Fótboltablaðið - 01.01.2003, Blaðsíða 9
Mjólkin er góð hjá MBF
Sagan:
Mjólkurbú Flóamanna tók til starfa 5.
desember 1929 og er stofnun þess talin
marka upphaf kaupstaðarmyndunar á Selfossi.
Um sama leyti fluttist verslun héraðsins frá
Eyrarbakka að Ölfusárbrú. Upphafið að
stofn-un Mjólkurbús Flóamanna má rekja til
þeirra breytinga sem urðu í íslensku samféla-
gi með þéttbýlismyndun og kröfu bændasam-
félagsins um að þróast frá sjálfsþurftarbúskap
yfir í markaðsbúskap. Flóaáveitan, sem jók til
muna heyfeng bænda, var fyrsta skrefið og
strax við gerð hennar, á þriðja áratug síðustu
aldar, hreyfðu menn hugmyndinni um stofnun
mjólkurbús. Mjólkurbúið er samvinnufyrir-
tæki í eigu bænda. Það var stofnað af bændum
í Flóanum, og hefur frá upphafi verið
brautryðjandi í mjólkuriðnaði á Islandi. Það er
stærsta mjólkurbú landsins og nær starf-
ssvæði þess frá Hellisheiði í vestri að
Hellisheiði eystri, eftir að MBF keypti
mjólkursamlag KHB á Egilsstöðum árið 2002.
Vöruframleiðslan:
Mjólkurbú Flóamanna er afurðastöð í
mjólkuriðnaði í eigu sunnlenskra og aust-
firskra bænda. Fyrirtækið tekur við mjólk frá
bændum og vinnur úr henni þá söluvöru sem
neytendur óska eftir hverju sinni. MBF rekur
mjólkurbú á Selfossi og Mjólkurstöðina á
Egilsstöðum.
Mjólkurbúið er í mjög nánu samstarfi við
sölu- og markaðsfyrirtækin tvö í Reykjavík,
þ.e. Mjólkursamsöluna og Osta- og
smjörsöluna, sem sjá um að markaðssetja,
selja og dreifa framleiðsluvörum mjólkur-
búsins um stóran hluta landsins. Starfsmenn
MBF sjá um sölu og dreifingu mjólkurvara um
Suður- og Austurland, að Hellisheiði eystri.
Framleiðsla mjólkurbúsins er margþætt.
MBF sér Mjólkursamsölunni fyrir hluta af
þeirri neyslumjólk (nýmjólk og undanrennu)
sem Mjólkursamsalan pakkar og selur. Þá er
stærri hluti allra sýrðra vara, (skyr, jógúrt
o.þ.h.) sem MS selur, framleiddur hjá MBF.
Vöruþróun hefur alltaf verið mikilvægur þátt-
ur í starfsemi mjólkurbúsins og dæmi um
nýjar vörur sem fengið hafa góðar viðtökur
eru skyr.is og drykkjarjógúrt í dósum. Osta-
og smjörsala selur viðbit, mygluosta og duft
fyrir Mjólkurbú Flóamanna.
Mjólkurbúðin, sérverslun með eitt
mesta mjólkurvöruúrval landsins:
I Mjólkurbúðinni á Selfossi fást nánast allar
mjólkurvörur sem framleiddar eru á landinu.
þar fæst einnig fjölbreytt úrval af nýlendu-
vörum, brauði, kökum, gjafavöru og ýmsum
vörum til veisluhalds.
Stolt Mjólkurbúðarinnar er veisluþjón-
ustan. Þið hringið eða komið, við ráðleggjum
viðval veislufanga og útbúum síðan glæsilega
rétti fýrir jafnt stórar sem smáar veislur.
Einnig er hægt að kaupa allt efni til veisluhalds
og þið útbúið veisluna sjálf. Tveggja daga
afgreiðslufrestur er á stórum og sérútbúnum
pöntunum.
Eftirtaldir styrkja
Knattspyrnudeild UMF Selfoss
Veiðisport
Barón Men's were
Suðurlandsskógar
Tannlæknastofa Þorsteins Pálssonar
Karl R. Guðmundsson ehf.
Ozone hárstúdíó ehf.
Filmverk ehf.
Húsey ehf. Stóru Sandvík
Grímur Sigurðsson
Sigurður Reynir Óttarsson
Slippfélagið Litaland
^SELfOSSVEITDD
Viðhaldsfríar
ÞAKRENNUR
Þegar hús eru klædd með „ vlðhaldsfrírri" ktæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfrlar"þakrennur.
Rennurnar frá Grövlk Verk I Noregi eru gerðar úr
0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna.
Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn
I notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvltar og ólitaðar, einnig
fáanlegar rauðbrúnar.