Freyr - 01.08.1999, Page 38
Fyrsta dráttarvélin kom til Islands árið 1918. Hana
keyptu Þóráur Asmundsson og Bjarni Ólafsson á
Akranesi.
en það varð síðar sameiginlegt
heiti þessara félaga, sem þá voru
farin að beita sér jafnt á öllum
sviðum búskapar; búíjárrækt, bú-
tækni, jafnt og jarðrækt. Búnaðar-
félög voru komin í nær alla hreppa
landsins um aldamótin síðustu og
urðu síðar grundvöllur í nær öllum
öðrum samtökum bænda.
Búnaðarfélögin höfðu tíðum
jarðyrkjumenn (plægingamenn) á
sínum snærum sem unnu hjá bænd-
um, einkum við nýrækt og til þess
keyptu þau nauðsynleg jarðyrkju-
verkfæri. Túnasléttun önnuðust
bændur hins vegar meira með eigin
vinnuafli.
Búnaðarskólar voru fyrst stofn-
aðir á árunum 1880 - 1890, og frá
þeim breiddist verkþekking og
tækni um landið. Áhrifamestur í
því tilliti varð Búnaðarskólinn í
Olafsdal í Dalasýslu, stofnaður
1880. Skólastjóri hans, Torfi
Bjarnason, gat sér fyrst orð fyrir að
láta smíða í Skotlandi árið 1867
nýja gerð af Ijáum sem tóku þeint
gömlu íslensku langt fram, voru
auðveldari í notkun og skiluðu stór-
auknum afköstum. Einföld endur-
bót á handverkfærum gat á þessum
tíma skipt miklu fyrir afköst við bú-
skapinn.
Á skóla sínum stundaði Torfi
smíðar á helstu búverkfærunr, s.s.
plógum, herfum, hestarekum og
hestakerrum, og auk þess aktygj-
um, og kenndi þessar smíðar. Frá
Ólafsdal dreifðust þessi tæki um
landið allt og urðu þau algeng
næstu áratugina
Það var svo
laust fyrir síð-
ustu aldamót að
fyrstu hestaverk-
færi til heyskap-
ar bárust til
landsins, sláttu-
vélar og rakstr-
arvélar. Alllang-
an tíma tók þó að
þróa eða fá
smíðaðar sláttu-
vélar sem hent-
uðu fyrir ís-
lenskar aðstæður, bæði hestana
og gróðurfarið, og notkun þessara
tækja varð ekki almenn fyrr en á
þriðja eða jafnvel íjórða áratug
þessarar aldar, en þá voru fleiri
tæki einnig komin til sögunnar.
Þá var einnig orðið skammt í það
að dráttarvélar og önnur vélknúin
tæki leystu dráttarhestinn af hólmi
í islenskum landbúnaði. Tímabil
dráttarhesta við hvers konar
bústörf og flutninga í landbúnaði á
íslandi stóð því í reynd ekki nema
í 60 - 80 ár, eða frá því um 1880
og fram undir 1960, og segir það
sitt um það hve hröð tækniþróunin
í íslenskum landbúnaði varð þegar
hún loks fór af stað.
Vélarorkan
og stórvirkari
vélknúin tæki
Á þriðja áratugi þessarar aldar
hefst nýr þáttur í tækniþróun land-
búnaðar á íslandi. Þá hefst sú
tæknibylting sem
gekk yfír með
vaxandi hraða
þannig að um 30
árum siðar er ís-
lenskur landbún-
aður hávélvædd-
ur og tæknin hef-
ur náð svipuðu
stigi og í ná-
grannalöndunum.
Fyrsta dráttar-
vélin kom til
landsins árið
1918, keypt af
ræktunarfélagi á Akranesi. En
strax eftir 1920 tók Búnaðarfélag
íslands að hafa forgöngu um að
búnaðarfélög og einstaklingar
fengju dráttarvélar, sem fyrstu árin
og allt fram til 1940 voru mest not-
aðar til jarðvinnslu (nýræktar)
sem þá fór ört vaxandi.
Á árunum 1921-1928 keypti BÍ
frá Þýskalandi sex mjög stórvirk-
ar jarðvinnsluvélar, sambyggðar
dráttarvélar og jarðvegstætara,
sn. þúfnabana, sem frægir urðu.
Með þeim var unnið allmikið
land, einkum í námunda við
Reykjavík og Akureyri. En þeir
voru ekki vel fallnar til mikilla
flutninga og voru þvi seldir úr
landi og dráttarvélarnar tóku
við.
Skurðgröfurnar
og jarðýturnar
valda byltingu
Framræsla lands, bæði til áveitu-
gerðar og til túnræktar, var mjög
mikilvægur þáttur í búnaðarfram-
forum þessa tíma.
Flafhar voru stórfelldar áveitu-
framkvæmdir á þessum árum, bæði
á Suðurlandi, (Flóaáveita, Skeiða-
áveita og víðar) en einnig á láglendi
dalanna á Norðurlandi.
Fyrsta skurðgrafan kom til
landsins árið 1919 og var notuð
til grafa stóra aðveituskurði fyrir
Skeiðaáveitu og Flóaáveitu og
síðar fleiri. Flóaáveitan, sem unn-
in var á árunum 1921-1927, var
langstærsta einstaka ræktunar-
Póstvagnar á leið yfir Hellisheiði. Timi hestvagnanna var
ekki langur, enginn hestvagn var t.d. til i Reykjavik árið
1928.
38 - FREYR 9/99