Freyr - 01.09.1990, Side 37
Landsmarkaskrá 1989
Markaglöggir menn hafa löng-
um notið virðingar og verið eftir-
sóttir á réttum og í fjárragi til þess
að þekkja mörk og skera úr um
vafamörk, og helst þá fé er dregið í
úrtíning. Meira reyndi þó áður fyrr
á þá íþrótt að vera minnugur á
mörk þegar engar voru marka-
skrár. Elstu þekktu markaskrár
hér á landi voru handskrifaðar fyr-
ir tæpum tvö hundruð árum fyrir
einstaka sveitir, síðar fyrir sýslur.
Líklegt er þó að lengi áður hafi
hreppstjórar átt skrár um mörk í
næsta nágrenni sínu þó að ekki séu
þekktar heimildir um það. Ein-
staka menn hafa orðið landsfrægir
fyrir það að þekkja og muna öll
mörk í sinni sýslu og jafnvel hinum
næstu. Dæmi um það er Marka-
Leifi.
Búnaðarfélag íslands hefur nú
gefið út fyrstu landsmarkaskrána,
undir ritstjórn dr. Ólafs R. Dýr-
mundssonar. Þetta er væn bók að
vöxtum með stinnum kápuspjöld-
um, á stærð við símaskrána.
í fróðlegum formála sem Ólafur
skrifar fyrir bókinni drepur hann
nokkuð á það sem vitað er um sögu
eyrnamarka sauðfjár. Þar segir
m.a.: „Árið 1855 komu fyrstu
prentuðu markaskrárnar út, hafa
þær haldist með svipuðum hætti
síðan og verið endurskoðaðar og
gefnar út all reglulega. Mörkum
mun hafa fjölgað mjög á síðari
hluta 19. aldar og um og upp úr
síðustu aldamótum komu fram
ýmsar tillögur um skýrari reglur
varðandi skráningu, birtingu og
notkun búfjármarka.“
Síðan hefur verið bætt úr mörgu
í þessum efnum, m.a. með því að
samræma markaheiti og marka-
skrár og að útrýma sammerking-
um.
Þegarmarkaskrá 1988varundir-
búin var Iögð áhersla á að fella
LANDSMARKASKRÁ
1989
Ólalur R. Dýrmundsson
hafði umsjón með útgáfunm
Ulgefanði
Bunaðartelag Islands
Reykiavik. 1990
niður síðustu óleyfilegar sammerk-
ingar í landinu og unnu marka-
verðir gott starf við það. Getur
Ólafur R. Dýrmundsson þess að
flestir markaeigendur hafi þar sýnt
góðan skilning. Markanefnd skar
úr um á annað hundrað mál sem til
hennar var vísað.
Öll búfjármörk á landinu voru
skráð í tölvu hjá Búnaðarfélagi
íslands og var nú unnt að gefa þau
út í einni skrá. I þessari fyrstu
landsmarkaskrá eru alls 20941
markanúmer, en oftast eru margir
eigendur að sama marki, enda þá
búsettir víðsfjarri hver öðrum.
Eins og í markaskrám frá 1988 má
sjá framan við einstaka mark ýmist
táknið * eða F. Hið fyrra merkir að
eiganda þess sé heimilt að nota það
fyrir stórgripi en ekki á sauðfé.
F táknar að eigandi þess megi hafa
markið á fullorðnu fé en ekki
marka lömb undir það. Nýmæli er
það að í landsmarkaskránni að birt
er bæja- og staðaskrá með númer-
um allra marka, skráða á viðkom-
andi bæ eða stað, án tillits til eig-
anda. Hins vegar er þar ekki
nafnaskrá markeigenda eins og
tíðkast í sýslu- og svæðaskrám og
mun ýmsum eftirsjá að því. í lands-
markaskránni er skrá yfir
sýslutákn og númer allra sveitarfé-
laga í landinu. Þá eru þar skráð
markaheiti sem voru samræmd í
reglugerð um mörk og takmörkun
á sammerkingu búfjár 1987. Mark-
heiti verða nú eins um allt land.
Þannig er hamarskorið nú t.d.
nefnt hamrað, stýfaður helmingur,
stýft af; hálft af og vaglskorið er
nefnt stig o.s.frv. Enginn vafi er á
að hagkvæmt sé að samræma
markaheiti, en tungan verður
svolítið fátækari á eftir þegar
gömlu heitin gleymast. Töflur eru
yfir markaskrár 1988 og marka-
verði 1989, ennfremur fyrir svo-
nefnt markavarðamörk, en það
eru þau mörk sem eru í vörslu
markavarða. Þá eru birt í bókinni
Lög um afréttamálefni, fjallskil
o.fl. og Reglugerð um búfjármörk,
markaskár og takmörkum á sam-
merkingum búfjár. Þar hefði þurft
að vera sérkort yfir allar sauðfjár-
veikivarnagirðingar, en kort yfir
litamerkingu búfjár á íslandi sýnir
þær ekki allar.
I heild er þessi fyrsta lands-
markaskrá myndarlegt rit og vand-
að og þeim sem að því hafa unnið
og útgefanda til sóma. Skráin er
432 bls., hún fæst hjá Búnaðarfé-
lagi íslands og kostar 4000 kr.
J.J.D.