Barnablaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 4
4 Hvernig er að búa í útlöndum? Edda Björk er jjórtán ára, og Egill bróðir hennar er þrettán ára. Þau bjuggu fyrst í Eþíópíu í fjögur ár, svo tvö ár á Akureyri, siðan fjögur ár í Kenya, en þau hafa búið í Reykjavík síðustu fjögur árin. Við spurðum þau fyrst um skólann sem þau sóltu í Kenya. Edda: Þegar við komum heim til Islands kunnum við bara norsku, því við vorum í norsk- um heimavistarskóla í Nairobi í Kenya. í honum voru um þrjá- tíu nemendur, og við byrjuðum þar sjö ára. Skólinn var eina dag- leið frá heimili okkar svo við gátum bara farið heim í löngum fríum, eins og um jólin. Egill: Við lærðum ensku frá byrjun, en að öðru leyti lærðum við mest það sama og hér er kennt. BA: Hvað gerðuð þið í frí- stundum þegar þið voruð í heimavistarskólanum? Edda: Við fórum í blak, og þar var líka sundlaug . . . Egill: . . . frímerkjaklúbbur og fótbolti. Edda: Við áttum heima úti í sveit, langt inni í landi í Kenya, í þorpi sem heitir Chepareri. Fyrst var fólkið hrætt við okkur, en svo vandist það okkur. Krakkarnir héldu fyrst að við værunr mannætur vegna þess að við vorum með svo rauðar varir! BA: Hvað gera krakkar í Kenya? Egill: Þeir passa geiturnar, leika sér með boga og örvar og reyna að veiða eitthvað, en það tókst sjaldan. Einu sinni var ég næstunr því búinn að skjóta héra, en hann stakk bara af. BA: Stafaði engin hætta af villidýrum? Edda: Nei, þau eru svo hrædd við fólk að það er ekki mikil hætta, nema þá í háu grasi. Egill: í myrkri varð maður að passa sig á slöngum með því að hafa ljós fyrir framan sig. BA: Getið þið sagt frá ein- hverjum ævintýralegum atburð- um sem þið lentuð í? Egill: Einu sinni vorum við Edda Björk Skúladóttir. stödd í dýragarði, og vorum að gefa einum filnum kex. Við sát- um inni í bíl, og réttum honunr kexið út um gluggann. Þá varð hann svo gráðugur að hann hrifsaði af okkur kexpakkann og át hann í heilu lagi, með bréfi og öllu saman. Að því loknu stakk hann rananum inn í bílinn og slefaði yfir okkur öll, þegar hann varað sníkja meira. Edda: I dýragarðinum voru tamin ljón, en í þjóðgarðinum voru villt Ijón og þurfti maður að fara kl. sex á morgnana til að geta séð þau, því að þau hvíla sig um miðjan daginn. Þá verður að aka um í lokuðum bílum. Við vorum vöruð við að fara út, þvi að á sumum stöðum gat rnaður átt á hættu að verða étinn.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.