Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1990, Qupperneq 25

Freyr - 01.09.1990, Qupperneq 25
500 400 300 200 100 0 Fjöldi bœja með votheysverkun, ásamt fjölda bœja með verkun í rúllum og turnum eða gryfjum, eftir kjördæmum: Fjöldi beja RN VL VF NV NE AL SL Kjördæmi Vothey Rúllur í 1 Turn/Gryfja taldar. Öftustu þrír dálkarnir sýna í fyrsta lagi vothey sem hundraðs- hluta af heildargróffóðri og í öðru Iagir hve stór hundraðshluti rúll- urnar eru af votheyi og loks af gróffóðri alls. Athygli skal vakin á því að tölur í sviga sýna hlutdeild votheys í heyfeng árið 1982, árið áður en votverkun í rúllum hefst hér á landi. Á 3. mynd er sýnd hlutdeild votheys í heildargróf- fóðri árin 1982 og 1989 eftir kjör- dæmum. Eins og sjá má skera Vestfirðir sig algerlega úr hvað varðar mikla votheysverkun, en rúlluverkun er aftur á móti minnst þar. Verulegur munur er þó innan Vestfjarða á umfangi votheysverkunar og er hún langmest í Strandasýslu. Þar eru rúm 94% heyaflans verkuð í vothey en voru tæp 86% árið 1982. Aukning í votheysverkun hefur verið hlutfallslega mest á Austur- landi, en þar er jafnframt hæsta hlutfall votheys verkað í rúllum eða tæp 84%. Á Norðurlandi eystra eru rúm 79% verkuð í rúllum. Það vekur einnig athygli að á Vestfjörðum þar sem votheys- verkun hefur lengi verið ráðandi, er nálægt þriðjungur af votheyinu verkað í rúllum. Ef skoðaðar eru tölur um votheysverkun í einstök- um sýslum frá 1982 kemur í Ijós að votheysverkun var langminnst í Austur-Skaftafellssýslu og Eyja- fjarðarsýslu. 2,0% og2,5% heyafl- ans. Árið 1989 eru þessar tölur komnar upp í 33,3% og 15,6%. í 5. töflu er sýndur fjöldi bæja með þurrheys- eða votheysverkun í einstökum kjördæmum árið 1989. Aftasti dálkurinn sýnir hve stór hundraðshluti bæjanna í hverju kjördæmi er með votheysverkun. Tölur í sviga sýna samsvarandi töl- ur frá 1982 og endurspegla vel aukninguna í votheysverkun sem kom fram í 4. töflu. Vestfirðir eru þó undantekning, en þar hefur hlutfall bæja með votheysverkun lækkað h'tillega þrátt fyrir að stærri hluti heyaflans sé þar verkaður í vothey en áður. Á 4. mynd sést fjöldi bæja þar sem verkað er í vothey eftir kjördæmum og einnig hve margir þeirra eru með verkun í rúllum og í turnum eða grvfjum. Vera má að ýmsir hafi áhuga á að skoða þróunina nánar í einstök- um landshlutum, s.s. eftir sýslum. Um er að ræða of mikið talnasafn til að unnt sé að rekja þróunina svo náið hér, en í 6. töflu má lesa upplýsingar um það hvernig vot- heysöflun var háttað í einstökum sýslum á síðasta ári. Fyrsti talnadálkurinn sýnir heildarvotheysmagn í sýslunni og annar dálkurinn þann hluta vot- heysins sem er verkaður í rúllum. Áður er lítillega drepið á hlutdeild votheys í heidarfóðri í einstökum sýslum. Ef litið er aðeins nánar á hlutdeild rúlluvotheys í heildarvot- heysmagni kemur í ljós að hlutfall rúlla er hæst í Austur-Skaftafells- sýslu, 88%. Fast á eftir komaaðrar sýslur á Austúrlandi og Norður- 5. tafla. Fjöldi bæja eftir aðferðum við heyöflun og eftir kjördæm- um árið 1989 Fjöldi bæja með: % baeja gróffóður þurrhev vothey með vothev Reykjanes....................... 82 (117) 80 26 32(20) Vesturland .................... 608 (648) 589 297 49(34) Vestfirðir..................... 290 (329) 211 216 74(78) Norðurl.-V..................... 639 (691) 603 295 46(30) Noröurl. E..................... 678 ( 757) 660 286 42(19) Austurland..................... 435 (520) 418 190 44(18) Suðurland............... 963(1011) 941 421 44(29) Landið.................. 3691(4073) 3498 1728 47(30) () Tölur í sviga eru fyrir árið 1982 17, SEPTEMBER 1990 Freyr 633

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.