á magni er öruggara en
mat á fóðurgildi.
Aftasti dálkur töflunnar sýnir
vothey verkað í rúllum sem % af
votheyi alls. Þróunina í heildarvot-
heysmagni og rúlluvotheyi má
einnig lesa úr 1. mynd. A síðasta
ári var 61% votheys verkað í
rúllum og hafði aukist úr 122.489
rúmmetra í 295.197 rúmmetra
milli áranna 1988 og 1989 og er því
orðið um 16% af heildarheyfeng í
landinu. Aukningin í rúlluvotheyi
milli ára er því 172.708 rúmmetra á
sama tíma og aukningin í votheyi
alls er 158.957 rúmmetra, sem
staðfestir að nokkuð er um að
bændur hafa flutt sig yfir í rúllu-
verkun sem áður votverkuðu hey á
annan hátt.
í framhaldi af þessu kann að
vera fróðlegt að skoða hvernig
fjöldi þeirra bæja þar sem verkað
er gróffóður hefur breyst. Fyrsti
dálkurinn í 2. töflu sýnir heildar-
fjölda bæja í landinu þar sem verk-
að er gróffóður af einhverju tagi,
þurrhey eða vothey. Næstu tveir
dálkar sýna á hve mörgum bæjum
verkað er í þurrhey annars vegar
og vothey hins vegar og síðustu
tveir dálkarnir sýna aftur á móti
hve stór hluti bæja það er. Það sem
einkum er eftirtektarvert við þess-
ar tölur er hin mikla fjölgun bæja
milli áranna 1988 og 89, þar sem
verkað er í vothey. Árið 1989 er
verkað í vothey á 47% bæja í ein-
hverjum mæli. Jafnframt fjölgar
þeim sem eingöngu verka í vothey,
en hlutur þeirra sem verka í þurr-
hey hefur þá lækkað úr tæplega
99% í tæp 95%. Fjölgun votheys-
Fjöldi b»ja
2000 n------------
1500 -
Fjöldi bœja með votheysverkun árið 1981-1989.
1. tafla. Uppskera gróffóðurs árin 1981-1989.
Ár Þurrhcy (m3) Vothey (m3) Heildargróf- fóður Vothey % af grólf. Rúllur % af votheyi
1981 . . . 2.993.259 178.902 3.351.063 10.7 0
1982 . . 3.231.659 192.732 3.617.123 10.7 0
1983 . . 3.038.741 220.815 3.480.371 12.7 1.3
1984 . . 3.704.681 261.409 4.227.499 12.4 4.9
1985 . . 3.336.228 259.777 3.855.782 13.5 10.4
1986 . . 3.230.490 266.528 3.763.546 14.2 20.5
1987 . . 3.360.512 285.351 3.931.214 14.5 25.5
1988 . . 2.953.352 326.364 3.606.080 18.1(18.3) 37.5
1989 . . 2.736.737 485.321 3.707.379 26.2(25.2) 60.8
Tölurísviga sýna hlutdeild votheys í heildargróffóðri reiknað út frá áætluðu fóðurgildi.
2. tafla. Fjöldi bæja á landinu öllu eftir aðferðum við heyöflun
árin 1981-1989
Fjöldi hæja með % af hæjum með
Ár gróffóður þurrhev vothey þurrhey vothev
1981 . . 4137 4072 1263 98.4 31
1982 . . 4073 4011 1241 98.5 30
1983 . . 4020 3937 1333 97.9 33
1984 . . 3998 3940 1369 98.5 34
1985 . . 3955 3899 1300 98.6 33
1986 . . 3903 3829 1215 98.1 31
1987 . . 3805 3743 1213 98.4 32
1988 . . 3717 3613 1278 97.2 34
1989 . . 3695 3502 1731 94.8 47
17. SEPTEMBER 1990
Freyr 631