Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1990, Side 32

Freyr - 01.09.1990, Side 32
Til þæginda við gegningar Sigurður Aðalsteinsson á Vað- brekku í Hrafnkelsdal hefur sent Frey meðfylgjandi mynd og texta. Hann lumar á fleiri hugmyndum, en gaman og gagniegt væri að fá hugmyndir frá lesendum blaðsins um góð ráð við búskapinn. Sigurður segir í skýringum með myndinni: „Hver þekkir ekki vandamálið með samfestinginn. Þegar maður hefur hann utan yfir stígvélin þá vilja skálmarnar skitna og trosna. Þess vegna útbjó frúin þessa renninga, þeir eru 15 senti- metra breiðir en mjókka að vísu lítillega þegar þeir eru faldaðir og stangaðir á samfestinginn. Renningarnir eru saumaðir á skálmarnar, ca. 1 sentimetra ofan við efri brún stígvéla, og leggjast niður yfir brúnirnar og varna því algerlega að heysalli og annað rusl fari ofan í stígvélin." skýrslum. Skýrslurnarsegjaheldur ekkert til um það, hvernig súg- þurrkunaraðstaðan er notuð né um virkni kerfisins. Og eins og áður hefur komið fram segja töl- urnar aðeins til um heildina en ekki um aðstöðu á einstökum jörð- um, þannig að enn getur verð ým- islegt ógert í þessum efnum hjá bændum. Lokaorð í stórum dráttum má draga þær ályktanir af þeim upplýsingum sem hér koma fram að heyverkunarað- staða bænda sé almennt komin í allgott horf. Það er þá fyrst og fremst háð því hvernig þeir nota aðstöðuna og halda henni við hver árangurinn verður. Þótt margt megi að votheysgerð í rúlluböggum finna, en engin hey- verkunaraðferð er gallalaus, er víst að engin heyverkunaraðferð sem 640 FREYR enn hefur verð fundin upp er jafn- góð til að bjarga heyi frá eyðilegg- ingu í óþurrkatíð, enda hefur ekki heyrst talað um neyðarástand í heyskap síðan rúllubaggar komu til sögu. Búast mætti við að fóðurgildi heyja ykist töluvert við bætta að- stöðu til heyverkunar, en reynslan sýnir annað. Fóðurgildi heyja hef- ur minnkað undanfarin ár. Astæð- urnar geta einkum verið tvær. Annað hvort kunna bændur ekki að nota bætta heyverkunaraðstöðu eða hráefnið sem þeir eru með í höndunum er lakara en áður. Eg hygg að síðari fullyrðingin eigi hér stærri hlut að máli, þ.e. hráefnið sé ekki eins gott og áður. Túnin eru eldri, grastegundir aðrar og sláttu- tími fylgir ekki breytingum í gróð- urfari. En það er efni í aðra grein. Visfrænt merki til danskra neytenda Danir merkja nú með sérstöku merki búvörur sem framleiddar eru á „lífrænan" hátt, þ.e. án þess að notaður sé við það tilbúinn áburður eða lyf. Merkið er stílfært 0 með kórónu innan í (0 fyrir 0kologi = vistfræði). Vörurnar eru merktar undir opinberu eftir- liti samkvæmt dönskum umhverf- isverndarlögum. Áhugi almenn- ings í Danmörku á framangreind- um búvörum virðist fara vaxandi og fjöldi þeirra bænda sem stunda lífrænan búskap í Danmörku er á fimmta hundrað. 17. SEPTEMBER 1990

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.