Freyr - 01.11.1990, Síða 31
hátt niætti spara mikinn prent-
kostnað, jafnvel þótt lesmál
minnkaði ekki. Sendingarkostnað-
ur á blað yrði aðeins hærri, en í
heildina er gert ráð fyrir að spara
megi ca. kr. 4 - 5 milljónir.
Misjafnlega var tekið undir
þessa hugmynd og töldu Finnarnir
að fram hjá sér væri gengið vegna
málaerfiðleika. Samþykkt var að
halda þessu máli opnu og vinna að
frekari athugun.
Daginn eftir var þáttakendum
boðið í útsýnis- og fræðsluferð um
Borgundarhólm. M.a. var skoðað
kjúklingauppeldi og skýrt frá þeim
árangri sem náðst hefur í Dan-
mörku á því sviði. Á Borgundar-
hólmi eru kjúklingar hafðir þyngri
en gengur og gerist í Danntörku og
seljast vel, bæði á innanlandsmark-
aði og í Þýskalandi.
Ljóst var af vettvangskönnun
þessari og upplýsingum sem við
fengum um vaxtarhraða og til-
kostnað í kjúklingaeldi í Dan-
mörku, að íslenskir kjúklinga-
bændur búa við önnur skilyrði og
verri. Á þetta sérstaklega við um
stofnana og fóðurverð.
Einnig var okkur gefinn kostur á
URSUS 1014
100 hö
4/4
983.000
► VSK
Hjólbarðar
14,9—24" FRAMAN
18,4—38" AFTAN
(MÉlJSmHF
Jámhátsi 2 Sinv 83266 TlORvk
posthótf xnao
%
Séð inn í uppeldishiís sem rúmar 40.000 sláturkjúklinga.
að kynna okkur hálfgerðan
samyrkjubúskap sem nýlega hafði
verið stofnað til. Nokkrir bændur
tóku sig saman og stofnuðu hluta-
félag um rekstur nokkurra býla.
Þeir buðu út hlutafé á almennum
markaði, skipulögðu verkaskipt-
ingu í samrænti við þarfir og getu
hvers bónda og telja árangurinn
vera góðan.
Jafnframt formlegum fundarset-
um áttu íslensku fulltrúarnir
óformlegafundi meðEinari J. Ein-
arssyni sem er framkvæmdastjóri
Norsk Fjörfeavlslag, urn innflutn-
ing á foreldrafuglum til íslands frá
Noregi. Vonast er til að slíkur inn-
flutningur geti hafist á þessu ári.
Nýja haustullin er verðmætust!
Þeim bændum fer fjölgandi sem rýja a.m.k. yngra
fé í nóvember eða desember. Fyrir haustrúna
alhvíta úrvalsull fæst nú hæsta mögulegt verð, kr.
466 á kg. Þess eru dæmi að bændur fái um kr.
1000 fyrir ull af vetrarfóðraðri kind þegar féð er
rúið á haustin og aftur í mars. Þá nægir ullarinn-
leggið fyrir öllum áburði á túnin. Þeir sem hafa
vetrarrúið geta haustrúið og aukið verulega verð-
mæti ullarinnar. Auðvelt er að klippa á haustin,
fénu líður betur, enda séu húsin nægilega hlý og
trekklaus, og gemlingarnir verða frjósamari.
Vel hirt ull er verðmæti.
Ullarhópur Framleiðsluráð landbúnaðarins.
21, NÓVEMBER 1990
Frevr 855