Fótboltablaðið - 01.01.2003, Page 12
Viðtal við Gústaf Adolf Björnsson,
þjálfara meistaraflokks
Gústaf Adolf Björnsson er 47 ára
íþróttafræðingur. Hann er giftur
Guðrúnu Gunnarsdóttur aðstoðar-
skólastjóra og eiga þau 3 börn. Gústaf
er með stúdentspróf frá Kennara-
háskóla íslands, íþróttakennarapróf frá
íþróttakennaraskólanum á Laugar-
vatni, íþróttafræðipróf frá Norges
Idrettshögskole ásamt því að hafa stun-
dað mörg þjálfaranámskeið á vegum
KSÍ, HSÍ, UEFA og FIFA.
Gústaf starfaði í 10 ár sem íþrótta-
kennari á árunum 1980-1990 eftir það
starfaði hann á skrifstofu Knattspyrnu-
ösambands íslands og á skrifstofu
knattspyrnudeildar Fram.
Gústaf hefur þjálfaðTindastól, ÍR, KS,
2.flokk karla hjá Fram, Keflavík, Hött og
nú Selfoss. Gústaf hefur líka starfað við
mörg verkefni á vegum KSÍ. Hann
hefur þjálfað U-16 ára lið karla, verið
aðstoðarþjálfari hjá A-landsliði karla og
U-21 árs liði karla. Gústaf býr einnig
yfir mikilli reynslu í handknattleiks-
þjálfun. Hann hefur þjálfað meist-
araflokk kvenna hjá Fram, Víkingi og
Haukum. Gústaf þjálfaði líka karlalið
Framara og A-landslið kvenna. Á þess-
ari upptalningu má sjá að Gústaf býr
yfir mikilli reynslu sem þjálfari.
Blaðamaður Knattspyrnublaðsins tók
viðtal við Gústaf heyrum hvað pilturinn
hefur að segja.
Átt þú þér feril sem leikmaður (með
hvaða liðum)?
Alla yngri flokka í FRAM og upp í meistara-
flokk.
Spilandi þjálfari hjá Tindastóli, IR og KS.
Eru einhver tímabil eftirminnilegri en
önnur?
Öll tímabil hafa ákveðnar minningar og sjar-
ma. Toppurinn að verða bikarmeistari með
FRAM 1980 á Laugardalsvelli eftir 2-1 sigur á
móti IBV. Var mjög heppinn með þjálfara
allan minn feril sem og samherja. Má þar
nefna þjálfara eins og Jóhannes Atlason,
Guðmund Jónsson og Asgeir Elíasson.
Leikmenn eins og Pétur Ormslev, Trausta
Haraldsson, Martein Geirsson og fleiri og
fleiri.
Manstu eftir eftirminnilegum atvikum
á þínum ferli?
Skoraði mark í 8-liða úrslitum bikarsins 1980
á móti Vikingi sem gerði það að verkum að
við fórum í undanúrslit og svo áfram í úrslita-
leikinn
Nú varst þú kosinn besti þjálfari Essó
deildar kvenna 2002-2003 í handbolta,
hvað þarf maður til brunns að bera til
að ná langt sem þjálfari?
Það vill þannig til að 3 sinnum hef ég hlotið
þessa nafnbót. Lít á þetta sem mikla og góða
viðurkenningu á það starf sem maður er að
vinna í samvinnu við leikmenn, stjórn og
stuðningsmenn. Númer I, 2 og 3 er að vera
samkvæmur sjálfum sér og reyna að tileinka
sér alla þá þætti sem snúa að þjálfun.
Hver er helsti munurinn á knattspyrnu-
þjálfun og handknattleiksþjálfun?
í sjálfu sér er hann ekki stór. Ég get nefnt
marga þjálfara sem hafa bakgrunn í þjálfun og
verið leikmenn í báðum þessum greinum t.d.
Loga Ólafsson, Willum Þór Þórsson, Ólaf
Jóhannesson og fleiri og fleiri. Leikfræðin er
að mörgu leyti lík þ.e. sókn/vörn, skora mörk
og koma í veg fyrir að mörk séu skoruð.
