Freyr - 01.11.1990, Qupperneq 12
var bæði með kýr og kindur og
hesta, en fyrir þremur árum hætti
ég alveg með kindur, á enga kind
og í fyrra haust hætti ég við hestana
og er eingöngu með nautgripi
núna.
Af hverju fækkaðir þú búgreinum?
Magnús hugsar sig um stutta stund
en segir svo: í>að var aö mestu leyti
vegna kvótamála. Ég var einn af
þeim sem dró saman búskap sam-
kvæmt beiðni búnaðaryfirvalda,
fækkaði þá kindum talsvert. Ég var
með 200-250 kindur þegar ég hafði
mest og þetta var komið niður í
60-80 kindur sem ég var með síð-
ustu árin, og mér fannst ég ekki
hafa það út úr kindunum sem ég
þurfti af því þær voru svona fáar.
Ég var ekkert lengur að gera við í
fjárhúsunum þó þær hefðu verið
150. Það er nánast sama vinnan
sem þarf í það. Ég ákvað því að
hætta alveg með kindurnar.
Hvernig kannt þú við það?
Ég get varla sagt að ég kunni því
vel að sjá þrjú hundruð kinda hús
standa alauð og ónotuð. Þetta er
fjárfesting sem gæti skilað góðum
tekjum ef maður mætti hafa skepn-
ur þar í.
Att þú góða reiðhesta?
Ég hafði bara reiðhesta til að fara á
í göngur. Ég hafði reyndar gaman
af því að fara á hestbak hérna í
gamla daga en það dró alltaf úr því
meira og meira. Ég hafði að vísu
ánægju af því að vita af þessum
hestum mínum í haganum og að
hafa þá í húsi og dútla við þá, en
ákvað að hætta við þá líka og seldi
tvo síðustu hestana mína.
Og þá er það kúabúið.
Ég byggði fjós og tók það í notkun
árið 1976 áður en skerðingin kom
til. Hlöðuna byggði ég svo 1977. í
fjósinu eru 43 básar og lausaganga
líka, og nú er ég með svona 80-90
hausa í því.
Elur þú nautgripi til slátrunar?
Ég hef ekki gert mikið að því. en er
þó með svolítið af kálfum núna
sem ég ætla til þess. Þegar bændur
þurfa að draga saman sína fram-
leiðslu, erekki ástæða til annarsen
að þeir aii sjálfir upp kálfa til kjöt-
framleiðslu til þess að drýgja tekj-
urnar með því.
Hvernig jörð er Fagriskógurtil
búskapar?
Ég held að megi segja að hún sé
góð til búskapar. Hún er ekki stór
og stundum er svolítið áfallasamt
vegna kals í hluta af túninu, en
túnið hérna suður með bökkunum
stendur sig alltaf vel. En jörðin er
að mörgu leyti þægileg til búskap-
ar.
Er sjávargagn hér í Fagraskógi?
Það var það hér áður fyrr en ekki
lengur. Stefán afi gerði héðan út
sexæringa og áttæring og hér voru
sjóbúðir og hann réði menn á þessa
báta. Þess vegna stendur þessi
staur hérna niðri í túninu, sem
margir hafa spurt mig eftir. (Hér er
Magnús að tala um gildan rekavið-
ardrumb sem stendur hálfur í jörðu
á sjávarbakkanum í jaðri túnsins í
Fagraskógi). Það eru minjar um
þessa útgerð. Þessi staur, var mér
sagt, stóð á móti þremur öðrum
þar sem línan var hengt upp og
þurrkuð. Staurinn er þarna ennþá
og ég hef hugsað mér að lofa hon-
um að standa meðan hann getur,
þó hann sé reyndar til trafala þarna
í miðju stykki. En hann á sér sína
sögu.
Hefurselurverið hértil nytja?
Ekki til nytja. Faðir minn skaut
aldrei úr byssu. Ég hef að vísu
skotið nokkra seli um æfina og hef
reyndar nýtt þá en svo ekki meir.
Eg hef frétt að verið sé að koma
upp vísi að nýjum skógi hér í
Fagraskógi.
Við byrjuðum á því hjónin árið
1981, girtum hér land úti í Torfnes-
hólum, svo kölluðu. Það er búið að
gróðursetja um 15 þúsund plöntur
og ekkert sem bendir til annars en
hægt sé að koma upp skógi. Það er
þó greinilegt að lerkið er langdug-
legast við þær aðstæður sem hér
eru en auk þess höfum við plantað
birki, ösp, blágreni, stafafuru og
selju, og það er gaman að sjá hvað
ntikið af allskonar gróðri hefur
skotið upp síðan friðað var, t.d.
birki og víðitegundir og ýmsar
blómjurtir að ógleymdum berjum
sem varla sáust áður. Landslagið
er líka mjög skemmtilegt að
mínurn dómi, hólar, klettar og
836 Freyr
21. NÓVEMBER 1990