Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1999, Qupperneq 9

Freyr - 01.08.1999, Qupperneq 9
Teikning af hrossaskjóli, sjá texta. Nánari upplýsingar hjá Byggingaþjónustu Bœndasamtaka Islands. e. Ýmiss konar upplýsinga- skilta f. Minniháttar göngubrúa. Um fyrsta atriði skal taka fram að ekki skiptir máli hvort gönguleiðin er merkt með stik- um eða vörðum. Það er hins vegar ekki veitt fram- lag á að gera gönguleiðina greiðfærari með ruðningi hennar eða lagningu göngustígs. Oljóst orðalag er í samningnum um f-lið þar sem segir að veita megi framlag út á minniháttar göngubrýr. Það er mis- jafht hvað menn telja „minnihátt- ar”. Brýr yfir læki, keldur eða gil verða að vera þannig úr garði gerðar að hættulaust sé að fara yfír þær. Framlag verður allt að 50% af kostnaði en þó að hámarki 200.000 kr. 6. Búfjárhald. Hér er um að ræða styrk aðgerðir til að bæta að- búnað búfjár. Stykhæf verkefni eru þrenns konar: 1. Uppsetning á hagaskýlum fyrir hross. 2. Breytingar á fjósum til að þau standist reglugerðarákvæði a. Gerð legubása í fjósum þar sem kýr ganga lausar í stíum á rimlagólfi. b. Stækkun bása þar sem lengd þeirra og/eða breidd standast ekki ákvæði reglugerðar. 3. Breytingar á gyltustíum, sem gerðar eru til að gyltumar geti gengið lausar. Ekki fæst framlag á hvaða skjól sem er. Með grein þessari fylgir teikning af skýli sem hlotið hefúr viðurkenningu sem úttektarhæft skjól. Það verður þó að vera úr óskemmdu efni, helst nýju. Annars konar skýli verða að uppfylla lág- markskröfur sem koma fram á teikningunni um veggjahæð og aðr- ar stærðir svo og þá kröfu að vera snyrtileg. Hlaðnir torfveggir koma til greina, ef þeir em nægilega háir og veita hrossum skjól í meira en tveimur vindáttum. Einnig jarðvegs- ruðningar sem uppfylla sömu kröfú og sáð hefúr verið í eða tyrft yfír þannig að frágangur sé snyrtilegur. Framlag á hagaskjól er allt að 50.000 kr. á bú. Um hina tvo liði þessa flokks er rétt að taka fram að þar er um að ræða breytingar á byggingum, eða byggingu nýrra húsa, ef þau gömlu hafa ekki staðist ákvæði reglu- gerða. Framlag á fjós er 35% af kostnaði við breytinguna en þó aldrei hærri upphæð en sem nemur 10.000 kr. á hvern bás sem breytt er eða aflagður við nýbyggingu. A svína- hús fæst mest 3500 kr. á stíu. 7. Framræsla. Hér er eingöngu um að ræða hreinsun á þegar gröfn- um skurðum, sem ræsa fram ræktað land ásamt nauðsynlegum framrás- um. Ekki fæst framlag á nýjan skurðgröft eða á aðrar endurbætur á framræstu landi, s.s. ræsi ýmiss konar. Fram- lag getur að hámarki orðið 25 kr. á m þ.e. 25000 kr. á km. Þetta er í raun það sem um er að sækja af ríkis- framlögum skv. Búnað- arlagasamningi næstu þrjú árin að minnsta kosti. Rétt er að taka fram að nú þegar þetta er skrifað er verið að vinna að reglugerð um fram- lögin og þar sem því verki er ekki að fúllu lokið kunna einhver skilyrði, sem þarf að uppfylla til að fá framlag annað hvort að rýmka eða þrengjast frá því sem hér er sagt, en það fer þó aldrei útfyrir það sem segir í samn- ingnum. Aðeins verður um nánari útskýringu að ræða þar sem samningurinn er óljós (t.d. hvað er „minniháttar göngubrú“). Það er hins vegar þörf á að gera hér grein fyrir þessu, til að birtast í Frey áður en menn eiga að hafa sent inn umsóknir um framlög árið 2000, en það er 15. nóvember nk. Þá skal einnig á það minnst að loforð um framlög fyrir árið 1999 falla úr gildi 15. nóvember. Hafí úttektarvottorð ráðunautar ekki borist BÍ fyrir þann tíma verður lit- ið svo á að ekki hafí verið ráðist í framkvæmdina á árinu 1999. Lof- orð framlengist ekki þannig að þeir, sem ekki hafa náð að ljúka verkinu í tæka tíð, verða að sækja um á nýjan leik fyrir árið 2000 ef þeir eiga að gera sér vonir um að fá styrk. FREYR 9/99 - 9

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.