Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1990, Síða 34

Freyr - 01.09.1990, Síða 34
Magnús Sigsteinsson var ráðinn forstöðumaður Byggingaþjónustu Búnaðarfélags íslands frá 1. júní sl. Til hennar var stofnað í fram- haldi af því að ákveðið var að Byggingastofnun landbúnaðarins yrði lögð niður. Magnús er jafnframt bygginga- og bútækniráðunautur hjá Búnað- arfélagi íslands. Bjarni E. Guðleifsson, fram- kvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands, sem jafnframt hefur unnið að kalrannsóknum hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins við Tilraunastöðina á Möðru- völlum, mun frá 15. ágúst á þessu ári vinna að slíkum rannsóknum við Tilraunastöðina á Vágónes við Bodö í Norður-Noregi um eins árs skeið. Jafnframt hefur hann sagt lausu starfi sínu sem framkvæmda- stjóri Ræktunarfélags Norður- lands frá sama tíma. Sigurður Sigvaldason hefur verið ráðinn verkfræðingur hjá Bygg- ingaþjónustu Búnaðarfélags ís- lands. Hann var áður verkfræðing- ur hjá Byggingastofnun landbún- aðarins. Guðbjörn Árnason var ráðinn hag- fræðingur hjá Stéttarsambandi bænda frá 1. júní sl. í fjarveru Gunnlaugs A. Júlíussonar. Guðbjörn er frá Teigi í Fljótshlíð, fæddurárið 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá Framhalds- deild Samvinnuskólans árið 1981 og Dipl.lng. Agrar-prófi í land- búnaðarhagfræði frá Universitát Hohenheim í Stuttgart vorið 1990. Lokaritgerð hans fjallaði um þró- un framleiðslu og eftirspurnar á kjöti á íslandi á tímabilinu 1970- 1988. Sambýliskona hans er Hlín Hólm, llugumferðarstjóri, frá Keflavík. Eysteinn Traustason hefur verið ráðinn tækniteiknari hjá Bygginga- þjónustu Búnaðarfélags íslands. Eysteinn ólst upp á Hvanneyri en foreldrar hans eru Jakobína Jónasdóttir og Trausti Eyjólfsson kennari við Bændaskólann þar. Eysteinn Iauk prófi í tækniteikn- un frá Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi árið 1987. Helgi Jóhannesson tók við starfi ráðunautar hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna frá 1. maí 1990. Starf hans er nýtt hjá fyrirtækinu og er verkefni hans að leiðbeina fram- leiðendum garðávaxta og gróður- húsaafurða sem eru félagsmenn SFG. Einnig annast hann gæðaeft- irlit hjá fyrirtækinu. Helgi var áður kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykj- um. 642 FREYR 17.SEPTEMBER 1990

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.