Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1999, Side 2

Freyr - 01.08.1999, Side 2
Vaxandi alþjóðavæðing Alþjóðavæðing og heimsvæðing eru orð sem heyrast æ oftar þegar ijallað er um samvinnurekstur í framleiðslu og sölu búvara i fram- tíðinni. Innri markaður ESB hefur útrýmt mörgum fyrri landamærum. Þróunin í Austur-Evrópu, GATT- samningamir, væntanlegir WTO- samningar og aðrir fríverslunar- samningar reka á eftir aukinni al- þjóðavæðingu. Fjölþjóðafyrirtæki á matvæla- markaði hafa um langa hríð stefnt að þvi að starfa á alþjóðamarkaði, þó að heimamarkaðir þeirra hafi gefíð þeim góða raun. Nestlé, Unilever, Coca Cola, Keloggs, CPC og mörg önnur stórfyrirtæki eru aðalkeppinautar samvinnufé- laga í framleiðslu og sölu búvara, með gífurlega ijármuni sem þau verja í rannsóknir, þróun nýrra af- urða, kaup á fyrirtækjum og upp- byggingu markaða. Þau sækjast eftir yfírráðum á markaði og dóttur- fyrirtæki þeirra, sem standa sig ekki, eru umsvifalaust lögð niður og stefnan er tekin á markaði í nýj- um löndum. En það er ekki eingöngu í fram- leiðslu matvæla sem fjölþjóðafyrir- tækin auka umsvif sín og sam- keppni. Keðjur smásöluverslana verða einnig sífellt alþjóðlegri. Stærsta keðja smásöluverslana á matvælamarkaði, Metro, starfar í 18 löndum og margar aðrar keðjur reka verslanir í 5-10 löndum. Sam- starf verslanakeðjanna er algengt og þróun í átt til enn frekari sam- þjöppunar er greinileg. Bandaríska verslanakeðjan Wallmart hefur komið sér fyrir á evrópska mark- aðnum og stefnir þar hátt eins og á heimamarkaði. Evrópskur landbúnaður, sem byggist á fjölskyidubúum, stendur andspænis iðnvæddum bandarísk- um landbúnaði. í Bandaríkjunum ala nú um 2000 búgarðar upp naut- gripi til kjötframleiðslu sem nemur meira en helmingi þeirra 30 millj- óna gripa sem slátrað er. Um þriðj- ungur allra slátursvína þar í landi koma frá framleiðendum með fleiri en 50 þúsund ásetningssvín. Ný kúabýli i Bandaríkjunum eru sjald- an með innan við 1000 kýr. Bandarískur verksmiðjubúskapur er nú á leið til Evrópu. Eitt af stærstu bandarísku verksmiðjubúunum, sem rekur einnig fóðurffamleiðsludeild og sláturhús, Smithfíeld, hefur ákveðið að verja 300 milljónum dollara til að kaupa upp jarðir og koma á fót svínabúskap í Póllandi. Þegar sá dagur rennur upp að Pólland gengur inn í ESB, verður bandarískt verksmiðjubú tilbúið til að keppa við evrópsk fjölskyldubú. Stærsta mjólkurbú heirns, United Dairy Farmers of America, tekur á móti meiri mjólk en samanlögð framleiðsla í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Noregi og á Irlandi. Þetta fyrirtæki, sem á rætur sínar í Miðvesturríkjunum, sækir nú á vestur á bóginn í USA og hefúr lýst þvi yfír að það hyggist koma á fót starfsemi í öðrum löndum. Nú þeg- ar keppir það við sænska útflytj- endur á erlendum mörkuðum fyrir undanrennuduft. í öllum ferli matvælaframleiðsl- unnar fara fyrirtæki stækkandi, sam- eining fyrirtækja á sér stað, sem og aukið samstarf matvælaverslana- keðjanna og framleiðsla, vinnsla og sala verður æ meira á einni hendi. í framleiðslu aðfanga á sér einnig stað samþjöppun. Díoxínhneykslið í Belgíu sýnir áþreifanlega hvemig hver hlekkur í framleiðsluferlinum er háður öðmm og hvemig þræðimir dreifa sér um stór svæði. Gölluð ffamleiðsla ffá undirverktaka í Vall- oníu til verksmiðju sem framleiddi fóðurfítu í Flanders leiddi til þess að rekstur bændabýla og matvælaiðn- aðarfyrirtækja í Belgíu hmndi. Nú er talað um að skaðinn nemi um 100- 110 milljörðum króna og að þetta hafí áhrif á markaði fyrir matvæli hinum megin á hnettinum. (Internationella Perspektiv nr. 23/1999). IVIol Engisprettufaraldur í Mið-Asíu Matvæla- og landbúnaóarstofnun SÞ, FAO, hefur sent ffá sér tilkynn- ingu um vaxandi engisprettufaraldur í kornræktarhéruðum Mið-Asíu. Engisprettusveimamir, sem em ár- vissir í Kasakhstan, dreifa sér nú til nágrannalandanna, bæði í suðri, Usbekistan og Kirgistan, og í norðri, Rússlands. Fregnir em um skaða af völdum engispre)tna á svæðum i Rússlandi sem hafa ekki orðið fyrir þeim síðan á þriója tug aldarinnar. Samkvæmt upplýsingum FAO skortir bæði bændur og yfirvöld ráð og afl til að beijast við engisprett- umar og þess er vænst að vanda- málin aukist enn á næsta ári vegna þess að nú em engisprettuegg miklu víðar en áður. Vegna mikilla erfiðleika í land- búnaði í Mið-Asíu og skorts á rekstrarfjármagni hefúr mikið af landi verið tekið úr ræktun. Það gef- ur skordýmm byr undir báða vængi auk þess sem þetta sumar hefúr ver- ið óvenju heitt og þurrt. (Bondebladet, nr. 32-33/1999). 2 - FREYR 9/99

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.