Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1999, Síða 34

Freyr - 01.08.1999, Síða 34
Hestasláttuvél i notkun i Gróðrarstöðinni á Akureyri á fyrstu árum hennar skönmni eftir aldamótin, en fyrstu hestatœkin til heyskapar komu rétt fyrir aldamótin. mæli, einkum fyrstu aldirnar, á meðan árferði var mikið hagstæð- ara en síðar varð, á 15., 16. og 17 öldinni. Komræktin varð þó aldrei algeng, nema í veðursælustu hlut- um landsins, og endanlega lagðist hún niður á 16. öldinni. Kornræktinni fylgdi nokkur kunnátta og tæki til jarðvinnslu. I íslendingasögunum er sagt frá því að menn áttu arðuxa, og þar kemur einnig fram að menn brutu land, plægðu, bæði til túnræktar og akur- yrkju. Arðurinn var tréplógur, eins og þá mun hafa verið notaður um öll Norðurlönd. Jámplógar munu ekki hafa komið til íslands fyrr en eftir miðja 18. öldina eins og síðar verður vikið að. í skrám sem til em yfir eignir ýmissa stórbúa á 14. og 15. öld, þar sem talin eru öll bús- gögn utan húss sem innan, er hvergi nefndur plógur eða arður, né önnur jarðyrkjutæki. Auk búfjárafurðanna nýttu menn sér ýmis náttúragæði (hlunnindi); ýmiss konar grastekja var stunduð, 34 - FREYR 9/99 hvannarætur, skarfakál, söl en lang- mikilvægust voru fjallagrös sem komu sums staðar að veralegu leyti í staðinn fyrir kornmat. Veiðar í ám og vötnum gáfú veralega fæðu og fuglatekja marg- háttuð var mikilvæg, (eggjatekja, gæsir, álftir, lundi, bjargfugl o.s.frv.) Við sjóinn og í árósum voru selveiðar og við og við hval- reki sem gaf björg í bú. Sjávarút- vegurinn var svo annar mikilvæg- asti bjargræðisvegur þjóðarinnar, bæði til fæðuöflunar og til útflutn- ings. í sjávarútvegi var tæknin á sinn hátt jafh frumstæð og í land- búnaðinum. Engin þilskip, eða stærri skip, voru gerð út á íslandi fyrir 1750, aðeins árabátar og einu veiðarfærin voru handfæri. Sama var þó að er- lendar þjóðir hefðu öldum saman gert út á íslandsmið á haffærum skipum. Hollendingar, Bretar, Spánverjar og síðar einkum Frakk- ar frá Normandí. Fyrstu tilraunir til þilskipaútgerðar vora einmitt gerð- ar á síðari hluta 18. aldarinnar (sjá síðar um fyrstu tilraunir til við- reisnar á íslandi) en þær lánuðust ekki. Útvegurinn var að öllu leyti stundaður af útvegsbændum sem tóku við vermönnum víða að af landinu. Á þessum tíma vora því enn eng- in sjávarþorp eða þéttbýlisstaðir á íslandi. Verslunarstaðimir voru mjög fámennir. Árið 1801 vora íbúar Reykjavíkur aðeins 307. Grandvöllur fyrir þéttbýlismyndun kom ekki fyrr en með þilskipaút- gerð á síðari hluta 19. aldar og síðar útgerð togara og vélbáta um og eftir aldamótin 1900. Af öllu framansögðu er ljóst að fólkið í landinu gat ekki orðið fleira en það sem lifað gat af þeim búfjár- flölda sem hægt var að framfleyta af landinu með hinum frumstæðu búskaparháttum. Nánar tiltekið fór þetta eftir því hve mikils fóðurforða fyrir veturinn var hægt að afla með hinum framstæðu tækjum. Þegar árferði var erfítt aflaðist i

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.