Barnablaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 16

Barnablaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 16
16 þá má vera að við séum komin vel á veg.“ „Hversu langt eruð þið komn- ar?“ Ester og Alexander gengu inn rétt í þessu. Þau fengu að heyra um nýju ráðagerðina. Aft- ur kviknaði von: Stóðu þau ef til vill frammi fyrir lausn leyndar- dómsins? Þegar Hans Georg kom aftur varð hann mjög hrifinn af þessu nýja herbragði. í heimsókninni hafði hann kynnst herra Martin. Hans Georg varð að breyta því áliti sem hann hafði haft á lög- regiuþjónum, sífellt á höttunum eftir afbrotamönnum. Herra Martin var yfirvegaður og róleg- ur, kristinn maður. ÓVÆNTAR UPPGÖTVANIR í GÖNGUFERÐ Morguninn eftir skein sólin glaðlega inn í borðstofuna. Það var sunnudagur, svo allir fóru sér rólega við morgunverðinn, því guðsþjónustan byrjaði ekki fyrr en kl. 10:00. Nú voru þau búin að vera hér í viku, en hvað dagarnir höfðu liðið hratt. Þetta varsvo spennandi! Ester og Petra ætluðu að laga pizzu (flatböku) eftir guðsþjón- ustuna. Svo ætlaði allur hópur- inn að ganga upp á ijallstind, sem gnæfði yfir kastalann. Að morgunverði loknum báðu þau saman. Þau báðu líka fyrir söfn- uðinum og prestinum. Prestur safnaðarins var í sum- arfríi svo herra Martin sá um guðsþjónustuna. Hann tók þátt sem leikmaður í starfi safnaðar- ins. Systkinin voru áköf í að sækja þessa guðsþjónustu, því mamma þeirra átti að leysa org- anistann af. Þegar þau voru aftur komin heim iöguðu Ester og Petra hádegismatinn. Pizzan bragðað- ist vel — Hans Georg borðaði tvöfaldan skammt. Þau hvíldust um stund og svo hófst fjallgang- an. Eftir stutta göngu stundi Maríanna: „Ég hélt að við vær- um í gönguferð, en ekki kapp- hlaupi.“ Þau hvíldu sig á fallegum stað, beint yfir kastalanum. Forviða litu þau niðurá kastalann. „Það er allt öðruvísi að horfa á kastalann héðan, en að horfa á hann frá kastalagarðinum,“ sagði Alexander hissa. „Sjáið þarna,“ sagði Ester og benti, „til hægri er glugginn, sem við fór- um inn um.“ Maríanna sneri sér að nestis- körfunni og strákarnir léku við hundinn. Ester benti áfram á kastalann: „ Eftir því sem ég kemst næst, þá höfum við aldrei komið inn í vinstri álmuna við litla turninn og borgarmúrinn.“ „Ég held að við höfum séð allt,“ sagði Maríanna. „Ester, þú hefur ábyggilega á röngu að standa,“ sagði Petra. „Getur þú dæmt um hvert dokt- or Crippen leiddi okkur? Um alla þessa ganga og stíga og her- bergi? „Sjáið þið!“ Ester teiknaði grunnmynd af kastalanum í sandinn. Svo útskýrði hún: „Hér komum við inn og hérna er ridd- arasalurinn. Um það bil hér eru dyrnar inn til doktors Crippen, hér er turninn og bókasafnið hér.“ Svo benti hún á litla út- byggingu. „Hingað höfum við aldrei komið.“ Mamma kom og spurði áhugasöm hvað um væri að vera. Petra benti á uppdráttinn, „Ester heldur því fram að við höfum aldrei komið í þennan hluta kastalans.“ Mamma yppti öxlum: „Það gæti vel verið, ef til vill eru þetta herbergi barónsins, sem hann gistir í þegar hann kemur í heimsókn. Ef svo er, þá eru þau lokuð öllum öðrum.“ Þessi útskýring þaggaði niður í Ester og hún dró sig í hlé. Góða veðrið og gönguferðin kom öll- um í gott skap á ný. Eftir hvíld- ina gengu þau stíginn, sem lá niður í dalinn. Þau fylgdu lækn- um og gengu meðfram fallegum flúðum þar sem lækurinn rann í vatnið. Þau áðu við gömlu vatnsmylluna. „Mig langar að skoða hana þessa,“ sagði Hans Georg. „Sjá hvernig hún virkar.“ „Mér finnst hún flott, því hún er hálf óhugnanleg," sagði Maríanna og reyndi að kíkja inn um skítuga gluggarúðu. „Sjáið þið, þarna er kastal- inn,“ sagði Alexander og benti í átt til fjallsins. Það var þröngt gil, sem opnaði þeim sýn. „Þetta er einmitt sá hluti, sem við höf- um ekki séð. Ef gluggarnir til- heyra herbergjum barónsins, þá hefur hann gott útsýni til vatns- ins og myllunnar.“ „Ég mundi vilja kynnast þessu landssvæði betur,“ sagði Hans Georg. „Gætum við ekki ekið hingað á bílnum í svo sem klukkutíma?“ „Ef ykkur langar til,“ sagði mamma og kinkaði kolli. Þessi einnar stundar ferð var nú að nálgast þrjár, landslagið á heimleiðinni var mjög fagurt. Allt í einu opnaðist þeim dalur og útsýnið jókst. Allir voru undrandi og mamma stoppaði bílinn. Það var komið myrkur og beint framundan var kastal- inn, upplýstur af flóðljósum. „Sjáið þið,“ sagði Alexander og starði. „Það er líkt og kastal- inn svífi í lausu lofti.“ Þetta var sjaldgæf sjón. Nóttin var svo dimm að ekki var hægt að greina skil himins og jarðar. Frh. á bls. 23

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.