Sama má segja um líkamlegu þættina, þol,
kraft, hraða, liðleika og samhæfingu. Hvort
tveggja hópíþrótt sem kallar á liðssamvinnu.
Þannig mætti áfram halda.
Nú hefur þú þjálfað kvennalið í hand-
knattleik, karlalið í knattspyrnu og
unglinga. Myndir þú segja að fjölbreytt-
ur þjálfaraferill skilaði sér í betri ár-
angri?
Hann er að mörgu leyti nauðsynlegur. Þjálfun
er ekkert annað en uppsöfnuð reynsla.
Maður öðlast reynslu sem maður vinnur svo
úr í rólegheitunum.
Hvaða þjálfaramenntun hefur þú
Gústaf?
UEFA-B þjálfari sem og E-stig KSÍ.
Þú hefur þjálfað lið í úrvalsdeild, 3. deild
og nú í 2. deild. Er mikill munur á
umgjörðinni í kringum liðin?
Eðlilega. Þegar ofar kemur er miklu meiri
umfjöllun. í fyrsta lagi er æft meira, í öðru lagi
betri leikmenn, í þriðja lagi yfirleitt betri að-
staða, í fjórða lagi fleiri í kringum liðið utan
vallar sem innan o.s.frv.
Áttu þér einhvern uppáhaldsleikmann?
þá er ég að tala um sem þú hefur þjálf-
að.
Já, þeir eru margir. Geri ekki upp á milli
þeirra hér og nú. Vonandi bætast fleiri í
hópinn.
Hvert er þitt uppáhaldsfélag hér á
landi?
Það er móðurfélagið FRAM.
Þú hefur stundað knattspyrnuþjálfun
síðan 1979. Hefur landslagið í
boltanum breyst mikið síðan þá?
(hvernig)
Já, heilmikið. Það er farið að æfa meira yfir
lengri tíma. Sérhæfingin hefst fyrr, stundum of
snemma að mínu áliti. Gervigrasvellirnir og
knattspyrnuhúsin hafa breytt miklu. Því miður
finnst hvorugt á Selfossi og menn hissa á því
að liðinu gengur ekki sem skyldi að færast
ofar á landsvísu.
Hvernig líst þér á umgjörðina í kringum
fótboltann á Selfossi?
Eigum við ekki að segja að fæst orð bera
minnstu ábyrgð. Auðvitað finnast leikmenn,
stjórnarmenn, stuðningsmenn og almennir
íbúar sem vilja gera betur og hafa metnað til
þess en í dag er þessi hópurinn sem slíkur of
fámennur.
Hverjar telur þú framtíðarhorfurnar í
knattspyrnunni vera hér á Selfossi?
Vonandi liggur leiðin uppávið. Þegar
ákveðnum stöðugleika í öllu starfinu verður
náð koma framfarir.
Hvernig finnst þér aðstaða til
knattspyrnuiðkunar vera hér?
Því miður er langt í land þegar umræðan á
þessum málaflokki ber á góma. Mér fróðari
heimamenn segja að lítið sem ekkert hafi
gerst undanfarna tvo áratugi. Það segir alla
söguna.
Hvernig finnst þér undirbúningstíma-
bilið hafa gengið?
Það hefur liðið hratt í gegn. Sumt gott annað
ekki eins gott. Eins og gengur.
Hefur þú einhverja skoðun á því
hvernig best sé að byggja upp öflugt lið
sem gæti skipað sér í fremstu röð hér á
Islandi? (hvernig)
I gegnum æfinga- og leikjamagnið. Leggja
mikið á sig á öllum sviðum.
Hvernig leggst íslandsmótið í þig?
Vel.
í hvaða sæti endar Selfoss liðið?
Ekki tímabært að velta því fyrir sér. Spyrjum
að leikslokum.
Við þökkum Gústafi fyrir spjallið og
óskum honum og lærisveinum hans