Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.2000, Qupperneq 18

Freyr - 01.11.2000, Qupperneq 18
4. tafla. Tilraun nr. 95-60 með manganáburð á engi á Hvanneyrarfit. Hey hkg/ha, meðaltal áranna 1960-1963. Mangan ekki borið á 47,5 Mangansúlfat, 25 kg/ha 46,7 Mangansúlfat, 100 kg/ha_____________46,2___________________ Stærð reita var 50 m2, samreitir voru 3. Grunnáburður kg/ha: 100 N. nálægum löndum að túngróður skorti ekki mangan nema að mikið kalk sé í jörðu. Kláði og aðrir sveppir, sem sækja á kartöflur, færast í aukana eftir því sem meira kalk er í jarðvegi, þ.e. sýrustigið er hærra. I sumum lönd- um, t.d. Noregi, er dregið úr sveppasýkingu í slíkum görðum með því að bera mangansúlfat á. Sink Árin 1961-1963 voru gerðar athuganir með sinkáburð í tilrauna- kerum. Fyrsta árið var grænkál haft í kerunum og tvö síðari árin var höfrum sáð í þau. Borið var á sem svaraði 25, 50 og 100 kg/ha af sink- súlfati (ZnSO^) með um 23% sinki. Það var ekki hægt að merkja að ESB dregur úr styrkjum til landbúnaðar Embættismannaráð ESB vill minnka styrki sambandsins til landbúnaðar um 930 milljón evra eða um 7 milljarða ísl. kr. á næsta ári. Ráðið leggur þetta til þar sem markaðsstaða búvara hefur batn- að, þ.e. skráð verð á mörkuðum hefur hækkað. Það er kom, sykur, ávextir, grænmeti, ásamt mjólkurafurð- um og kindakjöti, sem þarf minni framlög, en ráð var fyrir gert, en olífuolía, baðmull og nautakjöt þarf aukinn stuðning. (Landsbygdens Folk nr. 44/2000). sinkið yki uppskeru, en það komu heldur ekki fram eiturverkanir. Það er trúlega vegna þess að jarðvegur- inn var tiltölulega súr. Fjölmargar erlendar rannsóknir sýna að mest hætta er á sinkskorti ef sýrustig jarðvegs er pH 7 eða hærra. Yfir- leitt er sýmstig í íslenskum jarðvegi miklu lægra, nema kalk hafi verið notað í óhófi. Það ætti ekki að vera nein hætta á sinkskorti í íslenskum túnum eða ökrum nema vera kynni í skeljasandstúnum. Molybden Árin 1959-1963 vom gerðar ker- tilraunir með molybden á Hvann- eyri. Tvö ár var höfrum sáð í kerin en hin árin var notað vorhveiti, vallarfoxgras og höfuðsalat. Uðað var á plönturnar sem svaraði 1, 2 og 4 kg/ha af natríummolybdati (Na2Mo04) með um 40% af rnolyb- deni. Hugsanlega jók molybdatið uppskeru lítillega, einkum þar sem notað var 2 kg/ha af natríummolyb- dati. Þetta átti við um allar tegund- imar, þó síst hafrana. Þetta er í sam- ræmi við reynsluna af ræktun blómkáls á Hvanneyri, en þar kem- ur molybdenskortur fyrir öðru hvom. Jurtir af krossblómaætt, ekki síst blómkál, skortir oft molybden. Ein- kennin em að blöð kálsins verða óeðlilega mjó og blaðskerðingamar miklar. Jaðrar blaðanna herpast saman svo að þau verða ausulaga. Molybden skolast auðveldlega úr jarðvegi Vegna þess hve lítið þarf að bera á af molybdeni er áburðinn venju- lega leystur upp í vatni og honum úðað á plönturnar. Ef reynt er að dreifa honum í þurru formi er hætt við að sumir hlutar garðsins eða ak- ursins fá of lítinn áburð en aðrir of mikinn, sem verkar sem eitur á gróðurinn. Á Hvanneyri var einu sinni borið á 112 kg/ha af natríum- molybdati á túnblett. Það leiddi til vaxtarrýmunar og vansköpunar á plöntum. Molybdenáburðurinn sem nú er mest notaður er ammoníummolyb- dat ((NH4)2Mo04) með 54% af mo- lybdeni. Bór Tilraunir með bóráburð hafa ekki verið gerðar á Hvanneyri. Bórskort- ur er þó algengur á Islandi, einkum í jurtum af krossblómaætt. Þess vegna er rétt að minnast á bór með nokkrum orðum. Bórþörf jurta er 100-1000 g/ha af bóri. Gulrófur, næpur, gulrætur, kartöflur og belgjurtir eru við- kvæmar fyrir bórskorti. Það kann- ast flestir við einkenni bórskorts í gulrófum. Þær virðast vera heil- brigðar að utan, en í þeim sjást glærir eða dökkir blettir, þegar þær skornar í sundur. Rófurnar eru þá óætar. Bórskortur er algengur í holta- og melajarðvegi og mest ber á honum í þurmm árum. Margir hafa þá reglu að bera bóráburð á þær jurtir sem eru viðkvæmar fyrir bórskorti. Nú er algengast að nota áburðarblöndur með bór í, t.d. Blá- korn, Græði 1 eða tilsvarandi áburð. En einnig má nota bórax (Na2B407), af því er venjulega not- að 15-20 kg/ha á gulrófur. Heimildir Finck, Amold, 1982: Fertilizers and Fertilization. 438 bls. Guðmundur Jónsson, 1979: Skrá um rannsóknir í landbúnaði . Tilraunanið- urstöður 1900-1965. Rannsóknastofnun landbúnaðarins. 428 bls. Guðmundur Jónsson, 1998: Skrá um rannsóknir í landbúnaði . Tilraunanið- urstöður 1965-1980. Bændaskólinn á Hvanneyri. 580 bls. Þorsteinn Þorsteinsson, 1984: Snefil- efni í fóðri nautgripa, sauðfjár og hrossa. Handbók bænda, 34: 249-253. 18 - FREYR 10/2000

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.