Freyr - 01.11.2000, Side 38
árangur verkefnisins.
Verkefni eins og „Bændur græða
landið“ krefst stöðugs endurmats
og er Landgræðslan að skoða
möguleika á útvíkkum þess, þannig
að það styrki einnig fleiri aðferðir
við landgræðslu, svo sem notkun
búfjáráburðar og girðingarfram-
kvæmdir. Skortur á fjármagni hef-
ur þó komið í veg fyrir breyttar
áherslur.
Landgræðslufélög og
önnur félagasamtök
Áhugi bænda á landgræðslu nær
út fyrir eigin túngarð. Þeir vinna
með ýmsum félagasamtökum að
margs konar landbótaverkefnum á
heiðum, afréttum og víðar.
Nokkur landgræðslufélög eru
starfandi í landinu og þau helstu,
þar sem bændur eru þátttakendur
og máttarstólpar, eru Landgræðslu-
félög Biskupstungna, Skaftár-
hrepps, Öræfinga, og Landbót í
Vopnafirði, sem öll hafa unnið mik-
ið og óeigingjarnt starf. Mörg önn-
ur félagasamtök í sveitum hafa
einnig lagt hönd á plóginn við upp-
græðslustörf í byggð og óbyggð.
Má þar nefna Kiwanisklúbb og
fjárbændur í Hrunamannahreppi og
fjárbændur í Biskupstungum sem
hafa um árabil stundað uppgræðslu
á afréttum sínum, Skjólskóga í Ön-
undar- og Dýrafirði, sem vinna að
(Ljósm. S.J.).
Setið að snœðingi ískógartorfunum sem verið var að bjarga við Sandvatnshlið
á Biskupstungnaafrétti. (Ljósm. S.J.)
Árangur má meta á
ýmsa vegu
Verkefnið hefur verið fjármagnað
af rekstrarfé Landgræðslunnar og
framlagi af umhverfislið búvöru-
samnings. Einnig hafa nokkur
sveitarfélög styrkt það.
Hlutverk Landgræðslunnar í
þessu samstarfi er að leiðbeina við
uppgræðslustarfið, meta árangur,
styrkja bændur við áburðarkaup og
láta í té fræ, sé þess þörf. Bóndinn
sér um að panta og flytja áburð og
er að beit sé þar hófleg svo að upp-
söfnun lífrænna efna og myndun
frjósamari jarðvegs sé möguleg.
Eftir aðhlynningu þarf að nýta
landið sjálfbært eins og allt annað
land. Verkefnið, sem nú heitir
„Bændur græða landið“ (BGL),
hófst formlega fyrir áratug og hefur
þátttakendum stöðugt fjölgað. Allir
bændur geta sótt um þátttöku. Skil-
yrði er að þeir hafi land sem er illa
eða ógróið og undir hóflegu beitar-
álagi. Svo fjölmennt verkefni og
umfangsmikið krefst góðs skipu-
lags og skráningar. Starfsmenn
Landgræðslunnar í héruðum heim-
sækja bændur reglulega og eru
þeirra tengiliðir. Það gefur auga
leið að heimsóknir landgræðslu-
fólks til yfir 500 bænda árlega frá
upphafi efla tengslin við bænda-
stéttina.
um hina verklegu framkvæmd upp-
græðslunnar. Munurinn á því að
vinna á sléttum melum og í bröttum
hlíðum, þar sem verið er að loka
rofabörðum, er mikill, bæði hvað
varðar vinnubrögð og tíma.
Aðgengi að fyrirhuguðu
uppgræðslusvæði ræður auk þess
miklu um hvemig gengur. Árangur
uppgræðslunnar er ekki einungis
mældur í fjölda hektara uppgrædds
lands eða fjölda áburðartonna,
heldur einnig í því landi sem
bjargað hefur verið frá eyðingu
með lokun rofabarða og stöðvun
landeyðingar á annan hátt. Erfitt er
því að nota einfalda mælistiku á
Áhugamenn búast til sóknar gegn gróðureyðingunni.
38 - FREYR 10/2000