Freyr - 01.09.1990, Síða 39
Fréttabréf veiðistjóra
Út er komið 8. tbl. Fréttabréfs
veiðistjóra, 6. árgangur, en útgáfa
þess hefur legið niðri um hríð af
ýmsum ástæðum.
Samkvæmt lögum um hið ný-
stofnaða umhverfisráðuneyti flyst
embætti veiðistjóra frá Iandbúnað-
arráðuneyti til umhverfisráðuneyt-
is. Páll Hersteinsson veiðistjóri
getur þess í formála að hann telji
þann flutning réttlætanlegan á
þeirri forsendu að embættið hljóti
smám saman að þjóna fleirum en
bændum, þó að sú þjónusta verði
alltaf mikilvægurþáttur. Embættið
vinni nú þegar fyrir fleiri atvinnu-
vegi en landbúnað, t.d. fyrirtæki í
fiskvinnslu, fiskeldi o.fl.
Um aðgerðir til að hafa áhrif á
stærð einstakra dýrastofna segir
veiðistjóri að mikilvægt sé að gera
sér grein fyrir því að embætti veiði-
stjóra líti hlutlaust á stofna villtra
dýra og að það hljóti að reyna að
samræma hagsmuni bænda og at-
vinnuveganna annars vegar og
hagsmuni náttúrunnar hins vegar.
Stundum fari þessir hagsmunir
saman en ekki alltaf. Því fari fjarri
að það séu ávallt hagsmunir nátt-
úrunnar að allar tegundir skuli
friðaðar og ekki séu það einu sinni
alltaf hagsmunir viðkomandi
stofns að vera friðaður, „þótt það
séu að vísu hagsmunir viðkomandi
einstaklings að vera ekki veiddur“.
Veiðistjóri bendir á að tilfinn-
ingasemi megi ekki ráða þegar
ákvarða á veiðar og friðun og vísar
til þess hvaða áhrif tilfinningasemi
hefur haft á markað fyrir selskinn
og um leið fyrir stjórn selveiða hér
á landi. En jafnframt sé annars
konar tilfinningasemi, þ.e.a.s. hat-
ur, jafnvarasamur grunnur þegar
ákveða skal stærð stofns.
Hagnýtar dýrafræðirannsóknir
hófust fyrir nokkrum árum hjá
veiðistjóraembættinu og jukust
með því að veitt var fé á fjárlögum
þessa árs sérstaklega til þess að
rannsaka það hve sílamáfur verpir
víða á Suðurlandi og sömuleiðis að
kanna yfirferð svartbaks og
sílamáfs. Til þessa verkefnis var
ráðinn Arnór Þórir Sigfússon líf-
fræðingur.
Um muninn á hagnýtum og
grundvallarrannsóknum segir
veiðistjóri að hagnýtum rannsókn-
um sé einkum ætlað að svara
spurningum um hagnýtar leiðir til
þess að hafa áhrif á núttúruna í
kringum sig en með grundvallar-
rannsóknum sé reynt að skýra
hvers vegna náttúran sé eins og
hún er.
í tilefni af átakinu „Norrænt um-
hverfisár“ getur veiðistjóri þess að
íslendingar hafi lengi ímyndað sér
að þeir séu góðu börnin í umhverf-
ismálum en það sé öðru nær. „Hér
á landi eru frárennsli og sorpeyð-
ing mjög víða í mesta ólestri“.
Þetta verkar á stofnstærð og út-
breiðslu máfa og hrafna og greiðir
fyrir útbreiðslu skaðlegra gerla t.d.
Salmonellu.
Ný og mannúðleg aðferð við
vinnslu yrðlinga á grenjum heitir
grein eftir Einar Guðnason og
Hrafnkel Karlsson, þar sem þeir
segja frá reynslu sinni af því að
nota bandarískar gildrur af gerð-
inni Conibear 160-2.
Páll Hersteinsson skrifar um
nýtt hundahús veiðistjóraembætt-
isins, einnig greinarnar Hlutfall
mórauða og hvíta litarafbrigðisins í
íslenska refastofninum og Máfar,
hrafnar, búfé og salmonella. Þar
segir m.a.: „Með því að hætta að
laða til sín hrafna allan veturinn
má einnig fyrirbyggja tjón á sauð-
burði ...“ Sami höfundur ritar
greinina Frjósemi refastofnsins.
Þar varpar hann fram þeirri kenn-
ingu að íslenski refurinn sé upp-
runalega kominn af frjósamari
stofni refa en hann er nú og rök-
styður hana. Páll ritar einnig fleiri
greinar í Fréttabréfið. Arnór Þórir
Sigfússon líffræðingur, sem hefur
sérhæft sig í lifnaðarháttum sjó-
fugla, ritar greinarnar Merkingar á
máfum, Greiningar á íslenskum
máfum og Skráning máfavarpa.
J.J.D.
Lausaganga skemmir
klaufir nautgripa.
hefur Nordisk Jordbrugsforskning
eftir sænskum dýralækni. Krister
Berg í Skörum. Segir hann að það
þurfi að lóga mörgum mjólkurkúm
af þeim sökum í Svíþjóð. Ástæðan
eru viðbrigði að fara af bási á gróft,
steinsteypt gólf eða á steypta
rimla.