Fótboltablaðið - 01.01.2003, Page 6

Fótboltablaðið - 01.01.2003, Page 6
Fasteignasalan Bakki Á besta stað í bænum! Óneitanlega fá þessi orð mun dýpri og trúverðugri merkingu þegar gengið er upp tröppurnar á sögufrægu húsi í Sigtúni 2 þar sem Egill, jarlinn af Sigtúni, eitt sinn bjó. I dag er þar rekin umsvifamikil fasteignasala, Bakki, og þegar inn er komið mætir manni vinalegt andrúmsloft á virðulegri skrifstofu, allt snyrtilegt og vandað í hólf og gólf, afar traustvekjandi enda mikilvægt á tímum aukinna umsvifa og viðskipta frá degi til dags. Sennilega gætir þar enn áhrifa Egils enda maðurinn goðsögn í sunnlensku við- skiptalífi og samofinn sögu þess. Stofnun Fasteignasölunnar Bakka Fasteignasalan Bakki var stofnuð árið 1981 af Hlöðveri E. Rafnssyni og Bjarna Jónssyni. Salan var rekin samhliða bókhaldsþjónustu til ársins 1997, en þá keyptu Árni Valdimarsson og fjölskylda fasteignasöluhluta fyrirtækisins og hófu sjálfstæðan rekstur á Austurvegi 22. Til að byrja með vann sonur Árna, Þröstur Árnason einn við söluna þangað til Árni lét af störfum í Landsbanka íslands og kom einnig að daglegum rekstri. Um leið og eftirspurn jókst eftir húsnæði á Selfossi, nýju sem gömlu, færði fyrirtækið út kvíarnar og flutti í rúm- betra húsnæði við Austurveg 10 árið 1998. Árið 2000 keyptu síðan eigendur Bakka núverandi húsnæði í Sigtúni af KÁ „fyrir 300 kýrverð" eins og Árni orðaði það, og hafa á skömmum tíma tekið það allt í gegn og breytt og bætt. Frá upphafi hefur fasteignasalan starfað á Selfossi og annast milligöngu á kaupum og sölu á íbúðarhúsnæði sem og atvinnuhúsnæði og öðrum fasteignum víðsvegar á Suðurlandi. Líflegast hefur verið yfir viðskiptunum á Selfossi en markaðurinn nær yfir mun stærra svæði, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Ölfus, Hveragerði, Hellu, Hvolsvöll, lágsveitir og uppsveitir Árnessýslu og nánast allt Suðurland. I dag eru starfandi umboðsmenn í Þorlák- shöfn og Hellu og svo rekur fyrir-tækið skrif- stofu í Reykjavík. Á öllum þessum stöðum er opið daglega en gengið er frá öllum viðskip- tum á skrifstofunni á Selfossi. Starfsfólk á Selfossi eru feðgarnir Árni Valdimarsson fasteignasali og Þröstur Árnason sölumaður, Sigurður Sveinsson lögfræð-ingur, Guðmundur Svavarsson rekstrarfræðingur og Brynhildur Tómasdóttir skrifstofudama. Ekki séð fyrir endann á uppbyggingu Eins og áður var komið að hefur verið töluverður uppgangur á Selfossi og mikil sala í rað- og parhúsum, þau hús hafa reyndar selst eins og heitar lummur. „Það hefur verið afar vinsælt, sérstaklega hjá ungu fólki, að kaupa sér fokheld hús og klára þau sjálf. Þannig geta húsbyggjendur skapað sér meira eigið fé í sinni byggingu með eigin vinnu. Mikið hefur einnig verið um að fólk komi úr Reykjavík og kaupi sér tilbúin, ný eða eldri hús, og flytji á svæðið“ segir Þröstur Árnason. Uppbyggingin á Fosslandinu á Selfossi hefur vart farið framhjá neinum og þar hefur Fasteignasalan Bakki séð um sölu á lóðum fyrir Fossmenn. í dag eru örfáar lóðir eftir í Fosslandinu og það verður ekki byggt meira þar í bráð svo vitað sé. Á Selfossi er ekki hægt að fá rað- eða parhúsalóð í dag! Suðurbyggðarhverfið er nánast uppbókað en Sigfús Kristinsson byggingaverktaki er að skipuleggja nýtt svæði í landi Laugardæla, afar skemmtilegt og á fallegum stað, niður með ánni og að golfvellinum. Líklega verða þar parhúsalóðir, raðhúsalóðir, fjölbýli og einbýli, Á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur hægt og bítandi lifnað yfir fasteignaviðskiptum, þar er töluvert um að fólk af höfuðborgarsvæði kaupi sér ódýrara og öðruvísi húsnæði til sumardvalar en einnig hefur eftirspurn eftir almennu íbúðarhúsnæði aukist og verð hækkað samhliða því. Þorlákshöfn er eitt traustasta sveitarfélag landsins og þar kemur til með að verða mikil atvinnuuppbygging næstu árin svo að fasteignaverð á eftir að hækka og því góður tími til að kaupa þar í dag. Verð á jörðum hefur hækkað í takt við eftirspurn og má eiginlega segja að Ölfus og Flóinn séu með eftirsóttasta jarðnæði á Is- landi í dag, einkum fyrir hestafólk, en einnig áhugafólk um náttúru og skógrækt. I uppsveitunum er meira um sölu á sumar- bústöðum og sumarbústaðalöndum. Austur í Rangárvallarsýslu hefur líka verið að lifna yfir fasteignaviðskiptum. Á Hellu er aukin eftir- spurn, þar vantar fasteignir og þyrfti að byggja meira. Húsið þitt í góðum höndum! Þröstur Árnason sölumaður spáir því að það verði áframhaldandi gróska í fasteigna- viðskiptum á Suðurlandi alveg út árið 2005; ófyrirséð með árið 2006, það fer eftir vaxta- stefnunni. Hann telur að nýja lánafyrirkomu- lagið sé bara kostur og verði mun stöðugra fyrir kaupendur og seljendur. „Ég er bjartsýnn á framtíð Suðurlands og uppbygginguna þar, hjá Bakka munum við áfram leggja áherslu á einkunnarorð fyrirtæk- isins, húsið þitt í góðum höndum". grœnir og...

x

Fótboltablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fótboltablaðið
https://timarit.is/publication/877

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.