Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1990, Side 31

Freyr - 01.09.1990, Side 31
2. tafla. Hlöður og heyfengur árið 1988 Þurrhey Vothey Hlööurými Heyfengur Hlöðurými Heyfengur þús. m3 þús. m' þús. m3 þús. m’ Reykjanes....... 51,3 56,5 5,1 6,8 Vesturland .... 440,5 427,5 67,5 60,9 Vestfirðir...... 118,6 100,6 75,7 58,4 Noröurland vestra 528,8 528,8 69,2 54,4 Norðurlandeystra 673,3 643,8 32,4 33,1 Austurland .... 356,4 261,7 27,8 38,8 Suðurland....... 1085,7 934,3 73,6 73,8 Alltlandið .... 3254,5 2953,1 351,4 326,4 Bsb. Kjalarnesþings eru margar jarðir og þar með mörg tún, sum stór, að hverfa undir þéttbýli og því er túnstærð oftalin í spjaldskrá Búnaðarfélagsins og trúlega er hvergi annars staðar á landinu að finna jafnmikið af óskráðum hlöð- um og þar, það eru hlöður hesta- manna og sauðfjáreigenda. Hlöður, sem reistar höfðu verið frá árinu 1958, rúmuðu árið 1978 um 73% af heyfengnum en 95% árið 1988, ef reiknað er með að uppskera sé 2000 FE af hverjum ha. Það sem á vantar hefur verið geymt í hlöðum, sem eru frá því fyrir 1958 eða það hefur verið geymt í heyjum úti. Árið 1978 voru hlöður samtals 3087 þús. rúmmetrar en heyfengur 3630 þús. rúmmetrar og 1988 var hlöðurýmið 3910 þús. rúmmetrar en heyfengur 3279 þús. m3. Árið 1978 hefur heyfengur því verið 17 % meiri en rúmaðist í hlöðum byggðum eftir 1958, en 1988 vant- aði 19% upp á að heyin fylltu allar hlöður. Af þessum tölum má draga þá ályktun að í heild eigi íslenskir bændur nú nóg hlöðurými fyrir þann heyfeng sem þeir geta fengið af túnum sínum í meðalárferði. Þessar tölur segja hins vegar ekk- ert um stöðu einstakra jarða. Hlutfall þurrheys-og votheysverkunar Eins og fram kemur í 1. töflu hér að framan hefur hlutdeild votheys- rýmis í hlöðum aukist frá árinu 1978 til 1988. Að meðaltali yfir landið hefur votheysrýmið vaxið úr 11,4% í 16,6% en skyldi vot- heysverkun hafa vaxið að sama skapi? í forðagæsluskýrslum kem- ur fram að 1978 voru 8,6% hey- fengsins vothey en 18,1% árið 1988. Votheysverkun hefur aukist enn meira en votheysrými. Þar kemur til sögu votheysverkun í rúlluböggum. í 2. töflu eru tölur úr skrám Búnaðarfélagsins um byggðar vot- heyshlöður og úr forðagæslu- skýrslum um heyfeng árið 1988. Þar vekur athygli hve votheysverk- un á Austuríandi er talin miklu meiri 1988 en votheyshlöður gefa tilefni til, og þar hlýtur skýringin að vera rúllubaggavothey. Vot- heysverkun er einnig meiri á Reykjanesi, Norðurlandi eystra og Suðurlandi heldur en hlöðurými segir til um af sömu ástæðum. Töl- urnar segja hins vegar ekkert um það, hvort rúllubaggagerð þar er meiri en á Vesturlandi, Vestfjörð- um og Norðurlandi vestra. Á þeim stöðum er hins vegar til hlöðurými til að verka allt það vothey, sem þar er verkað, en hvort heyið er f rúllum í hlöðunum eða ekki, kem- ur ekki fram í skýrslunum. Súgþurrkun 13. töflu kemur fram, hvernig ætla má að hlutfallið sé milli flatarmáls hlöðubygginga og súgþurrkunar- kerfa árin 1978 og 1988. Eftir þess- um tölum að dæma hafa hlöður án súgþurrkunar verið flestar að finna á Norðurlandi vestra og Suður- landi árið 1978 en árið 1988 er komið kerfi í allar hlöður eða a.m.k. hefur verið sett kerfi í jafn- mikið eða meira af hlöðum og byggt var frá 1958. Þar sem %- talan fer yfir 100 er það vegna þess að súgþurrkunarkerfi hafa verð sett í hlöður sem reistar voru fyrir 1958. Gera má ráð fyrir að nú séu súgþurrkunarkerfi í velflestum þurrheyshlöðum bænda og trúlega er blásari eða aðstaða til að blása í heyið í þeim flestum, þótt það komi hins vegar ekki fram í Stærð súgþurrkunarkerfa árin 1978 og 1988. Þurrheys- Súgþurrkunar- Súgþurrkunarkerfi hlööur m2 kerfi nr sem % af þurrheyshlöðu 1978 1988 1978 1988 1978 1988 Reykjanes......................... 9.149 10.239 8.742 9.473 95,6 108,1 Vesturland....................... 72.205 88.099 76.130 97.618 105,4 110,8 Vestfirðir....................... 21.331 23.724 22.962 25.349 107,6 106,8 Norðurland vestra................ 92.287 105.753 78.559 106.269 85,1 100,5 Norðurland eystra............... 108.398 134.661 112.260 143.769 103,6 106,8 Austurland....................... 57.905 71.287 59.647 72.673 103,0 102,1 Suðurland ...................... 185.491 217.137 173.227 218.739 93,4 100,7 Allt landið................ 547.235 650.899 531.527 673.890 97,1 103,5 17, SEPTEMBER 1990 Freyr 639

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.