Barnablaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 20

Barnablaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 20
20 Verðlaunaafhending Axel Þór Kolbeinsson tekur við 1. verölaunum í Ijósmyndasamkeppni Barnablaðsins. Guðrún Markúsdóttir blaðamaður afhendir verðlaunin. SAMKEPPNI! — skilafrestur framlengdur I síðasta blaði buðum við veg- leg verðlaun fyrir góða sögu — og takið eftir — þau eru enn í boði. Okkur bárust nokkrar sög- ur, sem gefa til kynna að þið get- ið vel skrifað. Helst fannst okkur skorta á að þið notuðuð ímynd- unaraflið og gæfuð pennanum frelsi til að skrifa. Við höfum því ákveðið að framlengja skilafrestinn til l. apríl, og vonumst við til að und- irtektir verði enn betri, og sög- urnar fjölbreytilegri. Efnið ersem fyrr: Efjólin vœm frá okkur lekin. Nú eru jólin nýlega liðin, og þá er upplagt að líta til baka og hugsa um hvers virði jólin eru okkur. Gefíð nú hugmyndafluginu lausan tauminn, og munið að bestu sögurnar hljóta verðlaun. Fyrstu verðlaun: 5.000-. krónur. Önnur verðlaun: 2.500-. krónur. Þriðju verðlaun: l .000-. krónur. Skilafrestur er til 1. apríl, og utanáskriftin er: Barnablaðið-samkeppni Pósthólf 5135 125 Reykjavík

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.