Freyr - 01.09.1990, Qupperneq 36
Ný landbúnaðarstefna í Svíþjóð
Sænskur landbúnaður markaðsvæddur
með lögum frá Riksdagen
Sœnska þingið samþykkti í júní sl. að markaðsvœða landbúnaðinn með róttœkum
breytingum á landbúnaðarkerfinu. Ætlað er að 10-15 þúsund bændur bregði búi á nœstu
fimm árum en það er sá tími sem það á að taka að laga sœnskan landbúnað að nýja
kerfinu. Nú vinna 200 þúsund manns við landbúnað í Svíþjóð.
Með þessari uppstokkun á sænska
landbúnaðarkerfinu á að draga
saman framleiðslu og útflutning á
búvöru, mest á korni og mjólk, og
hvetja um leið til annarrar fram-
leiðslu, t.d. skógræktar.
Alls verður 13,6 milljörðum
sænskra króna varið til þess að
aðhæfa landbúnaðinn markaðs-
kerfinu á fimm árum. Af því fara
kr. 3,9 milljarðar til þess að styrkja
bændur til nýbreytni í búskap og er
þá helst rætt um skógrækt og land-
búnað sem lýtur að umhverfis-
vernd og lífrænum orkubúskap.
Markaðsaðlögun
Með því að leggja niður útflutn-
ingsbætur og framleiðslukvóta
telja sænsk stjórnvöld að hægt sé
að halda matvöruverði niðri og
aðhæfa landbúnaðinn markaðn-
um. Víðtæk samstaða náðist á
sænska þinginu um þessa nýju
landbúnaðarstefnu, nema að
Græningjar telja að lögin brjóti í
bága við stefnu þeirra í umhverfis-
og hollustuverndarmálum. Sam-
kvæmt lögunum á að draga úr
hefðbundinni búvöruframleiðslu
og gera sænskan landbúnað sam-
keppnishæfan við erlendan og
framleiðslan verður aðhæfð fram-
boði og eftirspurn. Fénu, 13,6
milljörðum sænskra króna, verður
varið til þriggja meginverkefna:
1) Að auðvelda rosknum bænd-
um að komast á eftirlaun.
2) Að bæta bændunt upp tekju-
tap sem þeir verða fyrir þegar
framleiðsla þeirra dregst saman
vegna minnkandi útflutnings.
3) Að styðja bændur til þess að
stunda nýjar búgreinar.
Talið er að leggja þurfi niður
hefðbundinn landbúnað á sjött-
ungi ræktaðs lands eða 500 þúsund
hekturum í Svíþjóð til að ná jafn-
vægi í búvöruframleiðslu.
Þegar eftir næstu áramót verða
bændum greiddar bætur eftir flat-
armáli ræktunarlands. Þær fara
síðan lækkandi og lýkur um
áramót 1994-1995. Þá hljóta
bændur, sem fara út í skógrækt eða
framleiðslu sem beinist að lífræn-
um orkubúskap, sérstaka styrki til
áramóta 1993-1994. Nýju lögin
heimila líka styrki til að halda jörð-
um trjá- og skóglausum. Það er
kallað að „viðhalda sveitalands-
lagi“ (hálla jordbrukslandskapet
öppet).
Með því að leggja niður mjólk-
urkvóta og hætta að greiða útflutn-
ingsbætur á mjólk er talið að
mjólkurverð lækki um tíma um
20—30% og að mjólkurkúm fækki
um 160þúsundniðurí400þúsund.
Hætt verður líka að greiða byggða-
styrk, nema í Noður-Svíþjóð, af
ótta við að land fari þar annars í
eyði.
Innflutningsvemd verður
áfram.
Jöfnunargjald verður áfram lagt á
innfluttar búvörur til Svíþjóðar.
Þess vegna leiðir nýja landbúnað-
arstefnan ekki til lægra matvöru-
verðs nema innlendar vörur lækki
fyrst.
Sænskirbændur
vonsviknir.
Breytingar á landbúnaðarkerfinu
hafa um árabil verið á dagskrá í
Svíþjóð í viðræðum rnilli stjórn-
valda og LRF, stéttarsambands
sænskra bænda. Forystumenn
LRF segjast hafa orðið fyrir von-
brigðum með nýju lögin og gagn-
rýna yfirvöld fyrir að hafa farið of
geyst í sakirnar á óljósum forsend-
um. Það sé með öllu ófyrirséð til
hvers nýja stefnan leiði og óvíst
hvernig síðan verði brugðist við.
Sænskir bændur telja að þessar að-
gerðir valdi meira atvinnuleysi í
þeirra röðum en ætlað er. Margir
forystumenn sænskra bænda eru
svartsýnir á að fimm ára áætlunin
takist ef hætt verður með öllu að
styrkja útflutning, því að það leiði
til verðhruns á búvörum og upp-
lausnar í landbúnaði. Aðrir benda
á að siðferðissjónarmið vegi þungt
og telja siðlaust að draga úr mat-
vælaframleiðslu þegar þurrð sé á
mat víða um heim.
Byggl á heimildum frá
Upplýsingaþjónuslu landbúnaðarins.
644 FREYR
17. SEPTEMBER 1990