Fótboltablaðið - 01.01.2003, Síða 8

Fótboltablaðið - 01.01.2003, Síða 8
Það var miðvikudaginn 21. maí 2004 sem hópurinn lagði af stað áleiðis til Danmerkur í æfinga og keppnisferð. Hópurinn samanstóð af 21 leikmanni, þjálfara og tveimur.: fararstjórum. Lent var í Kaupmannahöfn um kvöldið og farið með rútu til Ringsted, sem er bær ca. 55 km frá Kaupmannahöfn. Um klukkan 22 var þangað komið og komu menn sér f/rir í herbergjunum, 4 í hverju og að því loknu beið kvöldverður, danskar kjötbollur með tilheyrandi. Hófst svo alvaran strax daginn eftir þar sem menn vöknuðu kl. 7:30, borðuðu morgunverð og skokkuðu síðan um 8:30 á æfingasvæðið. Tók þar við kröftug æfing þar sem menn náðu úr sér ferðaþreytu við toppaðstæður, iðagrænt gras og sólskin. Var þar strax Ijóst að menn voru tilbúnir að taka vel á í þessari ferð. Eftir hádegismat gafst mönnum tækifæri á að skoða sig um í miðbæ Ringsted og kanna svæðið. Seinnipartinn var síðan leikur þar sem eldra liðið atti kappi við Ringsted og skemmst frá því að segja að sá leikur vannst 2-1, með mörkum frá Kjartani Helga og Ingþóri. Var þetta erfiður leikur, sérstaklega byrjunin en liðið vann sig vel inni leikinn, spilaði taktískt mjög vel og vann góðan sigur. Föstudagurinn var nánast endurtekning á fimmtudeginum, morgunæfing og leikur seinnipartinn við Söro. Yngra liðið hóf þann leik en reynsluboltarnir komu inn, einn og einn í seinni hálfleik. Leikurnn fór 3- 2 fyrir Selfoss í góðum leik, Mörkin skoruðu Arilíus, Guðmundur Marteinn og Ingi. Aðstæður í Ringsted voru allar til fyrirmyn- dar, maturinn góður og heimilislegt andrúm- sloft. Æfingasvæðið var gott og gaman var að labba í miðbænum, versla og skoða sig um. A laugardeginum var síðan sest uppí rútu og keyrt til Köge sem er ca. 40 km fyrir utan Kaupmannahöfn. Eftir að menn höfðu komið sér fyrir og borðað hádegismat, sem reyndar var svo glæsilegur að menn héldu að þeir væru komnir í brúðkaupsveislu, var æfing með tilheyrandi skokki, Gústaf þjálfari hélt því fram að á æfingasvæðið væru 4 km, en þótti mörgum kílómetrinn undarlega langur í Danmörku! Eftir að menn höfðu sturtað sig var farið með lest til Kaupmannahafnar, þar sem deginum var eytt á Strikinu og í Tívolí. Á Strikinu rakst hópurinn á hið sunnlenska Bjórband þar sem þeir spiluðu fyrir gesti og gangandi, urðu þar fagnaðarfundir og Bjórbandið tók 3 aukalög fyrir hópinn. Gaman var að upplifa þá stemningu sem skap- aðist hjá fólkinu og hve bandið náði góðu sambandi við áheyrendur. Var svo farið í Tivoliið þar sem flest tækin voru prófuð á íslenskum ofurhraða. Það var þreyttur hópur, en ánægður sem hélt síðan til Köge um kvöldið. Sumir ánægðari en aðrir, sérstaklega þeir sem héldu með Liverpool, eftir 0-1 sigur þeirra á Man. Utd. fyrr um daginn. Daginn eftir var síðan morgunæfing og á seinni æfing-unni var skipt í tvö lið þar Það vorur sko allir með í upphitununni og það fór bara vel á mannskapnum að henni lokinni sem ekki hafðist að fá danskt lið til að spila við og spilaður leikur í ca. 60 mín. Þar fengu fararstjórarnir það hlutverk að stjórna liðunum en Gústaf þjálfari dæmdi. Liðið hans Sigdórs vann 2-1, sem var virkilega ósanng- jarnt og dómgæslan var vafasöm. Eftir leikinn fóru 3 leikmenn heim til íslands þar sem þeir þurftu að stunda nám við Háskólann daginn eftir. Það sem eftir var af hópnum fór síðan út að borða um köldið og átti ánægjulega stund saman. Daginn eftir var farið heim til íslands og kom hópurinn á Selfoss mánudaginn 26. maí. Var ekki laust við að mikil þreyta væri í mannskapnum enda var vel tekið á allan tímann. Ferðin var vel heppnuð á alla staði, góðir gististaðir, gott veður, góðar æfingar, góð æfingaaðstaða, góðir leikir, góður andi í hóp- num og maturinn var alveg frábær, svo góður að ekki nokkur maður kvartaði sem er eins- Þessi ferð á eftir að skila miklu og í mínum huga er alveg Ijóst að þetta lið getur gert góða hluti í sumar, ef menn leggja sig fram og standa saman. Hópurinn er lítill en stákarnir úr 2. flokki sem voru með í ferðinni stóðu sig allir með sóma og eru tilbúnir að koma inn þegar þarf. Þegar þetta er skrifað er fyrsti leikur í íslandsmótinum búinn og vannst hann 5-3 á móti Leiftri/Dalvík, liði sem spáð er upp. Þar sýndi liðið hvað það getur þó að vantað hafi sterka leikmenn. Skora ég á fólk að mæta á völlinn, ég endurtek, mæta á völlinn og styðja srákana í sumar. Ég vil að lokum þakka öllum hópnum fyrir frábæra ferð og þeim Gústaf þjálfara og Sigdór fararstjóra vil ég þakka fyrir ferðina og fræðandi upplýsingar I. deildina ensku. DanmeáuM 21/5 04 til 26/5 04

x

Fótboltablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fótboltablaðið
https://timarit.is/publication/877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.