Freyr - 01.08.1999, Side 11
Háskólanám er nám
í aðferðafræði
Landbúnaðarháskólinn á Hvann-
eyri er atvinnuvegatengdur háskóli
og þarf að taka mið af þeim vanda-
málum sem atvinnuvegurinn er að
glíma við hverju sinni en atvinnu-
lífíð vill gjarnan fá starfsfólk með
vimeskju sem er sérhæfð og tekur
mið af þörfum einstakra fagsviða
og vandamálum samtímans. Hin al-
þjóðlega skirskomn háskólanáms
gerir hins vegar kröfu um að það sé
lærdómur í aðferðafræði við lausn
vandamála og sé þar með nær óháð
þörfum einstakra fagsviða á líðandi
smnd. I framtíðinni mun mikilvægi
hinnar alþjólegu skirskotununar í
starfi háskólastofnana stöðugt auk-
ast og alþjóðleg samskipti verða sí-
fellt nauðsynlegri þáttur í starfi
hvers háskóla. Það sem í framtið-
inni mun mesm máli skipta um
framgang og eflingu háskólastofn-
unar er hversu vel hún hlúir að
hinni alþjóðlegu skírskotun í náms-
framboði sinu og hvemig tekst að
kenna nemendum þá aðferðafræði
og þau vinnubrögð sem verða ófrá-
víkjanlegur hluti hins alþjóðlega
fræðaumhverfis framtíðarinnar.
Hinar sérhæfðu þarfir atvinnu-
lífsins verða aldrei uppfylltar á ann-
an hátt en þann að tryggja á hverj-
um tíma menntun sem gerir kleift
að bregðast við nýju áreiti af fag-
mennsku og á alþjóðlega fræðileg-
um gmnni.
Tengslin við umheiminn verða að
sjálfsögðu ekki einungis unnin á
tölvuskjáum eða með annarri
tæknivæðingu nútímans. Öllum er
nauðsynlegt að finna á eigin kroppi
hina alþjóðlegu strauma sam-
tímans.
Margvíslegir samstarfssamningar
tryggja slíka möguleika. Á undan-
förnum árum hefur verið unnið
markvisst að slíkum samskiptum
sem styrkja mun starfsemi landbún-
aðarháskólans á komandi missemm
og árum.
Öflugasta erlenda samstarfsnet
okkar, NOVA-samstarfið, sem er
milli búnaðarháskóla Norðurlanda
og gefur m.a. nemendum okkar
færi á framhaldsnámi að loknu BS-
prófi héðan, mun gegna þar lykil-
hlutverki. Með tilkomu hinna nýju
laga skapast þar nýir möguleikar og
verður mun auðveldara en áður var
að taka þátt í þessu samstarfi á allan
hátt.
Menntastofnanir
landbúnaöarins myndi
eina heild
Efling búnaðarfræðslunnar með
nýrri lagasetningu snýr ekki ein-
ungis að Hvanneyri. I nýjum lögum
um búnaðarfræðslu er ætlast til að
menntastofnanir landbúnaðarins
myndi eina heild hvað varðar
menntunarframboð til íslensks
landbúnaðar þannig að starfs-
menntun og háskólamenntun eru
samtvinnuð í eina samstæða heild.
Þannig skal á Hvanneyri starf-
rækja búnaðarnámsdeild og við
Hólaskóla og Garðyrkjuskólann á
Reykjum er heimilt að koma á
kennslu á háskólastigi eftir nánari
ákvæðum laganna.
Með þessu verða náin tengsl milli
starfsmenntunar og háskólamennt-
unar og því mun starfsmenntun í
landbúnaði verða öflugri en ella og
ákvæðin, sem ég áður vitnaði til,
eiga jafnt við um starfsmenntunina
og háskólmenntunina.
Þegar horft er til framtíðar og
þeirra verkefna sem verða aflgjafi
nýrrar stofnunar er efling rann-
sókna skólans forgangsverkefni.
Menntun og rannsóknir verða að
vera samtvinnaðir þættir í starfsemi
háskóla og án öflugrar rannsóknar-
starfsemi verður engin háskóla-
kennsla rekin.
Með þeirri skipan sem mörkuð er
í nýjum lögum um búnaðarfræðslu
er það skýr vilji að menntun á sviði
landbúnaðar sé skipulögð sem ein
heild og einnig verður að ætlast til
hins sama um rannsóknir í þágu at-
vinnuvegarins.
Það á að vera hlutverk Landbún-
aðarháskólans á Hvanneyri að
vera í forystu fyrir uppbyggingu
þessarar heildar á svið menntunar
og rannsókna og efla þannig fag-
og fræðimennsku um allt er lýtur
að því að efla íslenskan landbún-
að.
Þetta hlutverk felur í sér að skól-
inn þarf að tengja saman og byggja
brýr milli einstakra fræðasviða sem
hvert um sig fjallar um afmarkaða
þætti þessa málaflokks.
Það felur einnig í sér að byggja
upp og efla tengslin milli íslenskar
fræðaþekkingar á sviði landbúnað-
ar og annarra fræðasviða hér á landi
og einnig þess sem við getum best
nýtt í nágrannalöndum. Til þess að
viðskiptavinir okkar, bæði nemend-
ur, atvinnuvegurinn og samfélagið
í heild, geti nýtt sér þá þekkingu
sem á hveijum tíma er fyrir hendi
þarf samstöðu allra þeirra sem búa
yfir slíkri þekkingu.
Landbúnaðarháskólinn á Hvann-
eyri mun því ekki geta rækt þetta
forystuhlutverk sitt af því afli sem
nauðsynlegt er islensku samfélagi
og landbúnaðinum sem atvinnuvegi
i síharðnandi samkeppni án þess að
eiga vísan stuðning á öllum víg-
stöðvum og samstöðu allra þeirra
sem að málaflokknum vinna.
Með stofnun Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri eru gefin skýr
skilaboð og okkur lagðar ríkar
skyldur á herðar. Við munum
freista þess af fremsta megni að
tryggja framgang markmiða lag-
anna og skila hlutverkinu þannig að
til heilla horfi fyrir íslenskan land-
búnað og íslenska þjóð.
Megi verk okkar eigi hljóta síðri
dóm en eftirfarandi ljóðlínur Guð-
mundar Inga Kristjánssonar úr
kvæðinu Jónsmessunótt á Hvann-
eyri þegar hann gefúr forvera okkar
Bændaskólanum á Hvanneyri sína
einkunn.
Hvar á vort land öllu blómlegra býlí,
býli jafn farsælt og hýrt?
Hér hefur menntun og verkefnum verið
vasklega og djarjlega stýrt.
Hér eiga verðandi bœndur að brjóta
í bág við hinn öfuga straum,
öðlast hérþekking af athöfh og leiðsögn
og eignast sinn hamingjudraum.
FREYR 9/99 - 11