Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1990, Blaðsíða 32

Freyr - 01.11.1990, Blaðsíða 32
Dr. Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir Snöggaðfcrðirtil aðfangprófa kýr með hormónamælingum Inngangur. Eftir að kýr hefur haft egglos myndast á eggjastokknum svokallað gulbú (corpus luteum). Gulbúið framleiðir hormón sem hefur verið nefnt fósturlífsvaki (progesteron). Tilgang- urinn með þessari hormónaframleiðslu er að viðhalda meðgöngunni effrjóvgað egg býr um sig í leginu. Verði ekki frjóvgun eða eggið nær ekki að festast í leginu koma boð frá leginu um að gulbúið eigi að hverfa úr eggjastokknum. Þá minnkar fósturlífsvakinn (progest- eronið) í blóðinu og kýrin getur beitt aftur og það verður nýtt egg- los með eftirfarandi vexti á gulbúi og framleiðslu fósturlífsvaka. Svo lengi sem kýrin festir ekki fang gengur fósturlífsvakinn í bylgjum í blóðinu. Hann er í lágmarki í örfáa daga á þriggja vikna fresti þegar kýrin er að ganga en eykst þess á milli. Þegar kýrin festir fang verð- ur stöðugt mikið af fósturlífsvaka í blóðinu fram að burði, sjá mynd 1. Sveiflurnar í framleiðslu fósturlífs- vakans eru mælanlegar í mjólk- inni. Vegna þess að á gangmálum er fósturlífsvakinn varla mælanlegur í blóði eða mjólk hefur það verið notað sem fangpróf og til að greina beiðsli. Ef ekki er mælanlegt magn af fósturlífsvaka í mjólk eða blóði er kýrin örugglega fanglaus. Aðferðir. Á seinni árum hafa verið þróaðar einfaldar aðferðir til að mæla fóst- urlífsvaka í mjólk. Aðferðirnar byggja á mótefnamælingum og aflestur flestra á litabreytingu á vökva þar sem vökvinn litast ef ekki er fósturlífsvaki í sýninu. Mælingarnar er auðvelt að fram- kvæma í mjólkurhúsi eða eldhúsi og krefjast ekki annars tækjakosts en þess einnota búnaðar sem fylgir með efnunum sem notuð eru. Helsti gallinn við aðferðirnar sem hingað til hafa verið notaðar er að til að meta litabreytinguna þarf samanburðarsýni í hvert sinn sem mælt er. Þess vegna geta sýnin sem hægt er að mæla orðið mun færri en framleiðandi gefur í skyn. Þá er geymsluþol efnanna mjög tak- markað, svo að þau vilja úreldast Dagar Breytingar á magni fósturlífsvaka í mjólk. 856 FREYR 21. NÓVEMBER 1990

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.