Elektron - 01.04.1915, Side 7
3
Eftir 0. B.
Eitt af því, sem mesta eftirtekt
hefur vakið á seinni árum, er þráð-
lausa tirðritunin, sem nú er orðin út-
breidd um mestallan heiminn og þykir
alstaðar ómissandi, sjerstaklega á skip-
um. Það hefur lítið eða ekkert verið
skrifað um þessa merkilegu uppfind-
ingu, og eru því flestir landsmanna,
sem ekki hafa haft tækifæri til þess
að kynna sjer liana nánar eða gera
sjer hana ljósa. í þessari grein ætla
jeg að reyna að skýra hana dálítið, en
fyrst verðum við lítið eitt að athuga
sögu hennar. Til þess að vera sem
stuttorðastui', tek jeg' hjer að eins
»bylgju-firðritunina«, er það sú að-
ferð, sem nú er notuð; til eru nrargar
lleiri, en þær hafa enga praktiska
þýðingu.
Menn liafa um langan aldur brotið
heilann um það, hvernig þeir ættu
að geta komið orðum til fjarlægra
staða, án þess að hafa nokkuð sam-
band milli þeirra annað en loftið.
Þetta hepnaðist nú lengi misjafnlega,
en árangur af tilraunum margra þess-
ara manna liefur orðið seinni tíma
vísindamönnum að miklum notum.
Með rafmagnsneista myndast sveifl-
ur, setn selja eterinn, næst neistanum
á hreyfingu (sveifluhreyfingu). Þessi
hreyfing breiðist síðan út i allar áttir
eins og bylgjur. í byrjun 19. aldar-
innar voru ýmsir, sem hjeldu því
fram, að rafinagusneistinn væri að
eins ónýling (neutralisering) á gagn-
stæðum rafmagnshleðslum.
[Frh.’j
I \ f. s.
(Það sem birtisl í þessum dálki,
er ætlað meðlimum F. í. S,, og eru
þeir beðnir að fara aldrei fram hjá
honum).
Meðlimireru beðnir að afsaka hvernig
lögin voru úr garði gerð; er mein-
ingin, að þau verði prentuð, eftir aðal-
fund í sumar, og verða þá send úl
aftur. Fyrir aðal-fundinn eru menn
beðnir um, að senda fonnanni fje-
lagsins, (hr. Otto Björnssyni í Rvík),
þær breytingartillögur, sem þeir kynnu
að óska að koma með.
8 ampérestunda rafmagns-
geymir.
Hjer er dálítil leiðbeining um,
livernig menn geti sjálfir gert sjer dá-
lítinn rafmagnsgeymi.
Fyrst er kassinn; hann getur verið
úr ca. 1 cm. þykkum við, og sje stærð
hans 2.5x15x15 cm. Kassann skal
tjarga vel utan og innan — og verður
hann að vera vatnsþjettur. Næst eru
blýplöturnar. Þær eru 3 og skulu
vera jafnstórar og hliðar kassans
(innanmál). Upp úr einu horni hverrar
plötu á að vera dálítil tunga, ca. 2
cm. löng og 1 cm. breið. Sfðan skal
taka stóran nagla og höggva með
honum dældir í plöturnar, þessar
dældir eða holur, skulu vera þjetlar.
þá skal blanda saman menju og þyntri
brennisteinssýru (20°/o), en gæta verður
þess, að deigið verði ekki of þunt.
Þelta deig er síðan borið í holurnar
á einni plötunni, nægilega en þó ekki
of mikið. Svo skal fara eins að með
gult málunarduft (chromgult) og bera
það deig á hinar plöturnar. Ivassann
verður að útbúa svo, að plöturnar
geti ekki snertzt. Plöturnar skulu
vera í þessari röð í kassanum : fyrst