Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1990, Qupperneq 36

Freyr - 01.11.1990, Qupperneq 36
Á fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins 25. október sl. gerðist m.a. þetta: Tilraunaráð Rala. Akveðið var að tilnefna Hörð Harðarson í Laxárdal í Tilrauna- ráð Rala til næstu fjögurra ára. Varamaður hans var tilnefndur Guðmundur Þorsteinsson á Skálpastöðum. Slátrun utan fullvirðisréttar. Fjallað var um samþykkt Fram- kvæmdanefndar búvörusamninga sem heimilar sláturleyfishöfum að taka við fullorðnu fé til slátrunar utan fullvirðisréttar samkvæmt sérstökum reglum. Fram komu mótmæli við umræddri heimild vegna hættu á ruglingi slíks kjöts við kjötframleiðslu innan fullvirð- isréttar. Samþykkt var að beina þeim til- mælum til framkvæmdastjóra að fast verði fylgt eftir þeim reglum sem settar hafa verið af Fram- kvæmdanefnd búvörusamninga varðandi meðferð kjöts af full- orðnu fé utan réttar. Leiga á fullvirðisrétti. Fjallað var urn leigu á fullvirðis- rétti til framleiðslu mjólkur og kindakjöts. Samþykkt var að leggja til við landbúnaðarráðherra að eftirfarandi reglur um þessa leigu gildi á yfirstandandi verðlags- ári. Fyrir mjólkurframleiöslu: „Framleiðsluráð landbúnaðarins leggur til að leigugjald fyrir full- virðisrétt til mjólkurframleiðslu á verðlagsárinu 1990-1991, skv. 17. gr. reglugerðar nr. 287/1990, verði 9% af grundvallarverði mjólkur 1. rnars 1991. Þó er hverju búnaðar- sambandi heimilt að ákveða hærra leigugjald, allt að 12%. Af greiðslu til leigusala er bún- aðarsamböndum heimilt að taka umsýslugjald, 0,25% af grundvall- arverði mjólkur. Við framkvæmdina verði miðað við eftirfarandi tímamörk: 1. janúar 1991: Umsóknir skulu hafa borist frá leigutökum til að koma til greina. 1. febrúar 1991: gengið verði frá leigusamningi innan þess tíma. 10. mars 1991: Eindagi greiðslu frá leigutaka. 1. apríl 1991: Eindagi greiðslu til leigusala. Hafi leigutaki ekki greitt á ein- daga er búnaðarsambandi heimilt að leigja reftinn öðrum.“ Fyrir sauðfjárframleiðslu: „Framleiðsluráð landbúnaðarins leggur til eftirfarandi leigugjald fyrir fullvirðisrétt til sauðfjárfram- leiðslu verðlagsárið 1991-1992: Leigugjald fyrir hverja ærgildis- afurð verði kr. 600, með sem grunnverð á einu kg af dilkakjöti í fyrsta gæðaflokki A í haustgrund- velli 1990. Pað taki breytingum skv. framreiknuðu verði sauðfjár- afurða til 1. júní 1991 m.v. sama gæðaflokk af dilkakjöti. Leigusali greiði umsjónaraðila (búnaðar- sambandi) 3% af gjaldinu í um- sýsluþóknun. Við framkvæmdina verði miðað við eftirfarandi tímamörk: 1. mars 1991: Umsóknir skulu hafa borist frá leigutökum til að koma til greina. 1. apríl 1991: Gengið verði frá leigusamningum innan þess tíma. 31. ágúst 1991: Eindagi greiðslu frá leigutaka. 15. okt. 1991: Eindagi greiðslu til leigusala. Hafi leigutaki ekki greitt á ein- daga er búnaðarsambandi heimilt að leigja réttinn öðrum.“ Reglugerð um framleiðslu sauðfjárafurða 1991-1992. Kynnt var reglugerð nr. 407/1990 um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið 1991-1992. Engar breytingar eru á reglum um úthlutun fullvirðisrétt- ar til einstakra framleiðenda frá fyrri reglugerð um sama efni. Vegna þess að þessi reglugerð gild- ir fyrir framleiðslu síðasta verð- lagsárs núverandi búvörusamn- ings, hverfa úr reglugerðinni heim- ildir til að færa rétt frá eftirfylgj- andi verðlagsári til verðlagsársins sem um ræðir, 1991-1992. Til sölu Velger heybindivél AP53, árgerð 1985, og dragtengd múgavél, rakar til hœgri, árgerð 1987. Upplýsingar í síma 93-41256. JARÐAKAUP/LEIGA Óskum eftir jörð sem liggur að sjó til kaups eða leigu. Fullvirðisréttur ekki skilyrði. Til greina kemur að seljandi/ leigjandi haldi búsetu á jörðinni eftir nánari samkomu- lagi. Upplýsingar í síma 95-35759. 860 Freyr 21, NÓVEMBER 1990

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.