Elektron - 01.04.1915, Síða 12

Elektron - 01.04.1915, Síða 12
8 Dugnaður loftskeytamanna. Það er tekið til jiess hve niikla hugprýði og dugnað loftskej’tamenn á skipum sýni, þegar slys beri að höndum. Nýlega strandaði skip skamt frá San Francisco, í óveðri miklu, og varð ilestum bjargað, fyiir snarræði loftskeytamannsins. Þegar loftskeyta- tækin voru orðin ónýt, klifraði hann upp í siglutrjeð og sendi þaðan, með rafmagnsljósi, merki i land, á Morse- stafrófinu. Hjer er lika annað dæmi: Gufuskipið »Chester« fórsl nýlega á miðju Atlantshafi. Bar gufuskipið »Philadelphia« þar að, og þóttist skip- sljóri þess sjá að eitthvað myndi vera að hinu skipinu. Hann skipaði loft- skeytamanninum að reyna að ná sam- bandi við hitt skipið, og er það hepn- aðist ekki, var loftskeytamaðurinn kallaður upp á stjórnpallinn, sá liann þá að frá »Chester« voru send Ijós- merki, og var hægt að lesa úr þeim eftir Morse-stafrófmu. »Fhiladelphia« svaraði þá á sama hátt og fjekk að vita, að loftskeytatæki »Chester's« voru í ólagi og var skipið að sökkva, en »Philadelphia« tókst að bjarga skipshöfninni. Steinsteypuskip. í Ítalíu hefur verið fundin upp ný aðferð við skipagerð; er hún þannig, að skrokkurinn er steyptur (úr cem- entssteypu) í móti í einu lagi. Kostur- inn við aðferð þessa er sá, að fljót- legra er að byggja skip á þennan hátl. Skip þessi eru sögð vera sterkari en trjeskip og járnskip, en ekki eins sveigjanleg og járnskip. Til þess að styrkja þau, er vírnet steypl í hlið- arnar. Nýlega var brynjuðu beitiskipi siglt á slíkt skip og skemdist steypu- skipið ekkert. (Teknisk Ukebtad). Talsími yfir þvera Ameríku. 25. janúar síðastliðinn vt r opnuð talsímalína milli New York og San Francisco. Lengd símans er nærri 5500 km. Á báðum stöðum voru samankonmir margir helztu ritsíma- og talsimamenn Ameríku. Alexander Graham Bell var sjálfur viðstaddur þegar línan var opnuð, og talaði hann fyrstur manna eftir henni, við að- stoðarmann sinn Mr. Thomas A. Wat- son, sem var í San Francisco. Fyrst notuðu þeir ný áhöld, sem Bell hafði gert, en síðan skiftu þeir um og reyndu sainskonar áhald og Watson hafði smíðað fyrir hann 1875, og heyrðist greinilega með því. Síðan töluðu báðir við Wilson forseta í hvíta húsinu í Washington. Var dag- urinn hinn hátíðlegasti. Sæsímaslit. Meðal annara hafa þessir sæsímar verið slitnir: Azores — Emden (2 kablar), slitinn 5. ágúst, Svíþjóð. — Þýzkaland, slUinn 30. september síðastliðinn. Þegar bafísinn kom inn á ísafjarðar- djúp, fyrir skömmu, skemdi hann sæ- símana yfir Hestfjörð og Skötufjörð. Hefur síðan ekkert ritsímasamband verið við ísafjörð og mjög slæmt tal- símasamband. Með »Vestu« fóru 2 menn hjeðan til þess að gera við, og er nú járnþráðurinn aftur í lagi, en koparþráðurinn kemur væntanlega í lag innan fárra daga. .Talsimameyjar i Egyptalandi verða að kunna Ensku, Frönsku, ítölsku, Grísku og Arabisku. (Modern Electrics). Ritstjóri og ábyrgðarm.: Ottó Björnsson. Frcnlsmiðian Gutenberg.

x

Elektron

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.