Freyr - 01.11.1990, Blaðsíða 14
Auður Björnsdóltir.
Gott að koma í Fagraskóg
Auður Björnsdóttir í Fagraskógi tekin tali
llún er fœdd og uppalin í Ölduhrygg í Svarfaðardal, dóttir Björns Jónssonar frá Hóli
fram og Þorbjargar Vilhjálmsdóttur frá Bakka þar ísveit. Vilhjálmur Einarsson á Bakka,
afiAuðar, var einn mesti framkvœmda- ogframfarabóndi íSvarfaðardal á sinni tíð. Hún
giftist Magnúsi Stefánssyni í Fagraskógi árið 1956.
Fannst þér viðbrigði að koma utan
úrSvarfaðardal og hingað inneftir?
Já, það voru þó nokkuð mikil við-
brigði og það tók mig langan tíma
að sætta mig við sjóinn og eiga
heima svona nálægt honum. En
þegar ég er nú búin að taka hann í
sátt. þá mundi ég ekki geta hugsað
mér að breyta til ineð það.
Varekki líka átakfyrirþig
kornunga stúlkuna að taka við
húsmóðurhlutverki á þessu
landsfræga bóli?
838 FREYR
Jú, á vissan hátt. Það var líka að
mörgu leyti öðruvísi heimilisbrag-
ur hérna en ég hafði vanist og mikil
viðbrigði fyrir mig, unga stúlkuna,
að koma inn í heimilið. Á þeim
tíma leituðu margir vegfarendur
hingað í ófærð og vondum verðum.
Pað hefur minnkað mjög mikið
með bættum samgöngum.
Eg minnist þess að oft heyrði ég
um það talað heima í Svarfaðardal
hvað fólki þótti gott að koma í
Fagraskóg þegar eitthvað bar út af
í ferðum til Akureyrar og þá ekki
síst svarfdælsku
mjólkurbílstjórunum sem áttu hér
víst athvarf í erfiðum vetrarferðum
Þetta var svona þeirra Varmahlíð,
má segja, sagði Auður og hló.
Finnst þér að staða húsfreyju í
sveit hafi breyst í þinni tíð?
Eg veit ekki hvort hún hefur breyst
svo mikið, ég held ekki. Það af-
skaplega mikilvægt fyrir hvert
heimili að hafa góða húsfreyju þó
ég sé ekki að segja að ég hafi verið
21, NÓVEMBER 1990