Freyr - 01.08.1999, Qupperneq 20
Höfundi brá í brún þegar þessi yrðlingur tók á móti honum í staö œðarbónda á Vesturlandi. Yrðlingurinn reyndist
gœfur og vissulega virðist hann sakleysislegur, eða hvað?
3. Leiðir til úrbóta
Æðarbændur voru spurðir í þess-
ari könnun hvaða leiðir væru heppi-
legastar til að draga úr tjóni af völd-
um refa og til hvaða ráðstafana þeir
vildu að ríki/sveitarfélög gripu til.
Skemmst er frá því að segja að
langflestir töldu bestu leiðina vera
að halda tófunni í skeljum, eða
78% umsjónarmanna nytjaðra
varpa og 83% þeirra umsjónar-
manna ónytjaðra varpa sem höfðu
skoðun á því.
Alls höfðu 31 af 68 (46%) um-
sjónarmönnum nytjaðra varpa
skoðun á því hvernig árangursrík-
ast væri að stunda refaveiðar. Tíu
(32%) þeirra álitu að efla mætti
vetrarveiði og töldu það hag-
kvæmustu og bestu leiðina. Rökin
voru þau að minni tími færi í hvem
veiddan ref og að refur ynnist áður
en hann nær að valda tjóni fremur
en við grenjavinnslu. Þó töldu
aðrir 3 (10%) að efla þyrfti grenja-
leit. Einn taldi að taka þyrfti upp
eitrun fyrir refi og annar nefndi að
þjálfa mætti hunda til refaveiða.
Tveir töldu ekki ástæðu til breyt-
inga en hinir 14 (45%) nefndu mis-
munandi útfærslur á kostnaðar-
skiptingu milli ríkis, sveitarfélaga
og jafnvel æðarbænda sjálfra
vegna refaveiða.
Lokaorð
Samkvæmt könnuninni má áætla
að árlegur kostnaður æðarbænda
vegna langvarandi og tímabimd-
innar lækkunar í dúntekju af völd-
um refa nemi um 3,9 ± 3,6 milljón-
um króna (miðað við 40.000 kr./kg
dúnverð) ef varpið að Mýmm í V,-
ís. er fráskilið en 7,7 ± 12,5 millj-
ónum ef Mýrar era með í reikning-
um. Þó ber að hafa í huga að kostn-
aður þjóðarbúsins er lægri þar eð
nokkuð algengt virðist vera að æð-
arkollur flytji sig tímabundið eða
til langframa frá vörpum sem verða
fyrir skakkaföllum vegna refa yfír
á önnur vörp sem stækka sem því
nemur.
Auk þess má gera ráð fyrir
kostnaði allt að 2,9 ± 1,7 milljón-
um króna á ári vegna vöktunar
varpa miðað við að jafnaðarkaup
fyrir vöktun sé 700 kr./klst, ef
Auðkúla í V.-ís. er ekki með í
reikningum, en 6,2 ± 9,7 milljón-
um sé hún meðtalin. Vöktunin er
þó ekki eingöngu vegna refa heldur
einnig máva, hrafna og minka og
því myndi þessi kostnaður ekki
hverfa þó að refur hyrfi með öllu.
Við þetta bætist svo girðingar-
kostnaður hjá nokkmm bændum en
sá kostnaður var ekki áætlaður í
könnuninni.
í ljósi þess að íjárveitingar til
refaveiða hafa fremur farið lækk-
andi en hækkandi undanfarin ár er
fátt sem bendir til annars en að
vöktun, þótt kostnaðarsöm sé, verði
enn um sinn helsta leið æðarbænda
til þess að koma í veg fyrir tjón af
völdum refa.
Heimildir
Ami Snæbjömsson (1996): Um nytj-
ar af æðarfugli. Bliki 17:55-63.
Gísli Karlsson (1996): Ársrit land-
búnaðarins 1996. 47. árg. bls 20.
Lárus Ágúst Gíslason (1982):
Handbók um hlunnindajarðir á ís-
landi. Prentsmiðjan Leiftur hf.,
Reykjavík.
20 - FREYR 9/99