Freyr - 01.08.1999, Qupperneq 39
framkvæmd sem unnin hefur verið
á Islandi. Aveitan náði til 166
jarða og var veitt vatni á um
11.500 ha lands.
Síðar var lögð meiri áhersla á að
ræsa fram mýrlendi til túnræktar
enda um helmingur alls ræktanlegs
lands á Islandi raklendi sem þarfn-
ast framræslu til ræktunar.
Til slíkrar framræslu var tekið að
flytja inn hentugar skurðgröfur
laust eftir 1940. Sérstök lög voru
sett um styrk ríkisins við þessa
framræslu og sá Vélasjóður ríkisins
um innkaup og rekstur vélanna.
Um svipað leyti, 1943, var fyrsta
beltadráttarvélin flutt til landsins.
Þær vélar breiddust síðan ört út um
allt land, einkum eftir að sett voru
lög um ræktunarsambönd, sem
höfðu það hlutverk að kaupa og
reka stórvirk jarðræktartæki og
stuðla að aukinni framræslu og ný-
ræktun lands. Beltadráttarvélamar
vom notaðar til að brjóta ný lönd,
plægja, herfa og jafna landið, en
bændur gengu frá því með eigin
tækjum.
Heimilisdráttarvélar til almennra
bústarfa, einkum heyskapar, tóku
að flytjast til landsins á svipuðum
tíma, þ.e. eftir lok síðari heimstyrj-
aldarinnar, og í lok sjötta áratugar-
ins vom þær komnar á svo til öll bú
í landinu. Samfara þessu fengu
menn stöðugt ljölbreyttari og af-
kastameiri tæki tengd dráttarvélum
til allra bústarfa, hverju nafni sem
nefnast. Mest munaði um tækni til
jarðræktar og heyöflunar, sem nú
fór öll fram á ræktuðu landi og nú
var búfénu í vaxandi mæli beitt á
ræktað land.
Byggingar
Tækni Islendinga við húsbygg-
ingar var að sínu leyti jafn fmm-
stæð og við bústörfín. Nær algert
skógleysi landsins gerði það að
verkum að timbur var af mjög
skomum skammti. Flutningar á
timbri til landsins vom dýrir og sá
rekaviður, sem barst til landsins
með hafstraumum norðaustan úr ís-
hafínu, hrökk aðeins til lágmarks-
notkunar á timbri í hverja bygg-
ingu.
Landið bauð ekki upp á nein
heppileg efhi til varanlegra bygg-
inga, miðað við þá tækni sem menn
almennt réðu yfír. Allar venjulegar
byggingar, útihús öll, íbúðarhús og
jafnvel kirkjur, vom gerðar af torfí
og grjóti, jafnt þökin sem veggir og
undirstöður. Aðeins burðarvirki,
stoðir og þakgrindur, voru úr
timbri, en vegna timburskortsins
vom húsin og einkum útihúsin svo
lágreist sem frekast var komist af
með.
Á þessu urðu nær engar breyting-
ar fyrr en undir lok síðustu aldar og
þá helst þær að menn byggðu held-
ur stærri og reisulegri hús eftir því
sem efni manna bötnuðu og timbur
til bygginga varð auðfengnara með
auknum og bættum siglingum til
landsins. Enn héldu menn þó áfram
að byggja útihúsin að mestu úr torfi
og grjóti, og vom slík hús hin al-
gengustu fram á þriðja og fjórða tug
þessarar aldar og sáust allvíða enn í
notkun fram undir 1960. Nær al-
gjört vegleysi landsins og erfiðleik-
ar með alla flutninga héldu lengi
aftur af mönnum við að byggja úr
aðfengnu efhi.
Það er fyrst með tilkomu stein-
steypu á fýrstu tugum aldarinnar
sem Islendingar tóku að byggja
varanlegar byggingar úr innlendu
efni að mestu.
Fyrstu útihús með nýtískulegu
sniði vom byggð á bændaskólunum
og á stöku stórbýlum (Korpúlfs-
stöðum og Blikastöðum) laust fyrir
1930.
Á ámnum 1925-1930 opnuðust
möguleikar fyrir bændur til að fá
stofnlán til bygginga og annarra
framkvæmda á jörðum sínum með
því að myndaður var Bygginga- og
landnámssjóður og Búnaðarbanki
íslands stofnaður. Eftir það hófst
fljótlega almenn uppbygging á
jörðum, samfara aukinni ræktun.
Hröðust varð sú uppbygging þó
eftir lok stríðsins 1945. Um 1960
em nær allar útihúsabyggingar á ís-
landi úr varanlegu efni og svömðu
til þeirrar tækni sem þá var beitt við
búskapinn.
Framfaraþróunin sem reynt var
að hrinda af stað á síðari hluta átj-
ándu aldarinnar tók því nær 200 ár.
I upphafi þessa skeiðs bjó öll
þjóðin í sveitum og hafði oft ekki
nóg að borða en um lok þess bjuggu
meira en 80% þjóðarinnar í bæjum,
en þau tæplega 10% sem unnu að
landbúnaði skiluðu meiri mat-
vælum á borð þjóðarinnar en hún
gat torgað og útflutningur á land-
búnaðarvörum var oft umtals-
verður.
Helstu heimildir.
1. Ámi G. Eylands, „Búvélar og rækt-
un“ (Reykjavík 1950).
2. Búnaðarsamtök á íslandi 150 ára,
Afmælisrit Búnaðarfélags íslands,
ritstjórn HjörturE. Þórarinsson, Jón-
as Jónsson og Olafúr E. Stefánsson
I. og II. bindi. Utg. Búnaðarfélag ís-
lands (Reykjavík 1988).
3. Játvarður Jökull Júlíusson, „Saga
Torfa Bjarnasonar og Ólafsdals-
skóla“. Utg. Búnaðarfélag Islands
(Reykjavík 1986).
4. Rit Björns Halldórssonar í Sauð-
lauksdal, ritstjórar Gísli Kristjáns-
son og Bjöm Sigfússon. Utg. Bún-
aðarfélag íslands (Reykjavík 1983).
5. Sigurður Sigurðsson. „Búnaðarhag-
ir“, Búnaðarfélag Islands, Aldar-
minning II. bindi. (Reykjavík
1937).
6. Sturla Friðriksson: „Líf og Iand“,
„Um vistfræði íslands“ (Reykjavík
1973).
7. Þorkell Jóhannesson, „Búnaðar-
samtök á íslandi 1837-1937“,
Búnaðarfélag Islands, Aldarminn-
ing.
8. Þorkell Jóhannesson, „Á mótum
gamals og nýs túna“, Andvari
1979.
9. Búnaðarrit, margir árgangar, m.a.
starfsskýrslur véla- og verkfæra-
ráðunauta.
Grein þessi er upphaflega samin
sem erindi, er Jlutt var á „Alþjóða-
ráðstefnu um sögu heimskauta- og
norðurslóða", sem haldin var í
Reykjavík 18. - 21.júní 1998. Ráð-
stefnan var á vegum Háskóla ís-
lands og Utanrikisráðuneytisins.
FREYR 9/99 - 39