Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1990, Síða 30

Freyr - 01.09.1990, Síða 30
Óttar Geirsson, jarðræktarráðunautur Um hcyvcrkun Upplýsingarfrá hcyverkunarhópi Búnaðarfélags íslands Fyrir röskum áratug voru fjórir ráðunautar Búnaðarfélags íslands tilnefndir í sk. heyverkunarhóp, sem átti að beina kröftum sínum í auknum mœli að leiðbeiningum í heyverkun. I því tilefni tókum við fjórmenningarnir saman nokkur atriði sem varða aðstöðu bœnda til heyverkunar og studdumst þar fyrst og fremst við spjaldskrá Búnaðarfélagsins yfir jarðabœtur. Upplýsingarnar sem þá voru tekn- ar saman spönnuðu jarðabætur á árunum 1958 til 1978. Til fróðleiks skal nú sýnt hvernig staðan var tíu árum síðar, þ.e. árið 1988. Hlöðurými Fyrst skulum við líta á hlöðurými miðað við þá ræktun sem til er. Hlöðurými gefur okkur einhverja hugmynd um það hversu mikinn hluta heyfengs ætti að vera hægt að geyma til vetrarins á öruggan hátt. I 1. töflu er hlöðurými í rúmmetr- um á hvern ha túns skráð og skipt- ing þess í þurrheyshlöður og vot- heyshlöður. Það sem fyrst vekur athygli við þessa töflu er að votheysrými hefur aukist í hlutfalli við þurrheysrými. Á þessu 10 ára tímabili hefur breytt tækni við votheysverkun haft áhrif á byggingar. Verkun vot- heys í flatgryfjum varð til þess að votheyshlöður voru byggðar stærri en áður og það skýrir að einhverju leyti þá auknu hlutdeild sem vot- heyshlöður eru orðnar í hlöðurým- inu. En nánar um aðrar votheys- verkunaraðferðir og hlutfall milli votheys og þurrheys síðar. Eins og sjá má af 1. töflu er hlöðurými að meðaltali 20-30 rúmmetrar á hvern ha ræktaðs lands og er reyndar víða komið yfir 30 rúmmetra árið 1988. í töflunni sker Reykjanes sig dálítið úr og er eina svæðið þar sem hlöðurými á ha virðist hafa minnkað á þessu 10 ára tímabili. Þetta er þó trúlega ekki rétt, heldur sýnir þetta að skráning bæði túna og byggðra hlaða er ófullkomin í skýrslum Búnaðarfélagsins. Á starfssvæði 1. tafla. Hlöðurými á ha túns árin 1978 og 1988 t’urrheyshlööur Votheyshlööur Hlööur alls Hlutdeild 1978 1988 1978 1988 1978 1988 votheysrýmis m'/ha m'/ha m'/ha m'/ha m'/ha m'/ha í hlöðum, % 1978 1988 Reykjanes................................... 16,1 14,5 1,7 2,6 17,8 17,1 9,8 15,8 Vesturland.................................. 19,9 23,2 3,7 6,5 23,6 29,7 15,7 21,8 Vestfirðir.................................. 15,0 16,4 10,7 18,3 25,7 34,7 41,5 52,8 Norðurland vestra........................... 22,6 25,1 3,4 6,4 26,0 31,5 13,0 20,4 Norðurland eystra........................... 24,4 29,4 1,5 2,6 25,9 32,0 5,6 8,0 Austurland ................................. 18,2 21,9 1,8 3,2 20,0 25,1 8,8 12,8 Suðurland................................... 22,1 25,0 1,8 3,1 23,9 28,1 7,4 11,1 Allt landið................................ 21,2 24,4 2,7 5,0 23,9 29,4 14,5 20,3 638 FREYR 17. SEPTEMBER 1990

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.