Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2000, Page 28

Freyr - 01.11.2000, Page 28
Selja (Salix caprea) Náttúruleg heim- kynni selju eru í Evr- ópu og austur til Norðaustur-Asíu (Ólafur Njálsson, 1994). Selja er fljót- vaxin, einstofna eða margstofna, og verð ur hávöxnust víðiteg unda eða allt að 25 m í heimkynnum sínum (Baldur Þor- steinsson, 1990(1)). Kjörlendi selj- unnar er raklendi, gjaman meðfram lækjum, ám eða vötnum en hún finnst einnig í skóglendi. Ræktun selju á íslandi hefur gengið vel og hefur hún þótt harð- gerð og vindþolin (Baldur Þor- steinsson, 1990(1)). Seljan á það til að kala í uppvextinum en með hækkandi aldri minnka líkur á því. Það kvæmi selju sem mest er í ræktun hér á landi er frá Saltdal í Norður-Noregi. Flestir einstakling- amir eru kvenkyns en karltrén má þekkja af áberandi gulum frjó- hnöppum (Baldur Þorsteinsson, 1990(1)). í Borgarfirði og um norðvestan- vert landið er víða í ræktun selju- kvæmi frá Lofoten í Noregi sem athyglisvert er að nota í húnvetnsk skjólbelti. Plöntur þessar eru af- kvæmi plantna sem sáð var í gróðrarstöðinni Laufskálum í Borgarfirði árið 1982 (Jóhann Pálsson, 1997). Það sem helst gæti staðið selju fyrir þrifum sem skjólbeltaplöntu er að erfitt er að rækta hana upp af stiklingum (Jóhann Pálsson, 1997). Þetta veldur því að hún er ekki eins meðfærileg í ræktun og aðrar víði- tegundir. Ekki er þó ástæða til þess að gefa seljuna upp á bátinn því að hún er mjög beinvaxin og falleg og á vel við þar sem krafa er gerð til beinvaxinna og smekklegra skjólbelta. Selja getur átt vel við í Húnavatnssýslum, einkum lengra inn til landsins og í þurrari jarðvegi, en selja þolir þurran jarðveg betur en t.d. Alaskavíðir (Ólafur Njáls- son, 1995). Seljan á einnig sérstak- lega vel við í skjólbeltakerfum ná- lægt híbýlum eða útihúsum. Gulvíðir (Salix phylicifolia) Heimkynni gulví" em á Islandi, í Evr- ópu og austur til Norðaustur-Asíu (Ólafur Njálsson, 1994). Gulvíðir er ein fjögurra ís- lenskra víðitegunda og breytileikinn innan hans þykir með eindæmum mikið (Jóhann Pálsson, 1997). í eðli sínu er gulvíðirinn mnnvaxinn en getur myndað tré allt að 6 m há og getur þannig hentað sem fósturtré jafnt sem undirskjól. Rannsóknum á gulvíði hefur lítið verið sinnt en líklegt má telja að vegna hins mikla breytileika sé grundvöllur fyrir ræktun hans sem skjólbeltaplöntu. E.t.v. væri athyglisverðast að rækta klóna af trjám sem eru aðlöguð að veðráttu Norðvestanlands, þ.e. ef nógu há- vaxnir klónar finnast. Nokkur kvæmi eru í ræktun af gulvíði, s.s. glitvíðir og sandvíðir, en strandavíðir, sem ættaður er frá bænum Tröllatungu á Ströndum, hefur verið vinsælastur. Stranda- víðirinn er mjög vindþolinn, þolir særok flestum víðitegundum betur og virðist hafa mikla mótstöðu gagnvart plágum ýmiss konar (Ólafur Njálsson, 1994). Mæla má með notkun strandavíðis í Húna- vatnssýslum. Vel má hugsa sér að strandavíðir geti gagnast vel við ströndina, s.s. í Hrútafirði, Hegg- staðanesi, Vatnsnesi og á Skaga, en eins og fyrr er nefnt væri einnig fróðlegt að nýta sér þann efnivið sem til er á svæðinu. Brekkuvíðir (Salix sp ,,islandica“) Brekkuvíðir er íslensk tegund sem líklega er upprunnin í Rangárvalla- sýslu. Deilt er um uppmna hans og er hann ýmist talinn blendingur annarra víðitegunda, s.s. gulvíðis, loðvíðis og grávíðis, eða sérstök tegund (Ólafur Njálsson, 1994). Því hefur einnig verið haldið ffam að brekkuvíðir sé hreinlega klónn af gulvíði (Jóhann Pálsson, 1997). Brekkuvíðir er vindþolinn og sæ- roksþolinn og þykir sérlega fallegur víðir. Hann hefur mikið verið not- aður í limgerði um land allt en er ekki sérlega hávaxinn og því e.t.v. ekki heppilegasta tegundin sem fósturtré. Brekkuvíðir hefur komið vel út á Ströndum og Norðurlandi vestra og þá einkum karlplönturnar sem reynst hafa hávaxnari en kven- plöntumar sem sýna meiri einkenni runna. (Munnleg heimild: Amlín Ólafsdóttir). Framtíðartré Framtíðartrén em þau tré sem lengst eiga að endast í skjólbeltinu og mynda háskjól í framtíð beltis- ins. Hlutverk fósturtrjánna er fyrst og fremst að vaxa hratt og mynda skjól fyrir framtíðar háskjól. Sem framtíðartré veljast tré sem gjaman eru langlíf en þau þurfa einnig að vera harðgerð, vindþolin og helst hávaxin og beinvaxin. Alaskaösp (Populus tricliocarpa) Populus ættkvísl- in er hluti víðiættar j og á norðurhveli jarðar eru um 3C tegundir aspa (Bal Þorsteinsson, 1990(1)). Alaskaösp- ina er einkum að finna í strandhér- uðum vestast í Norður-Ameríku, frá Kalifomíu í suðri norður til Alaska (Ólafur Njálsson, 1994). Hún er stórvöxnust aspa í Norður- Ameríku og verður 25-30 m há í Alaska en allt að 70 m sunnar í heimkynnum sínum (Baldur Þorsteinsson, 1990(1)). Kjörlendi Alaskaasparinnar er í rökum jarðvegi á láglendi. Aspir eru beinvaxnar með keilulaga krónu og verða 100-200 ára (Ólafur Njálsson, 1994). Fyrstu aspimar vom fluttar til landsins árið 1944 og komið fyrir í Múlakoti í Fljótshlíð. Á árabilinu 1947-1952 var flutt inn mikið magn af græðlingum og eitthvað af fræi 28 - FREYR 10/2000

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.