Freyr - 01.08.1999, Side 7
laug Stefánsdóttir garðrækt. Það
eru einkum kartöflur, gulrófur og
gulrætur, sem þau rækta. Sigur-
laug er fædd og uppalin í Mjóa-
nesi, Egill er Reyðfírðingur sem
stundaði sjó, en þau búa í
Fellabæ.
Skjólbelti í Mjóanesi úr alaskavíði, gróðursett árið 1987. (Ljósm. Sig. BL).
Þau hófú skjólbeltaræktina árið
1984, og sýnir meðfylgjandi tafla
lengd beltanna og flatarmál svæð-
isins, sem þau skýla. Elstu beltin
eru úr viðju, en stóra beltið á jaðri
svæðisins gegnt norðaustri, sem
önnur myndin er af, er úr alaskavíði
og var gróðursett árið 1987.
Mjóanesbeltin eru að öðrum
ólöstuðum hin fallegustu, sem ég
þekki, enda var óvenjulega vel
vandað til ræktunar þeirra með
m.a. nákvæmri vökvun á við-
kvæmasta skeiði plöntunnar eftir
gróðursetningu og að sjálfsögðu
vöm gegn illgresi, sem iðulega
skipti sköpum um, hvort ræktunin
Skjólbeltin á Stekknum i Mjóanesi.
tækist eða ekki, áður en svarta
plastið kom til.
Vissulega verður því ekki neitað
að Mjóanes er lognværari staður en
Vallanes, ekki síst þama á Stekkn-
um, og geta beltin af þeirri ástæðu
litið betur út.
En bæði þessi skjólbeltakerfí
eru óræk sönnun þess hvilikir
möguleikar em hreint tæknilega
til ræktunar skjólbelta, hvort sem
er á Héraði eða víða annars
staðar.
Að lokum endurtek ég hér það,
(Ljósm. Sig. Bl. 11.08.98).
sem ég sagði oft á ámm áður, að
ræktun skjólbelta er lokaskrefíð í
ræktunarbyltingu sveitanna fyrir
hin hefðbundna íslenska landbún-
að. Loks hillir undir að farið verður
að taka það skref í alvöru með hin-
um nýju svæðisáætlunum í skóg-
rækt sem skýrgreina skjólskóga og
skjólbelti sérstaklega, til viðbótar
nytj askógræktinni.
Altalað á
kaffistofunni
Sú kann á
mér lagið
Eftirfarandi vísu skrifaði
Theódór Daníelsson, kenn-
ari, frá Hvallátrum á Breiða-
firði, í gestabók frænku sinn-
ar, Maríu Gísladóttur frá
Skáleyjum, og manns henn-
ar, Leifs Kr. Jóhannessonar,
fyrrv. ráðunautar og fram-
kvæmdastjóra Lánasjóðs
landbúnaðarins.
Gefur sviö og sauöahupp,
sú kantt á mér lagiö.
Sœlt er aó koma og setjast upp
svoita annað slagiö.
Mjóanes
Lengd í metmm
Lengd samtals: 1406
Flatarmál í ha: 6,1
FREYR 9/99 - 7