Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1999, Page 29

Freyr - 01.08.1999, Page 29
Gæði grœnmetis á íslenskum markaði I hverju felast gæðin? Gæði er orð sem er mikið notað nú til dags. Fyrirtæki og stofnanir keppast við að vinna eftir gæða- kerfúm til að gera þjónustu sína og vörur sem best úr garði og allt er þetta svo í þágu neytandans. En hvað eru gæði í augum neytenda? Því er ekki svarað svo auðveldlega enda er þama á ferðinni samspil fjölmat'gra þátta. En það er alltaf í höndum neytenda að segja hvað gæði séu. Hvað grænmeti varðar þá er ekki hægt að benda á einhvem einn gæðaþátt og tilkynna að gæði vör- unnar liggi þar. Þessir gæðaþættir hafa svo mismikið vægi eftir því um hvaða grænmetistegund er að ræða. Undir skynræna þætti fellur útlit, lykt, áferð og bragð. Útlit er mikil- vægasti þátturinn þegar neytandinn kaupir vömna en þá skoðar hann lit, stærð og þyngd, svo og hvort hann sjái einhverja galla á vömnni. Bragð er einnig mjög mikilvægur gæðaþáttur en þar gegnir lykt einn- ig stóm hlutverki. Þægindi vöm og hagkvæmni em þættir sem hafa fengið aukið vægi að undanförnu. Neytendur gera kröfú um gott aðgengi að henni og að hún sé auðveld í notkun. Aðrir þættir sem hér skipta máli em verð, umbúðir og vörumerki. Stöðugleiki vöm er mikilvægur fyrir neytendur, en þar er átt við hvemig og hversu lengi gæðin haldast áður en þau fara að rýma. Hollusta grænmetis hefúr hlotið aukna umfjöllun á undanfomum ár- um. Undir hollustu getum við sett hreinleika, öryggi og næringargildi. Almennt er talað urn að hreinleiki íslensks grænmetis sé mikill vegna lítillar notkunar vamarefna. Neyt- endur gera kröfú um að varan sé ör- ugg þannig að það sé óhætt sé að eftir Val Noröra Gunnlaugsson Matvæla- rannsóknum, Keldnaholti neyta hennar. Næringargildi fellur einnig undir hollustu en neytendur gera kröfu um að grænmeti sé auð- ugt af vítamínum og steinefnum og að þau séu á nýtanlegu formi. Orkugildi grænmetis er almennt lágt og er það æskilegt í hinum vestræna heimi i dag. Umhverfísmál framleiðslunnar er gæðaþáttur sem gefínn hefur verið meiri gaumur nú á síðari tímum. Spumingar vakna hvort við séum að ganga á forðabúr náttúmnnar eða hvort við séum að menga um- hverfi okkar með notkun tilbúins áburðar eða með notkun vamar- efna. Út frá þessum spumingum hefúr svo sprottið aukinn áhugi á vistvænni og lífrænni ræktun. Þetta er síður en svo tæmandi upptalning á þeim gæðaþáttum sem snúa að grænmeti en það að þó ljóst að gæði samanstanda af fjölmörgum þátt- um. Verkefni um gæði grænmetis Hjá Matvælarannsóknum Keldna- holti er nú unnið að verkefni um gæði og hollustu grænmetis á ís- lenskum markaði. Matvælarann- sóknir Keldnaholti (MATRA) er ný eining sem sinnir matvælarannsókn- um og varð hún til við sameiningu fæðudeildar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og matvælatækni- deildar Iðntæknistofhunar. Sam- starfsaðilar í verkefninu em Sam- band garðyrkjubænda, Manneldisráð íslands, Garðyrkjuskóli ríkisins, Sölufélag garðyrkjumanna, Agæti og Geislavamir ríkisins. Styrkir frá Tæknisjóði Rannsókn- arráðs íslands, Framleiðnisjóði og Áformi-átaksverkefni gerðu þessa vinnu mögulega. Verkefnið fór af stað fyrir frumkvæði frá RALA og hefur stofnunin staðið undir hluta kostnaðar við það. Hvers vegna var hafist handa við verkefnið? Mikilvægt var að heijast handa við að rannsaka gæði íslenska grænmetisins þar sem búast rná við auknum innflutningi á næstu ámm. Nauðsynlegt er að efla allt gæða- starf við ræktun og dreifingu þann- ig að framleiðendur séu sem best í stakk búnir að mæta auknum inn- flutningi. Þá er mikilvægt að fyrir liggi upplýsingar um gæði íslensks grænmetis þegar nýir möguleikar opnast fýrir hráefni í tilbúna rétti en búast má við talsverðri aukningu á framleiðslu slíkra rétta. Aðstæður til ræktunar grænmetis á íslandi em sérstakar og því verða erlendar niðurstöður ekki yfírfærð- ar á íslenskar aðstæður án sjálf- stæðra athugana. Kalt loftslag, lítil notkun vamarefna, stuttur vaxtar- tími, sérstök birtuskilyrði og rækt- un í gróðurhúsum em þættir sem skipta miklu máli. Ef innlend græn- metisframleiðsla á að halda velli í vaxandi samkeppni við innflutning þurfa ffamleiðendur að hagnýta sér alla mögulega sérstöðu. Hreinleiki afurða vegna lítillar notkunar vam- arefna og bragðgæði vegna langs vaxtartíma em þar á meðal. Framkvæmd verkefnisins Fylgst hefur verið með gæðum FREYR 9/99 - 29

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.