Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1999, Qupperneq 18

Freyr - 01.08.1999, Qupperneq 18
Annað 21% Flugvargur o.fl. 5% Máfar og hrafnar 16% Refur og/eöa minkur 11% Refur, minkur, flugvargur o.fl. 5% Minkur o.fl. 5% Minkur og flugvargur 21% 2. mynd. Nytjuð vörp i slembiúrtaki. Hlutfallsleg tíðni varpa sem hafa orðið fyrir langvarandi samdrœtti í dúntekju vegna ýmissa afrœningja. nytjuð vörp þá vera 419 talsins (Ámi Snæbjömsson 1996) en nið- urstöður þessarar könnunar benda til fækkunar niður í allt að 329 (±23) og áætlanir á tjóni á landinu hér á eftir miða við þessa tölu. Af 68 nytjuðum vörpum í slembi- úrtaki höfðu 20 (29%) minnkað á undanfömum áratugum um 120 kg samtals, 29 (43%) höfðu staðið í stað og 19 (28%) höfðu stækkað, samtals um 160 kg. Ástæður sam- dráttar í varpi vom taldar margar en algengasta einstaka skýringin (20% varpa) var ágangur máva og hrafna (2. mynd). Aukin almenn umhirða um vörpin var algengasta einstaka skýringin (21%) á stækkun varpa (5. mynd). 1. Tjón af völdum refa A. Samdráttur í dúntekju. Meðal þeirra 42 varpa í slembi- og viðbótarúrtaki, sem urðu tyrir tjóni vegna refa, átti langvarandi samdráttur í dúntekju sér stað í 10 (24%) vörpum og tímabundin lækkun í 5 (12%) að auki. Með því að yfírfæra þessi hlutföll á landið í heild má áætla að 31 ±9 varp hafi orðið fyrir langvarandi lækkun í dúntekju og 16±115 vörp að auki fyrir tímabundnum niðursveiflum af völdum refa. Langvarandi sam- dráttur var að meðaltali 3,0±2,9 kg dúns á ári, ef varpið að Mýrum í V,- ís. er frátalið en 6,0±10,0 kg ef það er talið með. Ástæðumar fyrir því að þetta meðaltal er gefið upp með og án varpsins að Mýmm em þær að samdráttur þar var mjög hátt yfir meðaltali og var hann rakinn til einnar tófú sem viðkomandi um- sjónarmaður taldi mjög afbrigði- lega í hegðun og að hún hefði e.t.v. verið alin upp af mönnum (Valdi- mar Gíslason, munnl. heimild). Tímabundinn samdráttur var að meðaltali 1,6± 1,5 kg dúns á ári í 4,5±3,5 ár að meðaltali. Séu þessar niðurstöður yfirfærðar á landið í heild má áætla að vegna langvarandi samdráttar, sem rekja má eingöngu til refa, sé dúntekja nú 92±90 kg minni á ári en ella ef ekki er tekið mið af Mýmm, en 187±313 kg ef Mýrar em með í reikningum. Auk þess má gera ráð fyrir allt að 6±7 kg minni dúntekju á ári vegna tímabundins samdráttar. Þess verður að geta, að nokkuð algengt virðist vera að æðarkollur flytji sig tímabundið eða til lang- frama milli varpa ef þær verða fyrir umtalsverðum skakkaföllum, svo sem dæmi em um að Þyrli í Borgar- fjarðarsýslu og víðar (Böðvar Þor- steinsson, munnl. heimild). Því er ólíklegt að samdráttur upp á 200- 500 kg vegna refa hafi komið fram á landsvísu undanfama áratugi og má í því sambandi nefna að heildar- aukning vaxandi varpa var 160 kg á ári, svo sem fyrr segir, á sama tíma og heildarlækkun minnkandi varpa Annað 5% Veðurfar 5% Aukin vargfuglaeyðing þangsláttur 5% Aukin vargfuglaeyðing 11% Aukin umhirða og vargfuglaeyðing 11% Auknar veiðar/varsla gagnvart ref 11% Auknar refa- og minkaveiðar og varsla gagnvart ref 5% Auknar minkaveiðar 16% Auknar minkaveiðar og umhirða 5% Aukin umhirða 21% 3. mynd. Nytjuð vörp í slembiúrtaki. Hlutfallsleg tiðni varpa þar sem dúntekja hefur aukist undanfarna áratugi af mismunandi ástœóum. 18 - FREYR 9/99

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.