Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2000, Side 14

Freyr - 01.11.2000, Side 14
Flutningur ánamaðka í tún á Skógasandi Inngangur Á íslandi hafa fundist ellefu teg- undir ánamaðka en mikið vantar á að útbreiðsla þeirra í túnum og út- jörð hafi verið könnuð til hlítar. Haustið 1992 var fjöldi, tegunda- samsetning og aldursdreifing ána- maðka rannsökuð í 12 túnum undir Eyjafjöllum og í Hraungerðishreppi (Hólmfríður Sigurðardóttir og Guðni Þorvaldsson, 1994). Túnin voru mjög breytileg hvað varðar jarðveg, aldur og áburðamotkun. í þessari rannsókn kom fram mikill munur milli túna í fjölda ánamaðka og tegundasamsetningu. Sú spuming vaknaði hvort þessi munur í fjölda og tegundasamsetn- ingu ánamaðka stafaði eingöngu af mismunandi lífsskilyrðum í þessum túnum, eða hvort maðkamir hefðu ekki enn náð að berast í sum túnin eftir náttúrulegum leiðum. Jarð- vegslífvemr, þar með taldir ána- maðkar, hafa áhrif á frjósemi jarð- vegs. Flestar tegundir ánamaðka grafa göng í leit sinni að fæðu og gegna þýðingarmiklu hlutverki við niðurbrot lífrænna leifa í efstu lög- um jarðvegs. Ýmsar erlendar rann- sóknir hafa sýnt að með flutningi ánamaðka í ófrjótt land megi auka frjósemi þess (Stockdill, 1982; Hoogerkamp et al„ 1993; Curry, 1988). í ljósi þessa var ákveðið að gera tilraun með að sleppa ánamöðkum í tún þar sem þeir höfðu ekki verið áður. Fyrir valinu varð 40 ára göm- ul ræktun á Skógasandi. í fyrri rannsókninni voru tekin sýni úr þessu stykki og þá fannst þar aðeins ein tegund, mosaáni (Dendrobaena octaedra (Sav.)) og var mjög lítið af honum. Mosaáni er tegund sem lifir á yfirborði jarðvegs eða rétt undir yfirborðinu og hefur því ekki mikil áhrif á jarðveginn. I nokkurra km eftir Guðna Þorvaldsson, Rannsókna- stofnun land- búnaðarins °9 Hólmfríði Sigurðardóttur, Skipulags- stofnun fjarlægð frá Skógasandi eru gömul, frjósöm tún þar sem mikið er af ánamöðkum eins og taðána (Lumbricus rubellus) og gráána (Aporrectodea caliginosa) en þess- ar tegundir lifa í efstu 15 sm jarð- vegs og grafa báðar göng. Þessar tegundir höfðu ekki náð að nema land í túnunum á Skógasandi sem mynda gróðureyju í sandinum. Efni og aðferðir Um miðjan ágúst 1993 var lögð út tilraun þar sem tað- og gráána var sleppt í tún á Skógasandi. Um 900 möðkum af hvorri tegund var safnað á Raufarfelli undir Eyjafjöll- um og þeim sleppt í fjóra 30 m2 reiti (tveir reitir með hvorri tegund, 15 maðkar á fermetra). Sverðinum var aðeins lyft upp með skóflu víða í reitunum og maðkamir settir undir torfuna ásamt örlitlu af hrossataði. Auk þess var komið upp tveimur viðmiðunarreitum þar sem túninu var raskað á sama hátt án þess að möðkum væri sleppt. Fjarlægð milli reita er 50 m, til að tryggja að maðkamir dreifðust ekki af sjálfs- dáðum milli reita fyrstu árin. Flest- um möðkunum var sleppt lausum í reitina nema hvað 10 maðkar í hverjum reit voru hafðir í tveimur niðurgröfnum netpokum (5 í hvor- um), svo hægt að yrði að fylgjast með þeim fyrsta árið. Niðurstöður í október fyrsta haustið var skoð- að í pokana. Afföll vom þá ekki mikil og maðkamir virtust sprækir. Möðkum var bætt í pokana þannig að 5 voru í hverjum eins og í upp- hafi. Maðkarnir utan pokanna virt- ust einnig dafna vel. I september 1994 vom reitirnir skoðaðir aftur. Egghylki og ána- maðkar af báðum tegundum fund- ust og maðkamir virtust dafna vel. Um fjórðungur maðkanna, sem vom í pokunum árið áður, vom þar enn og nokkuð mörg egghylki höfðu bæst í pokana. Vorið 1995 voru reitimir skoðað- ir og fannst þá mjög lítið af möðk- um.Veturinn 1995 var óvenju harð- ur á þessum slóðum, klaki náði nið- ur í 30-40 sm dýpt og svell lágu lengi á túnum. Kal hefur verið nán- ast óþekkt fyrirbæri undir Eyjafjöll- um, en miklar kalskemmdir voru á Skógasandi þetta vor. Reitimir vom skoðaðir aftur um haustið og þrjú sýni (25x25 sm) tekin úr hverjum reit og blautsigtuð. Einungis fannst einn lifandi taðáni og eitt egghylki gráána í sýnunum og auk þess nokkur egghylki mosaána. Þetta samsvarar 1-2 möðkum á fermetra sem er mjög lítið. I júlí 1998 vom tekin tvö sýni úr hverjum reit (25x25 sm) og þá fannst einn grááni, einn taðáni og 14 egghylki taðána. Auk þess fund- ust tveir mosaánar og nokkur egg- hylki. Þetta samsvarar 4 möðkum á fermetra af hverri tegund. í ágúst 2000 vom reitimir enn skoðaðir og einungis eitt sýni tekið úr hverjum reit. Þá fannst einn tað- 14 - FREYR 10/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.