Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1990, Side 8

Freyr - 01.11.1990, Side 8
Könnun á viðhorfum kúabænda Snemma árs 1990 kannaði Fagráð í nautgriparækt viðhorf kúabænda að tilhlutan Landssambands kúabænda. Búvfsindadeild Bændaskólans á Hvanneyri vann úr gögnunum. Bændaskólinn á Hvanneyri hefur gefið út rit um könnunina og niðurstöður hennar (Fjölrit nr. 61 1990). Helmingi mjólkurframleiðanda í landinu, alls 834, voru sendir spurningalistar en 400 svöruðu. Yngstu bændurnir voru duglegastir að að svara. Svarendur höfðu að meðaltali 22 kýr í fjósi, en rými fyrir 28 kýr. Framleiðsluréttur þeirra var a.m.t. 75 þúsund lítrar. Fram kom að menn voru bjartsýnir um framtíð kúabúskapar. Fundir hreppabúnaðarfé- laga voru best sóttir af þeim fundum sem um var spurt og kúabændafélög og búnaðarfélög eru vin- sælust sem umræðuvettvangur fag- og félagsmála bænda. Svarendur vilja nreiri rannsóknir og leið- beiningar á þeim þáttum búrekstrar sem um var spurt, einkum þó á júgurbólgu- og sjúkdómsvörn- um. Hvað leiðbeiningaþjónustu snerti lögðu bænd- ur mikla áherslu á persónulegar leiðbeiningar. Meira um viðhorf kúabænda Kúabændur nota mikið ársrit Búnaðarfélagsins, Nautgriparæktina, að því er frarn kemur í könnun- inni. í rannsóknum á öflun og verkun gróffóðurs lögðu bændur mesta áherslu á rannsóknir á verkun heys í rúllum. Svarendur höfðu nokkurn áhuga á námskeiðum fyrir kúabændur á vegum bændaskól- anna. Námskeið um fóðurverkun áttu mestu fylgi að fagna, en helst vildu menn stutt námskeið heima í héraði. Fjónusta mjólkureftirlits mjólkurbúa og þjónusta dýralækna líkaði mönnum vel og flestir vildu koma á heilbrigðiskortum fyrir nautgripi. Ekki var talið tímabært að taka tillit til frumutölu mjólkur þegar hún er flokkuð. en menn voru því hlynntir að teknar verði upp sérstakar greiðslur fyrir úrvalsmjólk. Fáir vildu að flutt yrði inn nýtt mjólkurkyn, en skiptar skoðanir voru um innflutn- ing á nýju holdanautakyni. 832 Freyr 150 milljarðar til Austur-Þýskalands Landbúnaður í Austur-Þýskalandi þarf að fá 150 milljarða króna fjárhagsstuðning fram til 1992 að því er kemur fram í áliti frá stjórnarnefnd EB. Nefndin leggur til að austur-þýskir bændur fái 6.570.000 tonna mjólkurkvóta sem er fimmtungi minna en þeir framleiða nú. Landssvæði þau sem áður tilheyrðu Austur-Þýskalandi eiga að fá fimm ár til að laga sig að reglum EB um hreinsun lofts og vatns. Vcrða álaveiðar aukabúgrein? Aðilar í Hveragerði hafa verið að athuga með möguleika á að hefja álaveiðar með tilliti til út- flutnings. Markaðskannanir hafa staðið yfir nú um nokkurn tíma og virðast þær lofa góðu. Veiðarnar myndu byggjast upp á að gerður væri samningur við bændur um að þeir tækju að sér veiðarnar og geymdu álinn en söluaðilar myndu síðan safna honum saman með nokkru millibili og flytja hann á stað þar sem flokkun og geynrsla yrði fyrir hendi. Allinn verðursíðan fluttur á rnarkað þegar von er á að sem best verð fáist fyrir hann. Forsvarsmaður fyrrnefndra aðila í Hveragerði, Friðrik Sigurðsson, fiskeldisfræðingur, sagði í við- tali við Frey að smærri állinn yrði einnig tekinn að einhverju leyti, og væru í gangi tilraunir með að koma honum á fóður og fá hann til að stækka. Samfara þessu yrðu allar upplýsingar vel þegnar um hugsanlega staði þar sem gleráll væri finnanleg- ur. Með því að veiða hann hér væri hægt að leggja grunninn að álaeldi hér á landi, en sem kunnugt er hefur ekki þótt hættandi á að flytja inn glerál vegna smithættu. Áll finnst á megin hluta landsins en frekar litlar rannsóknir hafa verið gerðar á útbreiðslu hans. Aðilar sem stunduðu þessar veiðar á árum áður hafa talið mikinn möguleika á veiðum og það í töluverðu magni. 21. NÓVEMBER 1990

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.