Freyr - 01.08.1999, Page 13
kg
Mynd 1. Arleg kornframleiðsla á mann á tímabilinu 1950-1990. (Heimild:
Prófessor Tim Tyson, London School of Economics).
auðlindanna (ökólogíu) en ekki
hringrás peninganna (ökónomiu).
Sjálfbær landbúnaður einkennist af
eftirfarandi þáttum (4):
* Hann byggist á staðbundnum
endurnýjanlegum náttúruauð-
lindum.
* Hann hagnýtir sér sólarorkuna og
framleiðslugetu lifkerfanna.
* Hann viðheldur frjósemi jarð-
arinnar.
* Hann hámarkar endurnýtingu
næringarefna jurta og lífrænna
efna.
* Hann notar ekki efni sem eru
umhverfinu framandi.
* Hann heldur við erfðafjölbreyti-
leika, jafnt í framleiðslukerfmu
sem utan þess.
* Hann tryggir búfénu lífsskilyðri
sem svara til vistræns hlutverks
þess og kemur til móts við eðli-
legt atferli þess.
Persónulega kýs ég að líta á líf-
rænan landbúnað sem landbúnað er
vemdar náttúruauðlindirnar, þar
sem hugtakið náttúruauðlind er
skilið í víðasta skilningu, þ.e. sem
uppspretta áframhaldandi þrifa lífs-
ins. í lífrænum landbúnaði beinist
athyglin bæði að náttúruauðlindum
og mannlegum „auðlindum“.
Lífrænn = auðlindaverndandi
landbúnaður:
Náttúruauðlindir
* loft
* vatn
* jurtaríki
* dýraríki
* ræktunarland
* birgðir hráefna
Mannauðlindir
* heilbrigði
* menntun.
Tillit til viðhalds auðlinda verður
að vera hluti af hugtakinu „gæði
matvæla“.
Næg matvæli
Er til nógur matur? Hvemig lítur
matvælaástand í heiminum út um
þessar mundir og hvernig em horf-
umar?
Svarið við spumingunni hvort
það er og muni verða nægur matur
handa jarðarbúum í framtíðinni
byggist á tveimur þáttum, þ.e. þró-
un mannfjölda og þróun í fæðu-
framleiðslu, einkum kornfram-
leiðslu.
íbúafjöldi jarðar er nú um 6
milljarðar og þess er vænst að
jarðarbúar verði um 10 milljarðar
árið 2050, og jafnvel 8,5 milljarð-
ar þegar árið 2020. Mannfjölda-
þróun er háð mörgum þáttum,
m.a. aðgangi að getnaðarvörnum
og öðrum aðferðum við fjöl-
skylduskipulagningu.
Áárabilinu 1950-1990 þrefaldað-
ist komframleiðsla í heiminum.
Þessi gífurlega aukning byggðist á
aukinni notkun fjögurra vaxtar-
þátta; vatns, ræktunarlands, áburðar
og jurtakynbóta.
Ferkst vatn
Nú er að því komið að aðgengi-
legt ferskt vatn sé að verða fullnýtt
og þar með takmarkandi þáttur við
ræktun. Grunnvatnsstaða ájörðinni
lækkar ógnvænlega í sumum af
mikilvægustu komræktarsvæðum
heimsins, t.d. í sunnanverðu kom-
ræktarbelti Bandaríkjanna, í Norð-
ur-Kóreu og í Punjab-héraði á Ind-
landi. Vaxandi vatnsþörf þéttbýlis
og iðnaðarsvæða ógnar og tak-
markar möguleika á vökvun með
vatni úr mörgum ám.
Ræktunarland
Samanlagt kornræktarland í
heiminum dróst saman um meira en
5% á tímabilinu 1981 til 1993, eða
úr 735 í 695 milljón hektara. í
sumum iðnaðarlöndum varð enn
meiri samdráttur á þessum tima, t.d.
í Japan vegna vaxandi þéttbýlis.
Möguleikar á auknu landi til
komræktar, með þvi að brjóta nýtt
land til ræktunar eða með því að
ryðja skóg, em mjög takmarkaðir,
auk þess sem mðningur skógar er
mjög varhugaverður, sbr. regn-
skógana.
Jafnframt tapi á ræktarlandi
vegna þéttbýlismyndunar á sér jafnt
og þétt stað tap vegna jarðvegseyð-
ingar og aukinnar seltu í jarðvegi
sem leiðir af uppgufun vökvunar-
vatns. Annars staðar verður jarð-
vegurinn ófrjórri, þar sem lífræn
efni hans minnka (5).
Aburðargjöf /jurtanœringarefni.
Víðsvegar á jörðinni kemur nú í
ljós að aukin áburðargjöf skilar
ekki aukinni uppskem. Hámarks-
uppskem núverandi tegunda virðist
vera náð.
FREYR 9/99 - 13