Freyr - 01.11.1990, Side 19
Páll Sigbjörnsson, fyrrv. héraðsráðunautur,
Egilsstöðum
Upphaf nytjaskógræktará íslandi
Með samþykkt lagafrumvarps um Héraðsskóga, sem lá fyrir síðasta alþingi og verður
vœntanlega lagt fram og samþykkt sem lög frá nýju þingi á þessu hausti, verður mótuð
stefna og lagður grundvöllur að alvöru skógrœkt til timburframleiðslu hér á landi og á
þann hátt byggð upp ný auðlind, sem getur haft afgerandi áhrifá efnahag og menningarlíf
fólksins í landinu á næstu öld.
Öldin okkar, sem nú kallast eldri
borgarar, 20. öldin, er senn liðin.
Hún hefur vissulega fært okkur
Islendingum margt af því, sem for-
feður okkar þráðu, en fengu ekki
notið. nema þá í framtíðarsýn.
Eitt af því, sem þeir þráðu heitt
var skjól skóga, sem landið okkar
var svo sárlega fátækt af, en ná-
grannalöndin.
Strax í upphafi aldarinnar hófust
brautryðjendur okkar handa með
tilraunir til skógræktar. Segja má
að sú viðleitni hafi skilað nokkrum
árangri. En það hefur þó tekið
þjóðina ótrúlega langan tíma að
sannfærast um að nytjaskógrækt til
viðarframleiðslu geti þrifist í land-
inu. Pað er fyrst nú þegar trén í
elstu reitunum, sem ekki var plant-
að í fyrr en undir miðja öldina, eru
farin að gefa nýtilegt efni í borð-
við, að því er almennt trúað, að hér
geti vaxið timburskógar.
Fólki í veiðimannaþjóðfélögum,
eins og okkar þjóðfélag er stund-
um nefnt, ergjarnt til að láta hverj-
um degi nægja sína þjáningu og
gengur illa að hugsa í öldum og
jafnvel áratugum, og því ekki eðl-
islægt að búa í hendur barnabarn-
anna. Forsendur skógræktar eru
vissulega þær, að slík framtíðarsýn
sé fyrir hendi og kynslóðir vinni
saman.
Víst skila kynslóðir okkar aldar
börnum sínum og barnabörnum
nokkrum efnahagslegum verð-
mætum, en þær hafa líka verið
Páll Sigbjörnsson.
stórtækar við að taka lán, sem
næstu kynslóðum er ætlað að
greiða.
Hvernig er þekkingu okkar á
skógrækt háttað?
Sem vænta má hafa verulegar til-
raunir verið gerðar í skógrækt hér
á landi á þeim 80 - 90 árum, sem
þær hafa verið í gangi.
Þótt þjóðin hafi ekki ausið fé í
þessar tilraunir, hafa þó býsna
mörg ársverk farið í að afla þekk-
ingar á þessu sviði og lengst af hafa
allmargar tilraunastöðvar í
skógrækt verið hér starfandi. lík-
lega eins margar og þær tilrauna-
stöðvar, sem starfað hafa fyrir alla
aðra jarðrækt í landinu.
Þrátt fyrir þetta hafa ekki verið
gerðar markverðar tilraunir með
nytjaskógrækt. nema á tiltölulega
fáum stöðum. Við höfum þó lært
nóg til þess að vita með vissu, að
ákveðin kvæmi af vissum trjáteg-
undum þrífast hér eðlilega á all-
stórum svæðum og mynda trjávið,
sem jafnast á við það að gæðum og
magni, sem gerist í grónum skóg-
ræktarlöndum. Þetta á við um
lerkið á Fljótsdalshéraði, og þess
vegna er ekkert því til fyrirstöðu að
hefja ræktunarstarfið strax.
Aætlanirum nytjaskógræktá
Fljótsdalshéraði.
Það ár, sem nú er að líða, þegar 10
ár eru til aldamóta, gæti orðið
tímamótaár á sviði skógræktar í
landinu.
Með lögbindingu framkvæmda-
áætlunar um Héraðsskóga verður
tekið afgerandi spor í þá átt að
hefja hér skógrækt með timbur-
framleiðslu að markmiði í stærri
stíl en þekkst hefur hér áður.
Enn hafa lögin um Héraðsskóga
ekki verið samþykkt. Lagafrum-
varp um þá skógræktaráætlun lá
fyrir síðasta alþingi, en náði ekki
að verða afgreitt. Vonir standa til
að það verði afgreitt nú á haust-
þingi, ekki síst vegna þess að síð-
asta þing veitti nokkurt fé til áætl-
unarinnar, og hefur þar með viður-
kennt framgang frumvarpsins.
Undirbúningur hefur þvi verið í
fullum gangi allt þetta ár og raunar
nokkru lengur og framkvæmdir
eru hafnar. Framkvæmdastjóri og
tveir aðrir fastir starfsmenn hafa
verið ráðnir að verkefninu. Auk
undirbúnings hefur verið unnið
21. NÓVEMBER 1990
Freyr 843