Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1990, Qupperneq 23

Freyr - 01.11.1990, Qupperneq 23
Fræðafundur í minningu dr. Gunnars Olafssonar Hinn 10. ágúst sl. var haldinn í húsakynnum ríkisins að Borgartúni 6 í Reykjavík frœðafundur í minningu Gunnars Olafssonar forstjóra Rannsóknastofnunar landbúnað- arins, (Rala), en hann lést árið 1985. Á fundinum voru flutt erindi um fóður- og beitarfræði en það voru þær greinar sem Gunnar stundaði rannsóknir í. Eftirfarandi erindi voru flutt: Erik Sundstöl, Noregi: Orku- mat fyrir jórturdýr. Torben Hvelplund og Jörgen Madsen, Danmörku: Próteinmat fyrir jórturdýr. Tryggvi Eiríksson, Rala: Ákvörðun á næringargildi fóðurs. Bragi Líndal Olafsson, Rala: Punktar um nýtingu gróffóðurs á norðurslóðum. Richard H. Armstrong og John A. Milne, Skotlandi: Næringar- gildi úthaga og afrétta. Johan W. Walther, Idaho, USA: Tölfræðilíkön fyrir beit. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Aberystwyth, Wales: Atferli og plöntuval sauðfjár. Gunnar Ólafsson. Ólafur Guðmundsson, Rala: Áhrif fóðurgæða og beitarfram- boðs á át og vöxt sauðfjár á beit. Erindin voru flutt á ensku. Þau verða gefin út í sérstöku minning- arriti um Gunnar Ólafsson sem verður sérútgáfa af Búvísindum. Um 60 manns sóttu fundinn, þar af 20 erlendir vísindamenn og 10 makar þeirra. Gunnar Ólafsson lauk licensiat- prófi (dr. scient) frá Landbúnaðar- háskólanum á Ási í Noregi í nær- ingarlífeðlisfræði og fóðurfræði ár- ið 1972. Hann starfaði við Búnað- ardeild Atvinnudeildar Háskól- ans, fyrst sem aðstoðarsérfræðing- ur og síðar sérfræðingur. Hann var sérfræðingur við Rannsóknastofn- un landbúnaðarins eftir að hún var stofnuð árið 1965. Gunnar var að- stoðarforstjóri Rala frá 1976 og forstjóri stofnunarinnar á árunum 1980-1981 og frá 1983 til dauða- dags. Brautskráðir nemendur frá Hólaskóla vorið 1990 Anna Kristín Árnadóttir, Björn Helgi Barkarson, Egill Erlendsson, Elís Frosti Magnússon, Finnur Aöalbjörnsson Friðrik Steinsson, Guðbjörg Elísabet Ragnarsdóttir, Guðmundur Smári Ólafsson, Haraldur Páll Briem, Hulda Brynjólfsdóttir, Hörður Hermannsson. Ingólfur Sigfússon, Jóhann Magnússon, Jón Ágúst Berg Jónsson, Ketill Gíslason, Kristinn Karl Garðarsson, Kristín Kjartansdóttir, Lovísa Herborg Ragnarsdóttir, Margrét Alfreðsdóttir, Ragnar Lundberg, Skúli Heiðar Benediktsson, Snorri Guðmundsson, Trausti Jónsson, Þorsteinn Axelsson Þórarinn Þorfinnsson, Leifshúsum, Svalbarðsströnd, S.-Þing. Núpsdalstungu,Fremri-Torfustaðahr.,V.-Hún. Dal, Miklaholtshreppi, Snæf. Hlíðargötu 30, Fáskrúðsfirði. Laugarholti, Öngulsstaðahreppi, Eyjaf. Háuhlíð 21, Sauðárkróki. Hóli II, Öngulsstaðahreppi, Eyjaf. Uthaga 11, Selfossi. Sunnuflöt 35, Garðabæ. Hreiðurborg, Sandvíkurhreppi, Árn. Ægisgötu 13, Stykkishólmi. Brekku, Mjóafirði, S.-Múlasýslu. Öldustíg 1, Sauðárkróki. Sóleyjargötu 8, Akranesi. Meiri-Tungu, Holtahreppi, Rang. Lyngbergi 4, Þorlákshöfn. Þorbjargarstöðum, Skefilsstaðahreppi, Skag. Koltröð 17, Egilsstöðum. Lambanesreykjum, Fljótum, Skag. Melagötu 1, Neskaupstað Kópavogsbraut 93, Kópavogi. Hákotsvör 8, Álftanesi. Hrafnagilsstræti 27, Akureyri. Litlu-Brekku, Hofshreppi, Skag. Spóastöðum, Biskupstungum, Árn. veiðifélaga, Böðvar Sigvaldason, settur veiðimálastjóri, Tumi Tómasson, Pétur Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Hólalax hf. og Guðmundur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Trésmiðjunnar Borgar á Sauðárkróki. Hæstu einkunn á búfræðiprófi hlaut Björn Helgi Barkarson, Núpsdalstungu V.-Hún. I. ág. eink. 9,0. Hæstu einkunn á fiskeldisbraut hlaut Ragnar Lundberg, Neskaup- stað, 8,8. Anna Kristín Árnadótt- ir, Leifshúsum, Svalbarðsströnd, hlaut 8,8, af búfræðibraut, og Kristin Kjartansdóttir, Þorbjargar- stöðum á Skaga 8,7, af fiskeldis- braut. 21, NÓVEMBER 1990 Freyr 847

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.