Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1990, Síða 38

Freyr - 01.09.1990, Síða 38
Uraldarsögu Búnaðarfélags Þingeyrarhrepps ÚR ALDARSÖGU BÚNADARFÉIAGS ÞINGEYRARHREPPS 1889-1989 Út er komið ritið „Úr aldarsögu Búnaðarfélags Þingeyrarhrepps, 1889-1989“ og ber heiti þess með sér um hvað það fjallar. Bjarni Guðmundsson, kennari á Hvann- eyri, sem er frá Kirkjubóli í Þing- eyrarhreppi, tók efnið saman úr fundargerðarbókum og reikning- um félagsins sem og ýmsum fleiri gögnum, þ.e. gögnum fleiri félaga í hreppnum, jarðabótaskýrslum, bréfasafni Sigurðar Sigurðarsonar, ráðunautar hjá Búnaðarfélagi íslands, sem var fyrsti starfsmaður félagsins, o.fl. Greint er frá helstu verkefnum félagsins og ýmsum málum sem það hefur fjallað um á aldarlöng- um ferli sínum. Það er jafnframt aldarspegill um það hvað um var að vera í íslenskum landbúnaði á hverjum tíma. Af einstökum verk- efnum er jarðyrkja og ræktun mest áberandi í starfi félagsins, þar sem fyrst var beitt hestum fyrir jarð- yrkjuverkfæri, síðar dráttarvélum og loks jarðýtum. Þá hafa kynbæt- ur og bætt meðferð búfjár verið verkefni félagsins frá upphafi. Hér eru ekki tök á að telja upp öll þau fjölþættu verkefni sem fé- lagið hefur haft á sinni könnu, en með beinum tilvitnunum í fundar- gerðir má greina það andrúmsloft sem ríkti á hverjum tíma; uppgang og framfarahug, kreppu, fylgifiska heimstyrjalda, veltiár og samdrátt- artíma í búskap sem gengið hafa yfir umdæmi Búnaðarfélag Þing- eyrarhrepps eins og annars staðar á landinu. Ritið er 32 bls., prýtt myndum og súluritum. Það er á boðstólum hjá umsjónarmanni þess, Bjarna Guðmundssyni a Hvanneyri. M.E. BÆNDUR Tœkin sem þið getið treyst ELFA GÆÐA TÆKI Valin úrvals merki með áratuga reynslu ELFA-OSO ELFA-CTC Hitakútar úr ryðf ríu stáli Fjölbrennslukatlar - Olíukatlar - Góð einangrun - Frábœr ending Rafmagnskatlar. Mjög góð Stœrðir 30-50-120-200-300 Itr. hitanýting.Tœknileg ráðgjöf. (®XS) 0<SX®XS) ELFA-VORTICE Loftrœstviftur fyrir gripahús. Einnig fyrirliggjandi viftur fyrir íbúðarhús. - Margar gerðir. Blomberg Heimilistæki Eldavélar - (sskápar - Gufu- gleypar-Þvottavélar-Þurrkar- arogfleira. Hagstœtt verð og góðir greiðsluskilmálar. Leitið upplýsinga. sy/ Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28, sími (91) 622900.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.