Elektron - 01.09.1918, Qupperneq 9
E L E K T R O N
69
o—c og a —d hljóta að vera jafnar,
svo að a—d getur eins vel táknað
gildi og átt rafmagnshreyfiafls þess
er þarf til þess að yfirbuga rafmagns-
hreyfiafl íleiðslunnar, svo að við get-
um lekið út þríhyrninginn o-a—d,
sem táknar verkanir eiginleiðslunnar
og fyrirstöðunnar í röð. Línan o—a
táknar rafmagnshreyfiafl það, sem
þarf til þess að yfirbuga jafnstraums-
fyrirstöðuna; línan a—d láknar raf-
magnshreyfiafl það sem þarf til þess
að yfirbuga eiginíleiðsluna og línan
o —d samanlagt rafmagnshreyfiaflið.
A þessu sjáum við, að áhrif eigin-
íleiðslu og jafnstraumsfyrirstöðu í
sömu hringrásinni (verkandi í röð
hvort við annað) er ávalt liægt að
tákna með rétthyrndum þríhyrningi.
(Frh.).
Einkennileg sæsímabilun.
í aprílmánuði síðaslliðnum kom
upp bilun í einum sæsímanum yfir
Hvalfjörð og i maí var farið þangað
upp eftir, til þess að gera við hana.
Bilunin mældist nál. 60 m. frá sæ-
símahúsinu við Katanes, eða rétt í
flæðarmálinu, og er farið var að at-
huga kabilinn þar, kom í ljós, að
stálbrynja hans var töluvert skemd.
Þegar farið var að draga hann inn
á skipið sást að skemdir þessar náðu
nokkuð langt út í fjörðinn, svo að
taka varð 200—300 melra bút úr og
skeyla nýjan inn í. Skemdum þessum
var þannig varið, að strengirnir í
stálbrynjunni voru meir eða minna
étnir (tærðir) og höíðu víða hrunið
úr þeim stykki. Er þetta næsta ein-
kennilegt, þar sem hér virðist ekki
vera um neina súrkölkun (oxydation)
að ræða og þar sem ekki var sjáan-
legt að hinir kablarnir, er liggja þar
nærri samsíða, séu neitt skemdir.
Teinn úr brynju þessa kabils hefir
verið rannsakaður, en eigi fundist
nein óeðlileg efnasambönd í honum.
Tvent er hugsanlegt, sem sé, að kabill
þessi hafi verið miður vandaður frá
verksmiðjunnar hendi, eða að í botn-
inum séu einhver þau efni, er étið
liafi brynjuna, því að sá hluli hans,
sem legið hafði í sandinum var ét-
inn, en það sem upp úr stóð óskemt.
Til þess að komast eftir þessu, var
tekinn sandur úr botninum og feng-