Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1999, Page 10

Freyr - 01.08.1999, Page 10
Landbúnaður er nýting og varðveisla landkosta Ræða Magnúsar B. Jónssonar, rektors, á hátíðarsamkomu 4. júlí 1999 í tilefni af stofnun Landbúnaðarháskóla á Hvanneyri. Velkomin til þessarar hátíðar- stundar. Við komum hér saman og fognum merkum áfanga í skólasögu Hvanneyrar. I eitt hundrað og tíu ár hefur Hvann- eyri verið vettvangur menntunar á sviði landbúnaðar og í dag er nýjum áfanga fagnað, Landbúnaðarháskóli á Hvanneyri er formlega viður- kenndur. Þessi staðfesting hefur margvíslega skírskotun og þýðingu. Skírskotun til fortíðar og þess starfs sem unnið hefur verið í nafiii bú- vísindadeildar á Hvanneyri, skírskot- un til nútíðar og þeirra verkefna sem unnið er að á fjölmörgum vígstöðvum islensks landbúnaðar, en ekki síst skírskotun til framtíðar því að í henni felst sú viðurkennig að í framtíðinni skipi landbúnaður veigamikinn sess og verði, eins og um aldir, einn af landstólpum íslensks samfélags. Sú ákvörðun að stofna formlega til Landbúnaðarháskóla í stað þess að viðhalda hinu fyrra skipulagi sýnir ótvírætt að unnið skuli með markvissum hætti og með þekking- una að leiðarljósi að eflingu ís- lensks landbúnaðar i framtíðinni. Margir álíta að landbúnaður á Is- landi tilheyri fortíðinni og sjá að- eins fyrir sér að færri og færri hend- ur í sífellt tæknivæddari atvinnu- vegi fullnægja þörf okkar fyrir mat- væli. Þeir sem þannig hugsa og tala hafa í raun ranghugmyndir um landbúnaðinn og skynja ekki hvað felst í merkingu orðsins. Landbúnaður spannar vítt svið Landbúnaður er miklu víðtækari starfsemi en einungis frumframleiðsla hráefnis og spannar í raun allt ferlið frá mold til matar og í mörgu tilliti einnig ferilinn ffá mat til moldar. Landbúnaður er því hvers konar búskapur þar sem landið er nýtt sem auðlind. Landbúnaður er einn- ig varðveisla og vemdun landkosta því að fagþekking á sviði landbún- aðar er nauðsynleg svo að unnt sé að skila landinu til komandi kyn- slóða í jafngóðu eða betra ástandi en tekið er við því. Sú ákvörðun löggjafans að efla svo þekkingar- miðlun á sviði landbúnaðar sem raunin er með stofnun Landbúnað- arháskóla á Hvanneyri er staðfest- ing þessara viðhorfa. Þetta kemur ótvírætt fram í einni af upphafsgreinum nýrra laga um búnaðarfræðslu en þar segir m.a. í 3. gr.: „Með búnaðarfræðslu er átt við skipulegt nám og kennslu, rann- sóknir, fræðslu og aðra leiðsögn er lýtur að vörslu, meðferð, ræktun og nytjun lands, annarra jarðargæða og búQár til framleiðslu matvæla og hráefna til iðnaðarframleiðslu eða annarrar verðmætasköpunar og markaðssetningu þeirra afurða, svo og verndun lands og endurheimt landkosta“. Síðar í sömu grein segir: „Markmið búnaðarfræðslu er: a: að veita fræðslu, hagnýta starfsmenntun og háskólamennt- un studda rannsóknum fyrir samkeppnishæfan og ljölþættan landbúnað sem byggist á sjálf- bærri nýtingu náttúruauðlinda landsins". Það verður hlutverk Landbúnaðar- háskólans að vera leiðandi afl i því að ná fram þeim metnaðarfúllu mark- miðum sem sett em fram í nýjum lögum um búnaðarfræðslu. Þessum markmiðum hyggjumst við annars vegar ná með því að efla og styrkja innra starf okkar og efla þá starfsemi sem þegar er unnið að á vettvangi háskólamenntunar í landbúnaði. Hins vegar með því að bjóða ffam nýjar námsbrautir á margvíslegum sviðum. Nýjar námsbrautir á sviðum sem tengja saman frumframleiðslu mat- væla og þá nýju landnýtingu sem sífellt verður viðtækari. Nýjar námsbrautir þar sem umhverfis- þættirnir í sambýli manns og lands verða sérstaklega teknir fyrir. Sambýli þéttbýlis og dreifbýlis er sífellt að taka á sig nýjar myndir og umhverfismálin verða æ meira áberandi í umræðunni um nýtingu landkosta. Með samruna sveitarfélaga þétt- býlis og dreifbýlis skapast ný við- horf og skyldur um eftirlit með landkostum færast á nýjar hendur. Fagþekking á sviði landbúnaðar og umhverfis verður nauðsynleg þeim sem eiga að tryggja fagleg vinnu- brögð í þessum efnum. Hér höfúm við því sérstökum skyldum að gegna. Efling skógræktar er eitt af hags- munamálum íslensks samfélags sem auðga mun íslenskan landbún- að. Hér er dæmi um nýjan vettvang og háskólinn verður að tryggja í einhverjum mæli innlenda skóg- ræktarmenntun sem hingað til hefur verið sótt til annarra landa. Þannig er um mörg svið sem á undanfornum árum hefur ekki verið unnt að takast á við vegna þess hversu búvísindadeildinni var þröngur stakkur sniðinn í eldri bú- fræðslulögum. 10 - FREYR 9/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.